Ródeó í dag, föstudag, Reykjavíkur á morgun

02 maí 2010 23:02 #1 by palli
Flott mæting og tilþrif. Frábær byrjun á sumri ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2010 19:51 #2 by Jói Kojak
Helvíti er ég ánægður með að sjá svona góða mætingu.

Það er þá kannski von B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2010 01:28 #3 by Steini

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2010 01:20 #4 by Steini
Karlar
1 Anup Gurung 80
2 Guðmundur Vigfússon 44
3 Reynir Óli Þorsteinsson 42
4 Kristján Sveinsson 32
5 Haraldur Njálsson 24
6 Erlendur Þór Magnússon 18
7 Viktor Þór Jörgensson 16
8 Guðmundur Kjartansson 14
9 Stefán Karl Sævarsson 12
10 til 13 Ragnar Karl Gústafsson 8
10 til 13 Andri Þór Arinbjörnsson 8
10 til 13 Kjartan Magnússon 8
10 til 13 Atli Einarsson 8

Konur
1 Ragna Þórunn Ragnarsdóttir 6<br><br>Post edited by: Steini, at: 2010/05/01 01:22

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2010 08:59 #5 by Rúnar
Elliðaárródeó í dag-Reykjavíkurbikar á morgun - 2010/04/21 21:03 Ródeó, Reykjavíkurbikar og Vorhátíð

Sumardagskrá Kayakklúbbsins hefst með hvelli á föstudaginn í næstu viku þegar keppt verður í Elliðaárródeóinu og daginn eftir verður blásið til Vorhátíðar Kayakklúbbsins um leið og keppt verður um Reykjavíkurbikarinn.

Báðar keppnirnar henta byrjendum vel. Leitun er að jafnöruggum leikstað og Holunni í Elliðaárdal og róðraleiðin umhverfis Geldinganes er yfirleitt þægileg, nema veðrið setji mikið strik í reikninginn. Í Reykjavíkurbikarnum er boðið upp á tvær vegalengdir; 3 km róður og 10 km róður.

Vorhátíð Kayakklúbbsins var haldin í fyrsta skipti í fyrra. Til stendur að bjóða almenningi að prófa búnað klúbbsins og e.t.v. eru einhverjir kayakmenn- og konur reiðubúnar til að leyfa bláókunnugu fólki utan úr bæ að setjast í bátana sína. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi sér um öryggisgæslu.


Vakni einhverjar spurningar er hægt að hafa samband við Rúnar Pálmason (runar.palmason@gmail.com) 8993745 vegna Reykjavíkurbikars og Harald Njálsson (haranja@centrum.is) eða Önnu Láru Steingrímsdóttur (annalara@parlogis.is) vegna Elliðaárródeós.


30. apríl (fös.)
Elliðaárródeó
Mæting klukkan 13 og keppni hefst klukkan 13:30. Keppt við holuna í Elliðaám sem er á bak við Toppstöðina (stóra, brúna húsið) og fyrir neðan Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal. Keppt verður í holufimi og almennum fíflagangi sem hægt er að stunda í holu í straumi. Í ródeóinu er alltaf fín stemning. Byrjendur eru velkomnir enda er auðvelt að gæta að öryggi þeirra á þessum heimavelli Kayakklúbbsins.


1. maí (lau.)
Reykjavíkurbikarinn
Ræst klukkan 10:00. Keppt er í tveimur vegalengdum, 10 km og 3 km. Róið er réttsælis umhverfis Geldinganesið og síðan u.þ.b. 3 km hringur, annað hvort út fyrir hólmann í Blikastaðakrónni eða bauju (fer eftir sjávarhæð) og til baka og er sá leggur um leið styttri brautin í keppninni. Keppnin er hluti af Vorhátíð Kayakklúbbsins en þá stendur m.a. til að kayakmenn leyfi gestum og gangandi að setjast í bátana og prófa. Ýmsar uppákomur eru fyrirhugaðar. Reykjavíkurbikarinn er elsta kayakkeppni landsins. Sumarið byrjar ekki hjá sjókayakmönnum nema þeir kíki á Reykjavíkurbikarin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum