Reyðarvatn 6.júlí

08 júl 2013 19:45 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Reyðarvatn 6.júlí
Takk fyrir skemmtilegan róður
Nokkrar myndir á picasaweb.google.com/sjokayak/20130707ReyArvatn#

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2013 16:39 #2 by SPerla
Replied by SPerla on topic Re: Reyðarvatn 6.júlí
Gaman að fá átakaróður svona inn á milli, takk fyrir daginn. Hér koma myndir frá mér :)

picasaweb.google.com/perlath/ReyArvatn07...v1sRgCPSdjOu-wMKP-QE

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2013 09:49 #3 by Reynir Tómas Geirsson
Við vorum átta alls: Reynir, Perla, Gísli HF, Lilja, Sveinn Axel, Hildur, Rúnar Ólafs og Grímur Kjartans, sem lögðum upp við innri (suðvestur) enda vatnsins í nokkrum vindi í bakið. Þá var ágæt útsýn til fjalla, en á leiðinni út vatnið til norðurs bætti í sunnanvind. Við áðum í góðri laut við upptök Grímsár við fallegan foss og flúðir þar sem straumendur voru, en á meðan gaf í vindinn. Bakaleiðin einkenndist af baráttu við mikinn mótvind inn vatnið. Tvö okkar fóru í "róðrar- og göngudeild" klúbbsins sem myndaðist í Kolgrafarferðinni um daginn og við gengum hálfa leiðina tilbaka (vegur er inn með vatninu), hinir reru af stakri þrautseigju inn vatnið. Spáin hafði verið þokkaleg fram á laugardaginn, varð svo aðeins stífari en ekki svo slæm eins og reyndin varð. En engu að síður ágæt útivera þegar allt kom til alls.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2013 22:03 #4 by Reynir Tómas Geirsson
Gaman að fá ykkur með, við verðum þá sjö alls.

Kveðja,

Reynir TG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2013 21:39 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Reyðarvatn 6.júlí
Við Lilja mætum 9:30 í Geldinganesi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2013 21:33 #6 by Reynir Tómas Geirsson
Það lítur út fyrir þokkalegt veður. Við verðum fimm eins og nú stefnir í, þ.e.a.s. ég, Perla, Rúnar Ólafs og Sveinn Axel og Hildur sem koma úr Skorradal. Við úr höfuðborgarsvæðinu hittumst kl. 09.30 í Geldinganesi og höfum samflot. Reynir TG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2013 14:16 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Reyðarvatn 6.júlí
Takk fyrir að auglýsa bátinn sem ég keypti af þér - en hann er ekki til sölu eins og er :dry:
Riot báturinn getur þetta vel en ræðarinn ekki eins vel.
Annars væri auðvitað spennandi að sjá stutta plast-sjó-kayaka fara svona leið og svo mætti pikka þá upp við Borgarfjarðarbrúna :(
Ég er samt viss um að róðrarstjórinn yrði áhyggufullur ef einhverjir færu niður ósinn.
Við Lilja gengum eitt sinn þarna frá bænum Þverfelli, sunnan í Oki og niður að Húsafelli.

Þetta er svæði með heiða- og hálendisstemmingu - en erfitt að njóta nema í sæmilega stilltu veðri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2013 12:21 #8 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re: Reyðarvatn 6.júlí
Grímsáin er ein sú skemmtilegasta. Fossar og slæd og allur pakkinn.

Mana ykkur til ad taka med straumbát og prófa. Gísli Fridgeirs á rétta bátinn í djobbid :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2013 09:15 #9 by runarola
Replied by runarola on topic Re: Reyðarvatn 6.júlí
Sælir. Ég stefini á að mæta í þessa ferð. Ef einhver er með laust pláss fyrir mig og bátinn þá er það vel þegið.
kv Rúnar s.8206728

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 júl 2013 21:29 - 02 júl 2013 21:34 #10 by Reynir Tómas Geirsson
Eins og er lítur út fyrir talsverða úrkomu á svæðinu öllu við Faxaflóa og þar með á Reyðarvatni á laugardeginum og því verður sennilega betra að færa allt planið yfir á sunnudaginn, en með sama sniði. Spáð er hægum vindi. Reyðarvatn er um 8 ferkílómetrar að flatarmáli, 325 m yfir sjó ofan Lundareykjadals og Þverfells og gaman að róa um það og skoða fjallaumhverfið á góðum degi, með útsýni á Okið, Geitlandsjökul, Þórisjökul, Skjaldbreiður og Botnssúlur. Þetta er eitt af þessum fallegu íslensku fjallavötnum sem unun getur verið að fara um. Við munum fara stutta göngu með upptökum Grímsár sem fellur úr vatninu niður Lundareykjadal í fossum (hafið gönguskó með í för) og svo fara í áningu austan við vatnið þar sem heitir Fossá og Fossatjörn.

Við hittumst þá, allir þeir sem vilja koma, sunnudaginn 7. júlí við veitingaskálann á Þingvöllum kl. 10.30.-11.00, keyrum inn á Kjalveg, inn að Uxahryggjarvegi og vestur þann veg inn undir Þverfell. Áður en vegurinn fer niður í Lundareykjadal er stuttur afleggjari til hægri (norðurs) yfir lágan háls í Selvík við vatnið.

Róðurinn er auðveldur, alls um 8-10 km. Áætlum um 4 klst í ferðina. Ferðatími frá Reykjavík um Þingvelli er um 1 og hálf klst og tilbaka getur verið gaman að aka niður Lundareykjadal og fara Dragháls og Hvalfjörð tilbaka. Vegir eru ágætir, líka afleggjarinn við vatnið.

Látið vita þeir sem vilja koma hér á korkinum eða með því að hringja eða sms-a til mín. Ég hef pláss fyrir einn og bát í mínum bíl.

Reynir Tómas, s. 824 5444

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2013 10:13 #11 by Gunni
Reyðarvatn 6.júlí was created by Gunni
Reynir Tómas fer með okkur um Reyðarvatn næsta Laugardag. Hér megið þið tjá ykkur um mætingu og/eða fróðleik um svæðið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum