Öryggismál á kayak

07 sep 2010 16:48 #1 by asbjorn
Sælt veri fólkið.
Ég hef verið að lesa þráðinn þar sem öryggismál á kayak er til umræðu vegna maraþonsins. Það er rétt að oft má bæta það sem vel er gert og sýnist mér að í flestum tilfellum hafi verið rétt brugðist við nema þá helst að senda blysið af stað áður en hringt var.

Í þessu tilviki þá virðist sem blysið hafi ekki sést af landi og líklegast hefur hvítfrissið og vindur haft eitthvað um það að segja.

Í Ellingsen er til reyksprengjur ( orange sem ætlaðar eru fyrir dagsbirtu og sjó ) sem hefðu í þessu tilviki hentað betur og loga að lágmarki í þrjár mínútur. Þessar sprengjur eru ekki fyrirferðamiklar og líklegar til árángurs.

Undirritaður vill endilega leyfa ykkur að prufa í næsta félagsróðri og hafið bara samband við mig í síma 820-1416 og við græjum það.

bestu kveðjur
Ási
820 1416

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum