Stórstreymt

19 okt 2012 21:39 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Stórstreymt
Sumir fóru alla leið og enduðu á gúmmítuðru og líkar vel :) Sjóhæfni með ágætum

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 okt 2012 17:53 - 19 okt 2012 17:54 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Stórstreymt
Það er ágætt að fá hugmynd að nafni á kanóinn. Var Rósinant, hross Don Kíkótis hestur eða meri? Þá koma til álita nöfnin Rúsína, Rauður, Róseníus o.fl. en hann er reyndar grænn á litinn!

Ingi, ekki segja að það sé ekki hægt. Það væri þá gott að hafa lítið segl og vel frágengna flotbelgi.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 okt 2012 15:48 - 19 okt 2012 15:54 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Stórstreymt-vídeó
Og hvenær á svo að hringa Klakann ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 okt 2012 15:12 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Stórstreymt-vídeó
Góð mynd og söguleg. Þeir félagarnir Gísli H.F og Örlygur Steinn hafa marga fjöruna sopið ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 okt 2012 13:35 #5 by palli
Replied by palli on topic Re: Stórstreymt-vídeó
Hér er myndin frá Rúnari :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 okt 2012 11:12 - 19 okt 2012 11:15 #6 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re: Stórstreymt-vídeó
[attachment:2]kanómynd.JPG[/attachment]

Gísli og Örlygur á forsíðu Moggans í dag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 okt 2012 21:46 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Stórstreymt-vídeó
Það var vel þess virði að þræla sér í strauminn þarna strax eftir vinnu í dag. Ég afskrifaði að vísu eina ausu en það er bara partur af þessu. Merkilegt hvað hægt var að bjóða kanónum þarna í straumi sem var langt umfram róðrarhraða venjulegra húðkeipa úr plasti.
Straumurinn minkaði aðeins eftir því sem á leið en ég komst samt ekki í gegn en held að GP hafi haft það.
Við Orsi héldum heim í ljósaskiptunum.Hinir áttu bíl á plani. En þeir misstu af hressilegum heimróðri undir stjörnubjörtum himni í blálokin. Frábært.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 okt 2012 21:27 - 18 okt 2012 21:28 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Stórstreymt-vídeó
Þetta var skemmtilegt. Örsi, Guðni Páll, Ingi, Hörður og GHF á kæjökum.
Áhafnir á kanó: Örsi og GHF, Örsi og Guðni Páll. Segja má að við séum betri niðurímóti en uppímóti á kanó!

Hér eitt af nokkrum myndskeiðum sem Lilja tók:
picasaweb.google.com/gislihf/M201210?aut...#5800761117216736882

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 okt 2012 22:46 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Stórstreymt
Það líst mér vel á Don Orsi.
Það er aftur á móti spurning hve vel mér líst á þessa tilvísun til sögu Cervantesar. Sjáum hér eftirfarandi ummæli um bókina:
"Þessi bók er sögð hafa hinn fyrsta alvöru ,,sidekick“, þar að segja hann Sancho Panza sem þjónar geðbilaðum herra sínum Don Kíkóti. ... Í einu af frægari atriðum sögunnar berst hann við vindmyllur, því hann heldur að þær séu risar."
Sem sagt ég er geðbilaður - og straumurinn undir Gullinbrú er vindmylla en ekki stór straumur, miðað við samlíkinguna. Reyndar sagði einn gamall kunningi við mig þegar ég kom í land eftir hringróðurinn "þú er bilaður" en bætti svo við " - og ég öfunda þig af því!"
Ég fer beint í bryggjuhverfið fljótlega eftir hálf fimm og reyni að vera bæði með kanó og Romany.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 okt 2012 22:38 #10 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Re: Stórstreymt
Gæti verið að maður kíkji á ykkur félagar!

Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 okt 2012 22:15 #11 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Stórstreymt
Kíkóti fer ekki einsamall í þetta hoppirí. Löngum hef ég fylgt þér herra og svo mun einnig nú.
Þinn Sansjó. :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 okt 2012 18:54 #12 by Gíslihf
Stórstreymt was created by Gíslihf
Það er stórstreymt í dag mvd. 16.10.'12, flóðhæð 4,3 m eins og Eymi benti okkur á í gær í þriðjudagsróðri enda gátum við lent nánast við pallinn.
Á morgun fimmtudag 18. okt. er
flóð kl 07:50
fjara kl 14:08
flóð kl 20:13
Af því má ráða að mesti straumhraði út úr Grafarvogi verði kl 10:59 en mesti straumhraði inn kl 17:10.
Það er því upplagt að æfa undir Gullibrú kl. 17.
Ef einhver hefur áhuga reyni ég að komast einnig.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum