Dagsferð á Mýrarnar, laugardaginn 28.júní

29 jún 2014 22:15 #1 by Þorsteinn
Já, svona eiga ferðir að vera: Góður andi og þægileg fararstjórn og skipulag. Hildur (og Svenni) fá fimm stjörnur af fimm. Og við bættist eitthvað sem verður að teljast heppni, myndarlegur hópur, ákjósanlegt veður með smátilbreytingu og ógleymanleg heiðursfylking í skarfanýlendu og hringflug 50 álfta með tilheyrandi söng.
Hér eru nokkrar myndir plus.google.com/photos/11344237855598657...thkey=CNuWpuL7-5-fLA
Takk fyrir mig
Þorsteinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2014 16:08 #2 by Páll R
Þetta var vel heppnuð dagsferð og gaman að skoða myndirnar. Ég er svo heppinn að myndavélin mín er biluð og gat því einbeitt mér að öðru en myndatökum.
Kveðja/Páll R

P.S. Einn fyrir Mark: tripp for the takk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2014 12:57 #3 by Marc

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2014 12:30 #4 by Helga
Frábær dagur í góðum félagsskap. Takk fyrir samveruna öll saman. Þetta var vel gert í alla staði fararstjóri og róðrastjóri, takk kærlega fyrir ykkar framlag.

Gummi var eitthvað að tala um kappana sem hefðu dregið bátinn hans ofar í fjöruna. Það vorum við Egill. Er ég þá kappi eða ætti kannski frekar að segja köpp? Mér varð hugsað til Reykjanespælingana hans Halldórs um að vera nagli eða nögl svo til að súmmera upp ferðina: Nöglin hún Hildur negldi þessa ferð með flottri fararstjórn og dyggri aðstoð veðurguðanna og róðrastjórans Svenna :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2014 10:37 #5 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2014 00:09 #6 by Jónas G.
Hæ, takk fyrir fínan róður í dag róðrarstjórar, allt eins og best verður á kosið, hérnar eru nokkrar sorteraðar myndir frá mér.
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2014 23:11 #7 by Gummi
Þetta var ljómandi vel heppnuð ferð og fararstjórn alveg til fyrirmyndar, einnig stóð róðarstjóri sig með afbrigðum vel. Hópurinn í heild var þó bestur og þá sérstaklega þeir sem dróu bátinn minn ofar í fjöruna þegar flætt hafði undir hann í Kóranesi og eiga þeir kappar heiður skilin.
Það eina sem skyggði á gleðina var að tímaplanið stóðst ekki, áætluð lending var 18:00 við Knarrarnes en klukkan var 18:11 þegar lagt var að landi. Við misstum því af.....engu.

Takk fyrir frábæran dag og félagsskap.
HÉR eru ósorteraðar myndir frá mér.

Kv. Gummi og Sólveig

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2014 22:48 - 28 jún 2014 22:50 #8 by Hildur
12 ræðarar mættu í róðurinn, Jónas, Helga, Páll, Marc, Þorsteinn, Þorbergur, Egill, Marta, Guðmundur, Sólveig, Sveinn Axel og Hildur. Gylfi bóndi í Miðhúsum tók vel á móti okkur og lóðsaði okkur niður í fjöruna, þar sem róðurinn hófst. Rérum við að Kóranesi þar sem tókum nestispásu og héldum síðan að Knarrarnesi og áðum í Niðurnesi sem tengt er Knarranesi á fjöru. Rérum síðan vestur fyrir Knarrarnes og að landi þar sem ferðin endaði. Þetta gerði tæplega 18 km. Veðrið lék við okkur og skartaði náttúran sínu fegursta á þessu fallega róðrarsvæði. Þakka ég félögum fyrir frábæran dag og róðrarstjóra (SAS) fyrir vel unnin störf.

Kveðja Hildur

Myndir úr róðrinum:
picasaweb.google.com/sjokayak/20140628MiHusKnarrarnes

Róðrarleiðin:
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2014 19:00 #9 by Egill Þ
Egill og Marta mæta.

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2014 08:15 #10 by Þorsteinn
Mæti.
Þorsteinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2014 18:00 #11 by Gummi
Það gæti endað á því að við hjónin mætum, en það er þó ekki alveg 100% öruggt.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2014 09:18 #12 by Páll R
Ég stefni á mætingu, enda ekki komist á flot í 6 vikur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2014 22:42 #13 by Marc
Hello everybody,
Like everytime, I wish to come, however I have need a lift for me and my kayak from Geldinganes
Takk
Marc

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2014 21:14 #14 by Jónas G.
Hæ, ég ætla að mæta.
Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2014 20:41 #15 by Helga

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum