Laugardagur 17. júlí - Straumfjörður/dagsferð

20 júl 2010 00:42 #1 by SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2010 11:23 - 19 júl 2010 18:05 #2 by Sævar H.
Kayakróðaraferðin frá Straumfirði á Mýrum sem ætlað var að fara í laugardaginn 17 júlí frestaðist um einn dag vegna óhagstæðs veðurs á laugardaginn.
Við mættum 15 kayakræðarar að morgni sunnudagsins 18. júlí í Straumfjörðinn. Veður var eins og best verður kosið til róðra frá þessum magnaða stað,Straumfirði á Mýrum.
Það var hægur andvari úr VNV heiðskírt og hiti um 20 °C . Logn var á sjó.

Okkar frábæri fararstjóri í sumarferðum Kayakklúbbsins, Reynir Tómas, hélt góða tölu um sögu Straumfjarðar og skýrði fyrirhugaða róðrarferð um svæðið.
Áætlað var að róa frá fjörunni í Straumfirði ,vestur fyrir Digranesið og síðan að Skáley og norður með eyja og skerjaklasanum í átt að Knarrarnesi. Fara síðan milli Knarrarness og Niðurness með stefnu á Hjörsey. Róa síðan umhverfis Hjörsey og á bakaleiðinni hafa stefnuna á Elliðaey og síðan fyrir Skáley og í fjöru í Straumfirði.
Alls yrði þetta um 20 km kayakróður.

Það róðrarsvæði sem leið okkar lá um er mjög viðkvæmt fuglaverndunarsvæði bændanna þarna á og við Álftanesið. Reynir Tómas hafði allan veg og vanda af því að fá heimild fyrir för okkar um svæðið. Reynir Tómas nýtur trausts hjá þeim bændum til svona ferða um svæðið.

Háflóð var þegar við lögðum af stað frá Straumfirði. Kayakinn er alveg einstakt ferðatæki um svona fuglabyggðir eyja og skerja- hávaðinn er enginn og því friður.

Ritan var komin með ungana sína vel búsna en ekki sjálfbjarga og því enn á klettasillum –ófleygir. Lundinn var að flögra um .
Skarfar voru á skerjum og klettahömrum eyjanna og reistu sig hátt og böðuðu úr sínum stóru vængjum þegar framhjá var farið.

Það var ljúfur róður að Hjörsey. Hægur andvari á móti en vegna skjóls frá Hjörsey var engin alda. Og sjálfur Jökullinn var fyrir stafni –ekki amalegt útsýni.

Tekið var kaffistopp og hvíld í fallegri hvítri sandfjöru NA í Hjörsey . Útsýnið var stórbrotið.
Allur fjallahringurinn frá Akrafjalli og til Snæfellsjökuls.

Hjörsey er þriðja stærsta eyjan við Ísland um 5.5 km2 flatlend en með margar fallega smávíkur þar sem fínn skeljasandurinn prýðir og gerir landtöku kayakmanna góðar. Og áfram var haldið og nú umhverfir Hjörseyna. Bæjarhúsin standa vestanmeginn á eyjunni nokkuð miðsvæðis og nærri sjávarkambinum.
Sú staðsetning hefur markast frá liðnum öldum þegar útræði var mikið frá Hjörsey á miðin undan Jökli.

Um aldir hafa orðið mörg sjóslys á þessum skerjamiklu slóðum fyrir opnu úthafinu.

Skammt undan fjöruborðinu gegnt bænum í Hjörsey eru minjar þess. Brak úr gömlum gufutogara er þar ádreif. Hlutar úr skrokknum, gufuketilinn og togvindan stóð uppúr sjónum þarna á skerjaflákunum.

Saga skipflaksins við Hjörsey.
Eftir að ég kom heim fékk ég upplýsingar frá dóttur minni um þetta skip, en vinkona hennar er í nánum eigendatengslum við Hjörsey.
Flakið er að þýskum gufutogara sem strandaði þarna skömmu eftir aldamótin 1900 í þoku. Allir skipverjar björguðust í land á Hjörsey.
Á þeim tíma bjuggu um 100 manns í Hjörsey og var skipbrotsmönnum deilt niður á bæina meðan þeir urðu að dveljast í eynni. Stundaður var sjálfsþurftarbúskapur á Hjörsey á þessum tíma.
Það var lifað á fugli ,fiskveiðum,landbúnaði og dúntekju. Í Hjörsey var þá kirkja og kirkjugarður.
Í fórum núverandi eigenda Hjörseyjar er til mynd af öllum skipbrotsmönnunum af þessum þýska togara.
Þá höfum við sögu skipsflaksins.

Veruleg alda var á hlið með vesturströnd Hjörseyjar enda nú fyrir opnu úthafinu .
Næsta stopp hjá okkur var síðan í fallegri sand og klettavík syðst á Hjörsey. Mikill fjöldi lundahola var í gróðurbökkunum.

Og áfram var haldið og nú var bakaleiðin hafin.
Stefna var sett á hina drithvítu Elliðaey sem er skammt undan Niðurnesi sunnan Knarrarness.
Þúsundir af ritu var í Elliðaey og á nokkrum klettasnösum voru skarfar sem hreyktu sér hátt sem verndarar ritubyggðarinnar.

Eftir að Elliðaey sleppti var úr vöndu að ráða.
Það styttist í stórstraumsfjöru en útfiri þarna er mjög mikið. Ákveðið var að fara frekar norður fyrir Skáley en suður fyrir. Það reyndist ekki heppileg ákvörðun.
Fljótlega fór að grynnka mjög undir kili og stundum um of. Við áttum til að stranda á sandbotninum og það fjaraði hratt.
Róðurinn milli Digranessins og Skáleyjar var tafsamur vegna þessara óvæntu grynninga stórstraumsfjörunnar.
Betri leið hefði verið að fara suður fyrir Skáley.

En allt slapp þetta og fyrr en varði blasti Straumfjörður við og fáeinum mínútum síðar var lent í mjúkri fjörunni í Straumfirði eftir 22,5 km kayakróður um stórbrotið eyja og skerjasvæði.

Frábærum kayakferðafélögum er þakkað fyrir skemmtilegan róður og samveru.

Gunnar Ingi hefur setti inn úrvalsgóðar myndir sem skýra þessa ferð mjög vel í tengslum við þessa ferðasögu. Kannski fleiri myndir á leiðinni

Góða skemmtun. :P

Róðrarleiðin Straumfjörður-Hjörsey
picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5495578865950383362

Hrafnaklettur milli Knarrarness og Niðurness


Nokkrar myndir frá róðrinum
picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5495625258064673234
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2010 00:10 #3 by Gunni
Aftur Frrrrááááááábbbbbææææærrrrrrtttt.
Picasa Web

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2010 19:32 #4 by Sævar H.
Við vorum fjögur sem keyrðum Hvalfjörðinn frá Straumfirði.
Við stoppuðum við bryggjuna á Miðsandi en róðraraðstæður þóttu lítið spennandi vegna vindsveipa. Kraftarnir eru því sparaðir til róðra frá Straumfirði í blíðviðrinu á morgun -sunnudag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2010 17:21 #5 by SAS
Vegna vinds, þá var ekki róið í Straumfirði í morgun.

Nokkrir félagar keyrðu í Hvalfjörðinn og ætluðu á róa þar, fáum vonandi einhverjar stiklur um það á eftir.

Á morgun sunnudag er spáð mjög góðu róðrarveðri í Straumfirðinum og er ætlunin að mæta þar á sama tíma í fyrramálið.

Þannig að ef einhverjir voru uppteknir í dag, en lausir á morgun, þá um að gera að mæta.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2010 22:17 #6 by Reynir Tómas Geirsson
Þeir sem áforma að mæta eru Sveinn Axel, Hildur, Þóra, Klara, Ólafur, Gunnar Ingi, Sigrún, Þorbergur, Lárus, Ólafía, Sævar, Örlygur, Reynir Tómas, Steinunn = 14 og fleiri eru velkomnir...... :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2010 17:26 #7 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2010 09:35 #8 by olafia
Ég ætla að róa með - hlakka mikið til !!

Kveðja Ólafía

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2010 22:36 #9 by Reynir Tómas Geirsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2010 21:50 #10 by Reynir Tómas Geirsson
Við erum allavega orðin 9 talsins, en fleiri mættu koma, þetta ætti að verða góður dagur. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2010 11:56 #11 by Larus
ÞETTA VAR EKKI ALVEG AÐ GERA SIG EN ÉG STEFNI Á MÆTINGU

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2010 11:52 #12 by Larus
555TRASDFSDAFsSs

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2010 09:14 #13 by Óli Egils
Ætla að mæta með á Patrol (með nýja vél :S )

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2010 21:36 #14 by Össur I
Stefni á að mæta :)

kv Össi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2010 17:56 #15 by Gummi
Mig langar bara til að koma með nýjan vinkil í tjaldstæðamál. Það er hægt að tjalda á Snorrastöðum sem eru austan undir Eldborg en þar er boðið upp á heitan pott við tjaldstæðið :woohoo:

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum