Lokahófið á föstudag

24 sep 2010 10:22 #1 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Lokahófið á föstudag
Hafi það ekki komið fram hér að ofan, þá verðum við í Nauthólsvík. Ekki er ósennilegt að blásið verði til sprettkeppni, ég á örugglega einhverja gamla bikara sem hægt er að afhenda sigurvegaranum ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2010 19:02 #2 by Hilmar E
Flott þá tek ég bátana með og árarnar.
Þetta verður kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja prófa keppnisbáta því þarna verða samankomnir á einum stað þær gerðir af bátum sem hafa verið í fremstu víglínu síðustu árin. Og svo mæli ég með því að menn skoði surfski kayakinn og máti vængárarnar. Ein af árunum var í eigu Svía sem vann sinn flokk á olimpiuleikunum í Beijing og var hún með þar. B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2010 12:58 #3 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Lokahófið á föstudag
Ég mæti til að prófa brimskíðið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2010 10:56 #4 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Lokahófið á föstudag
Stefni á að mæta kl. 17, verð með surfski ef einhver vill prófa. Verð jafnframt með Pax og get mætt með OceanX bátinn en báðir þessir bátar eru til sölu.
ÓBE

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2010 10:24 #5 by palli
Replied by palli on topic Re:Lokahófið á föstudag
Ég kæmi. Hef aldrei prófað að setjast í svona bát ...

Eins gott að fara að æfa mjaðmasveifluna :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 sep 2010 08:50 #6 by Hilmar E
Við Rúnar erum að velta fyrir okkur hvort menn hefðu áhuga á að mæta fyrr (17:00) og prófa Rapier eða Viper. Eins líka vængárar og fá smá leiðsögn hvernig á að not þær. Endilega láta vita og þá tek ég árarnar með mér og bátana.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2010 13:24 #7 by Rúnar
Staðfest er að lokahófið verður haldið á föstudag kl. 20. Skellið nú nokkrum myndum á Palla (palli@decode.is) til að láta rúlla undir í hófinu. Einnig má senda honum hugmyndir að lagalista. Þó er óþarfi að stinga upp á Paul Ashley því Palli er búinn að lofa að koma með allt safnið sitt, þrátt fyrir að hafa verið hvattur til að geyma það heima, svona einu sinni.

Skyldumæting er hjá ókrýndum Íslandsmeisturum. Einnig verða þeir að mæta sem lentu í 2.-3. sæti í sínum flokkum svo maður komi nú einhverjum peningum í lóg.

Verið er að vinna að því að fá landsþekkta kayakmenn til að segja ferða-/grobbsögur. Hárnákvæm dagskrá væntanleg fljótlega.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum