Létt æfing - uppskrift

08 júl 2010 17:21 - 08 júl 2010 20:00 #1 by Sævar H.
Þetta er gott æfingaprogram hjá Gísla H.F. Ég sannreyndi það að mestu leyti í fyrradag. Hæfilegur róður rúmir 5 km eins og ég réri. þó slepppti ég böðun við Fjósaklettana og áraæfingum .
Mæli mjög með svona æfingaróðrum áður en ræðarar fara í sumarferðinar. Þær verða innihaldsríkari ef maður er í góðri þjálfun. :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2010 23:14 #2 by Gíslihf
Þeir æfingaróðrar sem góður hópur hefur stundað s.l. tvo vetur mega teljast vera þrekæfingar og þjálfun í misjöfnum skilyrðum veðurs og sjólags.

Létt æfing gæti verið svona:

Róa stystu leið út í Viðey og fara í land í sandfjörunni þar.
Ganga spotta og teygja sig.
Róa til baka að Fjósaklettum, eða að fjöru þar innan við.
Tækni og veltuæfingar eftir stöðu hvers og eins, t.d.:
Stuðningsáratök lág og há,
marvaði (brace) í yfirborði á báðar hendur,
veltur á betri hönd,
veltur á lakari hönd,
veltur þar sem byrjað er á hvolfi með marvaðatök þar til komið er í hástuðningslegu.
Hin ýmsu stýrisáratök eru tekin á róðrarleiðinni.

Þetta gerði ég í dag og valdi tímann um háflóð til að minnka burð á bát. Ég staðnæmdist við hús Milljónafélagsins í Viðey sem nefndist Glaumbær, eins konar verbúð en einnig mötuneyti og skemmtistaður. Þarna hefur afasystir mín, Gunna frænka, líklega búið þegar hún var í Viðey við vertíðarstörf.
Ég hugsaði - fortíðin er sveipuð dulúð þegar ég stend við tóttirnar og hugsa um allt sem þar var, framtíðin er óráðin gáta - en þá fann ég að nútíðin, augnablikið var einnig sveipað töfraljóma. Þetta var góður dagur í Viðey!

Við aðstöðu okkar á Geldinganesi var hins vegar grár veruleiki, hurðahúnninn horfinn, hengilásinn of stirður til að opna með góðu og ljótt graffiti-krot verra en nokkru sinni.

Ég skipti bara um föt úti í góða veðrinu.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum