14 ræðara leitað í Grænlandi

20 ágú 2010 21:29 #1 by gaddi
það er alveg spurnig hvort maður vilji vera fastur við bátinn sinn í 50 m/sek og ég held að það sé ervitt að ýmynda sér þær aðstæður sem skapast í vindum sem þessum því vindurinn blæs út firðina og út á sjó.




Piteraq
From Wikipedia, the free encyclopedia
Jump to: navigation, search

A Piteraq is a cold Katabatic wind which originates on the Greenlandic icecap and sweeps down to the east coast. Piteraqs are most common in the fall and winter. Wind speeds typically reach 50 to 80 m/s. On February 6th 1970 the community Tasiilaq was hit by very strong Piteraq causing severe damage. Since the beginning of the 1970 special Piteraq warnings are issued by the Danish Meteorological Institute.
[edit] See also

* Williwaw

[edit] References

* Greenlands weather and climate on greenlandholiday.com

Retrieved from "en.wikipedia.org/wiki/Piteraq"
Categories: Winds | Environment of Greenland


kv. Garðar Hrafn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2010 12:59 #2 by Gíslihf
Þeir eru fundnir sbr. nýja frétt sem sjá má hér:
sermitsiaq.ag/indland/article126515.ece

Fróðlegt væri að heyra nánari frásögn þeirra sem eru nú hér á leið til Þýskalands. Líklega hafa þeir oltið í skyndilegum stormi og ekki náð sér upp eða hreinlega misst bátana frá sér í rokinu. Við sem erum sæmilega öruggir í veltunni vitum að hún er erfið jafnvel í vindi á bilinu 5-10 m/s ef hann vinnur á móti þegar upp er komið.

Allt svona vekur vangaveltur um öryggismál, eitt sem mér dettur í hug og hef notað, er að húkka karabínu toglínunnar í dekklínu kayaksins þegar ástand er tvísýnt.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2010 08:39 #3 by totimatt
Sælir félagar, Morten Siegstad gefur skýringu á vindinum í innleggi á:

sermitsiaq.ag/indland/article126472.ece


Der er også en faldvind i sydgrønland som blæser fra øst, over fra østkysten stiger den og kommer over fjeldene og falder, derefter stiger den i temperatur mens den tiltager i styrke og på den måde giver kraftig vind. Den bliver kaldt for Nigeq.

Men Piteraq findes kun i Ammassalik da den bliver kraftigere af den "tragt formet" indlands is som sammen med faldvind som giver større styrke giver ekstra skub i vinden da den kommer gennem denne trakt. Den hedder så Piteraq.

Nør vi har stormstyrke eller orkan styrke har vi forskellige navne på dem, men vi kalder ikke alle storme i østgrønland for Piteraq.

Eins og sjá má er um afar sérstæðar aðstæður að ræða sem ekki virðast koma upp með sama hætti annars staðar í Grænlandi.

Af vefsíðum dönsku blaðanna má ráða að alls hafi 26 kajakræðarar verið á svæðinu þegar vindurinn gekk yfir. Seks töpuðu öllum búnaði og eru líklega komnir hingað til lands. Aðrir 6 virðast hafa lent í erfiðleikum án þess að tapa búnaði. Ekki er vitað um hvar 14 eru niðurkomnir, en þess er getið að það þurfi alls ekki að vera að þeir hafi lent í vindinum og gætu þeir verið í rólegheitum algjörlega óafvitandi um að þeirra sé leitað. ekki er neitt tilkynningakerfi í Grænlandi og svo virðist sem þeir ræðarar sem þarna um ræðir hafi ekki komið upp eigin tilkynningakerfi.

Bestu kveðjur, Þórólfur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2010 20:30 #4 by Gíslihf
Ég sé frétt um að 14 kayakræðara sé leitað eftir fárviðri við Scoresbysund - í norsku og dönsku blaði:
www.bt.dk/danmark/dansk-inspektionsskib-...-efter-14-kajakroere
www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article3764117.ece

Ekki er að sjá á lægðakerfinu sem Veðurstofan sýnir nú fyrir Atlantshaf að þarna hafi verið kröpp lægð. Reyndar langar mig oft eftir ferðir að geta skoðað veðrið aftur í tímann en veit ekki hvort það er hægt á vef Veðurstofu eða annars staðar.

Hins vegar þekkjum við frásagnir um "katabatic" vind, þegar kalt loft rennur niður fjallaskörð af jökli með miklum krafti og getur tætt upp tjöld og jafnvel hús.

E.t.v. veit einhver hverjir eru þarna með kayak ferðaþjónustu.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum