Sandvík á morgun, þriðjudag

16 jún 2010 15:02 #1 by Páll R
Ekki þykir mér trúlegt að Explorer hefði dugað. Þú hefðir mátt vera ansi framþungur Gísli til þess að bratt öldubrotið hæfi ekki stefnið á loft, ræki skutinn jafnvel niður í sandinn og kollhnís aftur á bak væri staðreynd. Aðstæður voru þannig í gær að útsogið fór hratt á móti næsta broti, sem reis hratt upp skammt frá fjöruborðinu. Höfuðverkurinn þarna var sá að komast í gengnum fyrsta brotið án þess að vera þeytt stjórnlaust til baka.
Sveinn og Gunnar gerðu heiðarlega tilraunir og sú sem best gekk sést í seinni hluta hinni ágætu myndasyrpu.

Explorerinn minn fékk að hvíla í sandinum allann tímann eins og eigandinn. Mér leist ekkert á að rjúka út í þetta án upphitunar með mjóhrygginn ekki í lagi og lenda í nauðvörn frá fyrsta áratogi. En það var gaman að sjá þetta. Sérstaklega jókst spennan þegar í ljós kom að ég hafði læst lyklana inn í bílnum. Með samstilltu átaki tókst þó að bjarga því.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2010 22:57 #2 by Gíslihf
Tilþrifamiklar myndir!

Sérstaklega finnst mér mynd nr. 12 vera góð og skemmtileg mynd af Svenna, en þú hefðir samt mátt horfa meira beint í linsuna og brosa!

Ég verð að viðurkenna að ég fæ talsverðan fiðring við að skoða þetta og velti því mikið fyrir mér hvort maður hefði ekki náð að stinga sér betur í gegn á Explorer með hausinn á svuntunni og árina í uppsettri stöðu fyrir veltu?

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2010 22:22 #3 by Andri
Ferlegt að missa af þessu, hefði alveg verið til í að busla aðeins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2010 22:17 - 16 jún 2010 10:09 #4 by SAS
Við Gunnar Ingi, Gísli Karls og Pall R. mættum í Sandvíkina í dag. Aldan reyndist okkur of erfið. Reyndum nokkrum sinnum að komast í gegnum brimskaflana, en var skellt strax nokkuð harkalega og hent upp í land jafn harðan.

Myndir af þessari skemmtun er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20100615Sandvik#

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2010 16:49 #5 by Andri
Ég er ekki viss hvort ég komist, skýrist á morgun.
Mæti ef ég get.

Kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2010 16:19 #6 by Páll R
Já, mér líst vel á þetta. Stefni á að mæta líka!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2010 10:07 #7 by SAS
Á morgun milli 16:00 og 21:00 er spáð 3 punkta surfi í Sandvík, 2,7 - 2,9 m öldu, vindur SV 2-4 m/s og 10 stiga hita.
sjá: magicseaweed.com/Sandvik-Surf-Report/687...urope/#forecastTable

Sem sagt flottar aðstæður fyrir surf, rockhopping og aðrar æfingar.

Ég ætla stefna á mætingu strax eftir vinnu. Legg á stað kl 17:00, kominn á sjó um 18:00 í ca 2 klst.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum