Sportbúðin full af nýjum bátum og vörum

04 júl 2010 10:13 #1 by maggi
Bátaprufa
Prijon Millenium
ég prufaði þennan bát í sýðasta félagsróðri og líkaði bara vel,
þarna er á ferðinni lipur og léttur sjóbátur .
Lét vel að stjórn í hliðarvindi og einnig á lensi , hann var nokkuð hraður af stuttum bát að vera og klífur ölduna mjög vel.
Flottur frágangur og ríkulega búinn bátur sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum .
Mjög góður 1. stöðugleiki og þéttur 2. stöðugleiki svarar edsi mjög vel , skemtilegur bátur sem ég mæli hiklaust með.

Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2010 08:15 #2 by maggi
BÁTAPRUFA
Nú eru þeir komnir með Prijon fiber báta hjá Sportbúðinni
ég tók prufutúr í gær á Prijon Prodeus,þetta er bátur sem er 520 á lengd 58 cm á breydd og 21 kg .

Þessi bátur kom mér skemtilega á óvart , ég prufaði hann án stýris og varð alveg heillaður , hann er mjög stefnu fastur
og hraður en svarar edsi eins og Whisky eða Rómani og breytist
í þvílikt lipran og skemtilegan bát þegar honum er beitt þannig.

Allur frágangur er mjög flottur og báturinn er ríkulega búinn ,
gríðalega gott að sitja í honum og nóg pláss fyrir farangur.

Litla prion daglúgan er fyrir framan mannopið og er mjög aðgengileg .

Báturinn hefur góðan fyrri stöðugleika og þéttan og fínan seinni stöðugleika sem gerir hann mjög skemtilegan.

þetta er hiklaust bátur sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum , og verðið spillir ekki rúm 320 þús .

kv Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum