Keppnisreglum þarf að breyta

04 apr 2012 20:15 #1 by Icekayak
Að uppfyltum öryggisreglum, dett ég þá inní ferðabátaflokk á þessari græju, sem er með L/W uppá 10,2 ! ! !
Þetta er bátur sem heldur léttilega 11-12km hraða í þokkalegu veðri og ræður vel við "verri" aðstæður. Er hvorki ferðabátur eða sjókajak, uppfyllir hinsvegar L/W viðmiðun fyrir ferðabátaflokk.

www.kajakcentrum.dk/index.php?side=produ...egori=kajakker&id=98

Nú er hinsvegar nýtt tímabil í uppsiglingu og alltaf hægt að gera betur í reglusetningu, án þess þó að það eigi að vera aðalatriði keppnishaldsins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 apr 2012 22:31 #2 by Egill Þ
Keppnisnefnd hefur fjallað um keppnisreglur og ákveðið að gera sem minnstar breytingar á þeim, þó var ákveðið að bæta skilgreiningu á flokkun báta.

Í fyrra var keppt í tveimur flokkum sjókayaka:
  • Flokkur-1. Keppnisbátar og brimskíði (þ.m.t. Rapier, Ocean X, Nelo og brimskíði)
  • Flokkur-2. Ferðabátar (þ.m.t. Kirton Inuk).
Það getur verið umdeilt hvenær bátur fer yfir mörk þess að vera hraðskreiður ferðabátur eða keppnisbátur. Til að skerpa á flokkuninni var ákveðið að tengja hana við hlutfall lengdar sjólínu (L) á móti breidd sjólínu (W). Flokkunarkerfi Tom Cartmill byggir á þessu hlutfalli og lýsingu á því má finna á eftirfarandi netsíðum

soundrowers.org/DeterminingKayakClassifications.aspx
www.soundrowers.org/BoatClasses.aspx
www.blackburnchallenge.com/kayak_class.html

Í Tom Cartmill kerfinu eru þrír flokkar:
(a) Sjókayakar, með L/W < 9,25
(b) Hraðskreiðir sjókayakar, með 9,25 ≤ L/W < 11
(c) „High performance“ sjóför, með L/W ≥ 11

Með samanburði á okkar flokkum við kerfi Tom Cartmill má færa rök fyrir því að Flokkur-1 hjá okkur samsvari (c) og Flokkur-2 samsvari (a)+(b).
Keppnisnefnd hefur ákveðið að hafa hliðsjón af hlutfalli L/W við flokkun og miða við að bátar í Flokki-2 hafi hlutfall L/W < 11. Bátar með L/W ≥ 11 eru í Flokki-1.

Þessi skilgreining leiðir til sambærilegrar flokkunar og áður. Nokkur umræða hefur verið um Kirton-Inuk, samkvæmt þessari reglu mun hann enn falla undir Flokk-2 því hann hefur L/W=10,6. Vallay-Rapier 20 hefur L/W= 13,8 og verður því í Flokki-1 eins og áður.

Spurt hefur verið um hvort gerður er greinarmunur á opnum og lokuðum bátum. Keppnisnefnd sér ekki ástæðu til þess að flokka opna báta á annað hátt en lokaða þegar stuðst er við L/W hlutfallið og öryggismál eru í lagi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2012 16:05 - 20 mar 2012 16:06 #3 by Rúnar
Hvaða keppni átt þú við Örlygur?
Ég minni einnig á að reglurnar voru settar til reynslu um leið og ég fagna auðsýndum áhuga á þessu máli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2012 14:12 #4 by eymi
Mér finnst auðvitað að Valley Rapier ætti að vera í sama flokki og Inuk! Rapier er alveg jafn mikill ferðabátur og Inuk. B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2012 23:36 #5 by Orsi
Ég er hættur að botna í þessu..

Er ekki nýbúið að verða við þrálátum óskum um að breyta reglum og aðskilja þessa blessuðu ferðabáta frá keppnisbátum - með þeim rökum að ferðadollurnar áttu aldrei neina möguleika gegn keppnisbátunum? Flott mál. En hvað gerist svo í fyrstu keppninni með nýjum reglum? Nú auðvitað þurfti ferðabátur að vinna keppnisbátana.

Það þarf því að fara fram ítarleg umræða um keppnishald. Hjartanlega sammála því. :lol: :lol:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2012 16:07 - 19 mar 2012 16:08 #6 by Ingi
globalsurfski.com/2012/02/16/surfski-spr...12-with-dawid-mocke/


ef einhver hefur áhuga á alð keppa í surfski en hvað okkar reglur varðar þá
ég segi pass með reglurnar. keppi bara...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2012 13:22 #7 by Rúnar
Það er sjálfsagt að fram fari ítarleg umræða um reglur um báta í keppnum. Ekkert er meitlað í stein í þeim efnum. Það er í verkahring nýrrar keppnisnefndar að fjalla um málið en í henni eru m.a. Egill Þorsteins og Klara Bjartmarz. Ég er kominn í pásu frá keppnishaldi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2012 18:34 #8 by Icekayak
Eftir að hafa tekið þátt í keppnum í Danmörku og Þýskalandi, með þokkalegum árangri á mismunandi bátum og á móti mismunandi bátum. ER ég þess fullviss að eltingaleikur við sentímetra, gefur seint viðunandi viðmiðanir.
Einhversstaðar verða þó mörk og viðmiðanir að vera til staðar, eftir að hafa reynt eitt og annað hér í Danmörku, eru menn komnir að þeirri niðurstöðu að vænlegast sé að skipta upp í deildir,líkt og gert er í mörgum öðrum íþróttagreinum.
Eitt af markmiðunum er, að aflífa aldurs- og tegundaflokkaháð "afreksfólk" - þar sem fólk, sökum aldurs eða bátstegundar vinnur meistaratitla í fáliðuðum aldurs- eða tegundarflokkum, oftast sökum þess hversu fáir, eða engir mæta til keppni í viðkomandi flokkum.
Um næstu helgi 23. - 24. mars verða keppnismál yfirfarin á þessum forsendum á vegum danska kajaksambandsins. Það verður spennandi að fá að taka þátt í umræðum og atkvæðagreiðslum varðandi þetta efni, ekki síst í sambandi við það sem lítur að Ocean Racing - þar sem fléttast saman fjölmargir möguleikar á því að komast hratt yfir á mismunandi bátum í svo opnum flokki. Þar sem úrslit keppna eru oft ekki í samræmi við aldur keppenda, sentímetra breiddir/lengdir báta eða tegundir báta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2012 16:58 #9 by olafure
Það er virkileg þörf á því að endurskoða reglur um báta í keppnum. Til að einfalda hlutina ættu flokkar að vera tveir:
Flokkur keppnisbáta(50cm á breidd eða mjórri)
Flokkur ferðabáta(yfir 50 cm á breidd)

Þessir flokkar ættu að gilda án tillits hvort þeir eru opnir(surfski) eða hefðbundnir. Ég veit bara um einn bát sem væri erfitt að flokka en það er Nelo Viper, hann er 52 cm breiður en er líklega með hraðari bátum. Hann er hins vegar mjög krefjandi og hefur lítið í keppnisbáta að gera þegar alda er.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum