Maraþon - ródeó - veður

01 sep 2010 23:03 #1 by Rúnar
Uss, ég var eiginlega búinn að gleyma því hversu gríðarlega hörð keppnin um Íslandsmeistartitilinn er. Úffa! Í flokki sjókayaka hefur keppnin snúist upp í sannkallað einvígi. Einvígi aldarinnar, svei mér þá. Ég hef ekki náð sambandi við Hilmar og veit ekki hvort það er hægt. Hann býr víst á Höfn í Hornafirði og þar sem búið er að leggja niður NMT-kerfið tók því ekki að reyna að hringja í farsímann hans. Ég geri því ráð fyrir að Hilmar mæti til leiks og þreyti kappi við Ólaf. Heill Íslandsmeistaratitill er í húfi. Til fróðleiks fylgir hér stigataflan:


Karlar Stig í Íslandsmeistarakeppni
Samtals RB Sprettur Flateyri
Hilmar Erlingsson 240 80 100 60
Ólafur B. Einarsson 200 100 100
Þorsteinn Sigurlaugsson 80 80
Halldór Sveinbjörnsson 80 80
Páll Reynisson 60 60
Ari Benediktsson 60 60
Gunnar Ingi Gunnarsson 60 60
Pétur Hilmarsson 50 50
Sigurjón Sigurjónsson 50 50
Örvar Dóri Rögnvaldsson 45 45
Þorbergur Kjartansson 45 45
Ingólfur Finnsson 45 45
Guðmundur J. Björgvinsson 40 40
Pjétur St. Arason 40 40
Rúnar Haraldson 40 40
Ágúst Ingi Sigurðsson 36 36
Gunnar Bjarni ...son 36 36

Konur
Samtals RB Sprettur
Heiða Jónsdóttir 100 100
Megan Kelly 100 100
Helga Melsteð 80 80
Rita Hvönn Traustadóttir 60 60
Erna Jónsdóttir 50 50
Guðbjörg Rós Guðjónsdóttir 45 45


Háspennan er enn meiri í straumnum og þar er bókstaflega allt opið, þ.e.a.s. í karlaflokki. Þórunn er fyrir löngu búin að landa Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki. Á hinn bóginn er augljóst að úrslit ráðast ekki hjá körlum fyrr en í Haustródeóinu. Þar er keppnin svo jöfn að neðsti maður eftir tvær keppnir gæti orðið Íslandsmeistari, reyndar að því gefnu að sem flestir keppinautar hans mæti ekki til leiks. Sigur í keppni gefur nefnilega 100 stig og nú er efsti maður "aðeins" með 106 stig.


Karlar Samtals Elliðaárródeó Tungufljót
Ragnar Karl Gústafsson 106 26 80
Haraldur Njálsson 105 45 60
Anup Gurung 100 100
Jón Heiðar Andrésson 100 100
Kristján Sveinsson 90 50 40
Erlendur Þór Magnússon 90 40 50
Guðmundur Vigfússon 80 80
Stefán Karl Sævarsson 74 29 45
Guðmundur Kjartansson 68 32 36
Viktor Þór Jörgensson 62 36 26
Reynir Óli Þorsteinsson 60 60
Aðalsteinn Möller 32 32
Jón Skírnir Ágústsson 32 32
Jóhann Geir Hjartarson 26 26
Garðar Sigurjónsson 26 26
Elvar Þrastarson 26 26
Andri Þór Arinbjörnsson 24 24
Kjartan Magnússon 22 22
Atli Einarsson 20 20
Eiríkur Leifsson 18 18

Konur
Ragna Þórunn Ragnarsdóttir 200 100 100

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2010 20:52 - 01 sep 2010 22:53 #2 by Rúnar
Já, við höldum öllu opnu og alls ekki má skilja skilaboðin þannig að búið sé að blása maraþonið af, öðru nær.

Til upplýsingar er fróðlegt að lesa umsögn í ársskýrslu klúbbsins frá 2006 um Hvammsvíkurmaraþonið árið 2006.

"Toppbaráttan í sjókayaknum í ár var óvenju jöfn og spennandi og endaði með því að tveir efstu menn stóðu jafnir að stigum, en maraþonið ræður úrslitum sem erfiðasta keppni tímabilsins, og hún stóð svo sannarlega undir því þetta árið því
aðstæður voru með erfiðasta móti og lentu menn í allskyns erfiðleikum og hrakningum í keppninni en allt fór þó vel að lokum með dyggri aðstoð björgunarsveitarfólksins af Kjalarnesinu. Alls voru 11 ræðarar skráðir til leiks og skiluðu 6 stykki sér í mark sem er óvenju lágt
hlutfall enda aðstæður slæmar eins og áður sagði: Sýndi vindhraðamælir á Kjalarnesi t.d. að verstu vindhviðurnar þennan dag voru yfir 20 metrar á sek."

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2010 19:46 #3 by Gíslihf
Þetta er áhugavert veður og alls ekki svo óhagstætt fyrir okkur sem kunnum vel við okkur á Explorer eða svipuðum bátum í ólgusjó.

Ég hef reyndar aldrei tekið þátt í þessari keppni og fer varla að gera það nú á gamalsaldri en ég sé fyrir mér að sumir félagar úr æfingahópnum mundu glansa í gegnum þetta! Svona brunandi lens inn fyrir Andríðsey er náttúrulega frábær skemmtun t.d. fyrir Aqanaut eða Nordkap og svo er það bara minnkandi hliðarvindur inn Hvalfjörðinn miðað við spána eins og hún er núna.

Reyndar má búast við hviðum úr fjallaskörðum sem gætu lagt bestu menn á hliðina, en þá er bara að "marvaða" sig upp aftur eða velta sér upp undan vindi ef hitt gengur ekki.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2010 10:00 - 01 sep 2010 22:52 #4 by Rúnar
Eins og glöggir kayakræðarar hafa sjálfsagt tekið eftir er veðurspáin fyrir laugardag ekki sérlega heppileg fyrir maraþonróður. Þó hefur spáin heldur skánað frá því í gær. Verra er að nú er spáð meiri vindi á sunnudag en eldri spár gerðu ráð fyrir. Við skulum samt ekki leggja árar í bát alveg strax og gefa maraþonið upp á bátinn. Veðurspáin hefur tekið töluverðum breytingum undanfarna daga og ekki er útilokað að hún verði okkur hagfelldari þegar nær líður.

Keppendur eru beðnir um að gera ráð fyrir þeim möguleika að tímasetningu maraþonsins verði breytt, t.d. þannig að ræst verði eftir hádegi á laugardag eða sunnudag. Við viljum helst komast hjá því að fresta maraþoninu um eina helgi því Reykjaneshittingurinn mun vera á dagskrá 10.-12. september.

Ródeóið verður haldið á áður auglýstum tíma.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum