Aðstoð frá Kayakklúbbnum á næsta föstudag!

22 ágú 2010 17:09 #1 by birgirskula
Vill koma á miklu þakklæti frá SJÓR fyrir aðstoðina frá ykkur. Mikið var talað um hversu gott var að hafa "Þessa" kayakgæja með okkur á sundinu. Fáið þið mikið hrós frá okkur. En allir sem syntu aðra eða báðar leiðir þurftu að skrá sig og það skráðu sig um 150 manns, og allir syntu eitthvað.

Við eigum eftir að heyra í ykkur meira í framtíðinni, og ævintýrunum á bara eftir að fjölga hjá okkur.

Takk kærlega fyrir okkur í bili.

Birgir Skúlason f.h. Sjósunds og sjóbaðsfélags Reykjavíkur
www.sjosund.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2010 00:08 - 21 ágú 2010 00:08 #2 by Gíslihf
Ég mætti í hópinn með Lárusi, Gunnari Inga, Gumma Breiðdal og Palla formanni innan um líklega 50 manns á sundi út í Viðey og margir báðar leiðir.

Þetta var skemmtilegt verkefni og við aðstoðuðum nokkra sundmenn með því að leyfa þeim að hvíla sig örlítið við stefnið, eða hvetja þá, benda nokkrum sem voru á baksundi og tóku ranga stefnu góðfúslega á að þeir væru að villast og loks að kalla björgunarbáta til fyrir nokkra sem vildu hætta.

Það var eitthvað heillandi við að vera innan um þetta sundfólk og ég sé það enn fyrir mér. Vindur var talsverður úr norðri og aldan kom eins og frá vesturenda Viðeyjar. Á bakaleiðinni varð aldan ruglandi hopp á miðju sundinu, enda greinilega kominn útfallsstraumur móti öldunni og bar suma þar nokkuð af leið. Sumir voru hressir og voru að glettast saman, sumir hraðir aðrir seinir, en svo voru nokkrir að reyna sín ystu þolmörk og brá fyrir kvíða eða vonleysi á andlitinu og gekk illa að anda í réttum takti við ölduna.

Ég sé fyrir mér stóran hóp fólks sem var að sigrast á ögrandi og erfiðu verkefni og sigrast á sjálfu sér. það er ekki vonlaus sú þjóð sem á svona fólk og það má einnig segja um allan þann fjölda sem ætlar að hlaupa maraþon í fyrramálið.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2010 18:31 #3 by palli
Gaman að þessu. Stefni á að mæta í Geldinganes kl. 16.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2010 12:14 #4 by Gunni
Ég er laus í þetta. Mæti í Geldingarnesið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2010 10:01 #5 by GUMMIB
Sæl

Ég ætla að skella mér í þetta verkefni. Ég verð í Geldingarnesinu um kl. 16:00 á morgun föstudag.

Hitti Birgi og félaga kl. 17:00 þar sem sundið byrjar þ.e 30 mín fyrir ræs þannig að hægt sé að stilla saman strengi.

Hef spurnir af tveim sem eru að hugsa um mætingu.

Gaman ef fleiri myndu mæta, þetta verður held ég skemmtilegt verkefni.

Kv.
Guðmundur Breiðdal.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2010 20:45 #6 by birgirskula
Daginn allir Kayakræðarar landsins. Við í SJÓR (Sjósunds og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur) verðum með sjósund út í Viðey og til baka á næsta Föstudag kl. 17:30.
Okkur í stjórninni datt í hug að tala við ykkur um hjálp við þennan viðburð. Við vorum 150 manns í þessu sundi í fyrra og búumst við sama fjölda núna. Við höfum sex báta, en yrðum afar þakklátir ef nokkrir Kayakræðarar (sem flestir)sæu sér fært að aðstoða okkur við sundið.
Ykkar hlutverk væri að róa með sjósundsfólkinu og vera mjög nálægt þeim, og halda hópnum þéttum (Hópurinn má lengjast, ekki breykka) Ef einhver vandamál koma upp, réttir fólk upp hendina og bátar taka þá upp, en þið væruð alltaf næst þeim og hægt væri að halda sér í Kayakana þar til bátarnir koma. Leiðin er 900 metrar aðra leið og fólk ræður hvort það syndir aðra eiða báðar leiðir.
Nánari upplýsingar og fréttir eru á síðunni okkar sem er sjosund.is

Endilega komið með komment, ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband við:
Birgir Skúla í síma 820-6287

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum