Slalom braut í Reykjavík

13 jún 2010 09:04 #1 by Jói Kojak
Gísli er með þetta.
Slalom er n.k. straumbátasvig í þar til gerðri braut þar sem ræðarinn þarf ýmist að fara niður eða upp í gegnum hliðin og keppa við klukkuna líka. Keppt er á sérstökum Slalom-bátum, ekki hinum hefðbundnu straumbátum, þó að sjálfsögðu megi notast við þá líka til að leika sér í brautinni.
Svo keppa menn líka á röftum (gúmmibátum) í þessum brautum. Hér í Danmörku eru m.a.s. bæði karla- og kvennalandslið í rafti þó engar séu flúðirnar B)

Kannski spurning um að Ísland komi sér upp landsliðum í rafti.

Hérna eru menn að leika sér á creekerum í svona braut:

vimeo.com/12430078

Og hérna er svo brautin í Sydney - minnir að hún hafi verið byggð fyrir Ólympíuleikana þar um árið. Sýnir líka hvað hægt er að nýta svona braut í; leik, keppnir og bisniss (rafting kúnnar)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2010 21:12 #2 by Gíslihf
Slalom er bara svig mig minnir í norsku og þýsku, en þetta er straumbátasvig eins og sjá má á eftirfarandi síðu:
www.canoeicf.com/icf/Aboutoursport/Canoe-Slalom.html

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2010 19:46 #3 by gudmundurs
Er þetta ekki skíða-eitthvað, finnst ég hafa heyrt nafnið tengt skíðaíþróttum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2010 12:39 #4 by Sævar H.
Hvað er þetta ? Það kemur hvergi fram. Nafnið virðist hebreskt

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2010 12:15 #5 by Gummi
Nú fara allir Kayakmenn og konur inn á Skuggaborg og styðja tillöguna hennar Tinnu um Slalombraut í Reykjavík.

skuggaborg.is/priorities/1347-slalombrau...reykjavik/top_points

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum