Íslendingur í 2 sæti í frægustu keppni Danmerkur

13 sep 2010 15:07 #1 by Orsi
Þetta var nú safarík lesning. Vitnar um framfarir og uppgang kayakmennskunnar á einkar glæsilegan hátt. Áfram Fylkir og fleiri í hans sporum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 sep 2010 13:53 #2 by olafure
Fylkir Sævarsson sendi mér keppnissöguna, hún er hér í styttri útgáfu:
Sæll Ólafur,

TDG búið og allir skiluðu sér til Sönderborgar aftur.

Þrátt fyrir að allt færi á annan veg í vikunni fyrir keppnina mætti ég auðvitað á keppnisstað ásamt öllum hinum og eftir smá spjall við Freyju Hoffmeister á ráslínunni vorum við ræst. Strax í upphafi rérum við örugglega frá hópnum ég og Morten Skytte, Morten var á Fenn Surfski og ég vissi að það væri ómögulegt fyrir mig að eiga við hann svo það var samkvæmt plani að sjá á eftir honum auka forskot sitt. Eftir fyrstu 20km var heldur ekki neinn af hinum keppendunum að sjá fyrir aftan mig svo ég taldi mig vera í góðum málum og eins góðum og ég hafði stefnt á fyrir keppnina. Freyja eins og þú varst búin að koma inná réri miklu hægar en ég og var í raun bara að viðra bátinn sinn samkvæmt samningi við kostunnaraðila, en hún er kostuð stafnana á millli og varla að það sjáist í sjálfan bátinn fyrir auglýsingum. Hún var á bátnum sem hún notaði til að róa hringinn í kringum Ástralíu Epic 18 X, reyndar voru 2 aðrir svoleiðis bátar með í mínum flokk.

En til að kóróna hvernig vikan fyrir keppni hafði farið þá "datt" blaðið af árinni sem ég ætlaði að nota í keppninni af skaftinu, því miður tókst stillingin ekki vel sem hafði áhrif á áratökin þegar ég mætti í keppnina. Það gekk svona þokkalega en eftir 20km fann ég að þetta var ekki að fara vel í mig að vera allt í einu með allt aðrar gráður á blaðinu vinstra megin en það var það blað sem hafði "dottið" af. Eftir að fyrsti leggur var búin var ég farinn að finna til í vinstri öxl, eftir 5km af 2. legg var ég virkilega farinn að finna til svo ég skrúfaði niður fyrir hraðan og reyndi að halda mig innan sársaukamarka svo ég ekki væri að misbjóða öxlinni meir en nauðsynlegt væri. Þegar ég svo kom í mark eftir 47km var öxlinn langt frá því góð en ég í öruggu öðrusæti og það læknaði auðvitað helling. Um kvöldið var svo boðið uppá nudd fyrir þá sem voru nógu fljótir að verða sér útum tíma, því náði ég og var stuttu eftir kvöldmat kominn á bekkinn, nuddarinn vissi uppá hár hvað hann var að gera og tók virkilega vel á þessu, það lagaði helling.

Hann gat þó með engu móti skilið það að breyta árablaðastillingu kvöldið fyrir keppni, það gerði maður bara ekki nema að maður vildi vera öruggur með að lenda í svona vandræðum einsog ég var kominn í.

Daginn eftir var ég nokkuð illa sofinn en ekki eins slæmur í öxlinni, til að taka enga sjénsa ákvað ég að hanga bara á eftir þeim sem var í 3ja sæti til að hlífa öxlinni, allir voru ræstir á sama tíma og ég var á þessum tíma með um 20 mínútna forskot á hann svo í raun þurfti ég bara að dóla á hans hraða og þá var ég öruggur með 2. sætið hvort eð var. Engu að síður þykir mér agalega leiðinlegt að róa svona taktískt og á erfitt með að heimfæra svona taktík uppá raunverulega keppni. Það voru samt engin endamörk sjáanlegt varðandi það hvernig öxlin gæti farið á þessum rúmu 70km sem voru eftir af keppninni. SVo það var í raun ekki annar kostur í boði en að halda aftur af sér og vera "skynsamur" á meðan það skýrðist hvernig færi með öxlina. Eftir um 20km, þá vorum við staddir á síðasta stöðuvatninu sem er um 9 km langt Tangesø heitir það, fann ég að öxlin virtist ekki lengur angra mig. Akkúrat á þessum tímapunkti voru 3 2ja manna bátar hægt og rólega að sigla okkur uppi, ég sá að þeir voru ekki að róa "mikið" hraðar en við, við vorum á þessum tíma á ca. 10.2-10.5 km hraða. Ég setti því stefnuna á siglingalínuna þeirra og þegar að línur skárust skellti ég mér beint í mitt kjölsogið af þessum 3 bátum, við þetta rauk hraðinn uppí 11.7-12.5km ! ! ! Svo fann ég að öxlin var hætt að kvarta þannig að það var ekki annað í stöðunni en að halda sig í kjölsoginu sem lengst, það tókst næstu 5 km og þá var í raun stöðuvatnið búið og ég fyrir löngu búin að týna 3ja sætismanninum, hann réri ekki við þennan hraða, en þetta tók vel á en var í leiðinni virkilega gaman. Þeim fannst þetta nú ekki einsgaman 2ja mannabáts mönnunum og þótti þetta mjög óeðlilegt í það minnsta hafði það aldrei verið sjóbátur sem náði að hanga í þeim fyrr.

Eftir þetta stöðuvatn er síðan bara Gudenáin sem er róið í restina af leiðinni sem á þessum tíma eru tæpir 40km á næsta legg náði ég að halda virkilega góðum hraða og á síðasta leggnum réri ég líka mjög hratt. Það voru svo þónokkrir sem höfðu einmitt orð á því að þeim hefði þótt fullmikið fyrir því haft, á sínum hraðskreiðu kap bátum eða 2ja manna bátum að sigla uppi þenna sjókayak.

Eftir keppnina var síðan virkilega flott verðlauna afhending og það var góð tilfinning að taka við silfrinu, hámarks árangur miðað við bátakost, reynslu og mín plön fyrir keppnina var veruleiki og þá er ekki hægt annað en að vera glaður.


Veðrið var ekki tilað kvarta yfir hefði getað verið verra en á köflum líka betra, vindur var ekki til að hagnast á en heldur ekki til að skemma fyrir. Á hraðskreiðari bát Seabird 600 eða surfski á ég að ári við sambærilegar aðstæður og án meiðsla að geta róið undir 10 klst. Morten Skytte á Fenn surfskiinu var með 30 mín forskot á mig eftir fyrstu 47km (fyrri dag) á 2. degi náði hann ekki á rúmlega 70 að bæta það forskot um meir en 20 mínútur sem ég var mjög ánægður með og trúlega hefði hann ekki bætt forskotið um nema 10-15mín ef ég hefði getað róið á fullu afli frá byrjun á degi 2.

Það er hægt að velta þessu öllu fyrir sér fram og tilbaka með "ef nú" og "ef nú" en ég er sáttur og þetta hefur styrkt mig í þeirri trú að ég geti náð langt í þessu sporti, það er mikils virði.

Heildar úrslitin : www.tourdegudenaa.dk/resources/1/Filer%202010/22.pdf

Með kajakkveðju

Fylkir í Sönderborg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum