Félagaróður 12. okt. '13

13 okt 2013 11:16 #1 by Þorbergur


Hér er myndskeið frá róðrinum, tónlistin er frá Barry Adamson!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2013 15:37 #2 by runarola
Þetta var skemmtilegur róður og nauðsynlegur fyrir viðvaninga eins og mig. Það er mjög mikilvægt að láta reyna á getu sína til að takast á við aðstæður sem alltaf geta komið upp með littlum fyrirvara. Dagurinn í dag var einnmitt kjörinn til þess, í hópi félaga þar sem hjálpin er vís ef eitthvað fer úrskeiðis og menn hvattir til dáða með góðum ráðum.
Takk kærlega fyrir mig.
Kv. Rúnar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2013 14:15 - 12 okt 2013 14:25 #3 by Sævar H.
Veðurmælirinn á Geldinganesinu upplýsti kl. 11:00 og 12:00 að 12 m/sek austan vindur væri á þeim stað en færi upp í 17-18 m/sek i hviðum.
Ég held að strengurinn hafi verið stífari þar sem kayakfólkið var á Leiruvoginum eða nálægt 20 m/sek þegar mest var.
Í þessari hreinu austanátt og svona vindstrengjum er á þessum stað eitt albesta æfingasvæði sem völ er á hér á höfuðborgarsvæðinu-til að takast á við sviftivinda og krappa öldu.
Árum sama hefur undirritaður stundað róðara þarna við vind allt að 22 m/sek til að prófa langtímaþol við að streða á móti svona afli með breytilegum vindstyrk og að öðlast fimi með árina - að vera ekki að glenna hana mjög hátt til lofts og fá þannig mikil átakspúnkt til að velta yfir.
Svæðið er einkar öruggt til svona brúks.
Víðast er það grunnt að hægt er að botna, velti maður og hugsanlegt rek ef illa gengur að komast í bátinn aftur- er á land.
Þegar við "kaffiræðararnir" vorum þarna um tólfleitið voru ræðarar í skemmtilegu vindstrengjaati . Hiti í lofti var um 10-11¨C .
Það verður að viðurkennast að löngun til þáttöku brann á.
Þetta varð því mjög ánægjuleg heimsókn í aðstöðuna og fjöruna nú í morgun. :-)

Áhorfendur voru auk hástéttarræðaranna,Gísla H.F og Guðna Páls , tveir úr lægristétt ræðara þeir Sævar H og Bjarni (18.04) Bara gaman að því :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2013 13:28 #4 by Larus
Replied by Larus on topic Félagaróður 12. okt. '13
Það var ansi vindasamt við höfuðstöðvarnar i morgun austanstæður en nokkrir ræðarar voru tilbúnir að takast á við vindinn, hiti var i lofti og aðstæður hinar bestu fyrir æfingu i vindi og öldum. Ferðinni var heitið austurfyrir, gjarna kringum nesið en annars átti nu bara að sjá hvernig málin þróuðust.
Strax á fyrstu metrunum kom í ljós að vindurinn var stríðinn og hlífir engum, fólk átti i basli með að stjórna bátnum og fljótlega var fólk komið í sjóinn, björgunaraðgerðir voru í fullum gangi á tveim stöðum og restin af ræðurum komu sér í var við Geldinganesið, steinsnar frá veginum og bíðu rólegir. Á þessum tímapunkti var eínn ræðari búin að fá nógan skammt af sjó og fór uppí fjöru við gámana.
Restin ætlaði að puða aðeins meira á móti ut voginn og láta sig svo gossa í land það gekk ekki veltur settu strik i reikning og tveir ræðara hröktust upp í veginn úti Geldinganesið og tóku sér smá göngutúr með bátana, restin kom sér yfir voginn í höfuðstöðvarnar.
Nokkrir voru ekki alveg búnir að fá nóg og réru á móti langleiðina í golfvöllinn, sjálfsbjörgunaæfingar og veltur voru teknar á heimleiðinni.
Í austanátt er vogurinn austanmegin algjörlega frábært æfingarsvæði þar sem góð alda nær að byggjast upp en aðstæður öruggar.
Ræðarar voru Þóra, Klara, Þorbergur, Rúnar, Grettir, Ragnheiður, Eiríkur,Arndís frá Ísafirði, Mack hinn franski og lg, kaffiræðarar létu líka sjá sig gaman að því, hringfararnir Gísli og Guðni, Sævar og jafnvel fleiri ,,,,,
Frábær róður þó svo að við hefðum ekki farið langt.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2013 13:18 - 12 okt 2013 13:18 #5 by Gíslihf
Ég ætlaði að kíkja á félagana í 15 mín. og fara svo annað. Það var svo ekki hægt að slíta sig frá staðnum, þegar hópurinn komst á sjó innan við Eiðið í 13 - 18 m/s austanátt. Þetta voru 9 bátar, Lárus, Þóra, Klara og Þorbergur líklega vönust en nokkur sem ekki ráða enn við slíkar aðstæður. Það var því spennandi fyrir okkur Guðna Pál að vera á áhorfendabekknum og horfa á veltur og bjarganir og jafnvel taka móti einhverjum sem hröktust upp í grjótgarðinn við veginn út í Geldinganes.
Allir komu svo í land en flestir lögðu aftur á sjó skömmu síðar.
Kann ég þá sögu ekki lengri, en eftir að horfa eftir Örlygi fara með fjallahjól sitt á leið norður fyrir Botnssúlur og mæta sjálfur í opnunarboð Krossfit í Reykjavík, þar sem gat að líta heimsfræga konu snara sér undir þunga lóðastöng og fjölda lóðatrölla rífa upp stengur og henda lóðunum svo í gólfið með viðeigandi búkhljóðpum, hélt ég heim og settist inn í kaffisopa með Lilju minni inni í hlýrri stofu.
Það er alvöruspurning hvernig þetta endar, ég held ég verði að fara að taka mig á!

PS: Ég hlakka til að fá söguna alla af félagaróðri dagsins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum