Snæfellsnes, Arnarstapi ofl., 9.-11. júlí 2010.

12 júl 2010 09:36 #1 by Þóra
Takk fyrir frábæran róður. Er alveg í skýjunum eftir þessa helgi. Fallegt umhverfi, frábær hópur og ekki spillti veðrið. Takk Gísli fyrir að leiða okkur um þessar slóðir.

kveðja Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2010 00:23 - 12 júl 2010 00:24 #2 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re:Snæfellsnes - frásögn.
Frrrrrrrráááááááábæææææææært

Snæfellsnesróður 2010

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2010 23:28 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Snæfellsnes - frásögn.
Takk fyrir frábæra helgi. Myndir á
picasaweb.google.com/sjokayak/20100710SnFellsnes#

kv
Sveinn Axel og Hildur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2010 23:27 #4 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Snæfellsnes - frásögn.
Fínasti róður í góðum félagsskap. Verst að háhyrningurinn sem við sáum á leiðinni fyrir Búðarhraun slapp.

Nokkrar myndir á: picasaweb.google.com/runar.palmason/BuIrHellnarJuli2010#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2010 21:25 #5 by Gíslihf
Góðri helgi er lokið og ferðin tókst í alla staði vel og fegurð svæðisins naut sín vel í þessu góða veðri.

Við vorum 10 ræðarar fyrri daginn (Gísli H.F., Sveinn Axel, Hildur, Hörður, Páll R., Ólafía, Gunnar Ingi, Rúnar, Þóra, og Tryggvi) og 6 þann síðari en Hörður, Páll og Rúnar þurftu að fara heim um kvöldið og Tryggvi kaus að njóta veðursins á annan hátt með konu sinni.

Fyrri daginn fórum við frá Búðum um Grunnasker og Djúpasker og upp á sandrifið langa í Breiðavík við báða enda þess og enduðum svo á Arnarstapa. Veður var gott, sól og blíða. Síðari daginn héldum við áfram frá Arnarstapa, snæddum nestið við Hellnar, rérum svo inn undir Lóndranga og lentum innan við Malarrifseyjar við Malarrifsvita. Veðrið var einnig sólbaðsveður og þurftu sumir að velta sér til að fá kælingu. Á síðasta hálftíma spottanum að Malarrifi fengum við hvassan vind á móti og af landi og hvítnaði vel í báru fyrir utan, en hópurinn var knár og allir luku róðrinum með sóma.

Það er ekki hægt að ganga að því vísu að geta lent við Malarrif og ég treysti mér ekki til þess á hringferðinni í fyrra og næsta örugga lending er í Dritvík.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 júl 2010 12:23 #6 by Páll R
Ég hafði svo sannarlega ætlað með í þessa ferð alveg frá því hún komst á koppinn. Blóðlangar auðvitað ennþá, en á ekki heimangengt þessa helgi.
Það er EKKI vegna HM!

Góða skemmtun,

Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2010 23:19 #7 by Ingi
Það er nauðsynlegtað vera með hjálm þarna vegna Kríuárása. Annars er þetta fallegur og skemmtilegur staður til róðrar. Góða skemmtun,Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2010 21:13 #8 by Gíslihf
"Síðasta útkall".

Það eru 6 ræðarar sem ætla að róa á svæðinu og aldrei of seint að koma með á meðan við erum þarna.

Ég hafði samband við hótelið í Langaholti þar sem tjaldstæðið er og þar er hægt að ganga að morgunverðarhlaðborði fyrir kr. 1900.

Sjáumst hress.
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2010 14:38 #9 by Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 júl 2010 22:47 #10 by Gíslihf
Það styttist í helgina á Snæfellsnesi.

Auk þeirra sem hafa látið vita hér á korkinum er líklegt að Smári og Siggi komi og við sjáum hvort fleiri ákveða sig næstu tvo daga. Veðrið virðist ætla að verða í lagi og við reynum að láta öllum líða vel, en rétt er að ítreka að svæðið hentar ekki byrjendum, nema þá rétt í ósnum við Búðir.

Ég valdi nokkrar myndir sem ég hef tekið á svæðinu og þær eru hér:
picasaweb.google.com/gislihf/M201007?aut...1sRgCJGgvvuNoOTBrwE#

Ég verð með Rúnari með tvo báta á mínum fólksbíl, en vonandi getur einhver bjargað Þóru með far.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 júl 2010 19:28 #11 by Þóra
Ég ætla að mæta, en mig vantar far fyrir mig og bát. Er einhver með laust pláss á toppnum??

Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2010 22:50 #12 by Gíslihf
PS - eftir síðustu færslu:

Eitthvað hefur vantað upp á uppfærslu hjá Veðurstofu í dag fyrir n.k. sunnudag. Nú lítur þetta betur út, bara fínt veður á sunnudag, enda var hin spáin með 10-15 m/s að sunnan alveg út úr kortinu, t.d. miðað við lægðamyndina á Atlantshafsspánni.

Sem sagt - gott!

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2010 15:33 #13 by Gíslihf
Planið er enn óbreytt, að mæta í Langaholti og vera þar á tjaldstæðinu og fara síðan með bátana á bílum þangað sem á að róa. Hins vegar er orðið nokkuð tvísýnt með veður, miðað við vindakort veðurstofu nú
www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/faxafloi/
en það hefur breyst verulega frá því í gær. Nú er spáð viðráðanlegum vindi á laugardag en ekki á sunnudag.

Við fylgjumst með hverju fram "vindur".

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 júl 2010 21:57 #14 by Rúnar
Ég mæti. Á sem sagt að róa frá Búðum í Grundarfjörð ef veðrið er slæmt? Það er aldeilis ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 júl 2010 16:51 #15 by Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum