Grótta - Fyrsta æfing - 7.3.(þrd.) kl.17.

17 feb 2017 19:16 - 05 mar 2017 17:02 #31 by Gíslihf
Mig vantar nokkra sem vilja koma í æfingar við Gróttu í mars í meiri öldu en við eigum að venjast hér inni í sundunum. Ég er ekki að tala um algera byrjendur, heldur einhverja sem eru komnir af stað og vilja verða öflugri. Svo er bara betra að fá einhverja vana kappa með - skemmtilegra og gengur betur.

Steve Banks BCU þjálfari í Lake District sem ég ætla til í apríl, gerði athugasemd við að ég hefði ekki verið að kenna nema í lítilli öldu, en ég þarf að hafa það um eða yfir 1 m haföldu, vindur þarf þó ekki að vera mikill. Við þær aðstæður er skemmtilegt að æfa við klettana utan við Gróttu og að renna sér á öldunum inn í sandfjöruna í Seltjörn. Steve skrifar mér að kennslan "should also focus on qualitative development of individuals' skill in increasingly challenging contexts." Þannig að markmiðið er að nemendur finni sig smám saman á heimavelli við þessar aðstæður.

Færnin sem verið er að þjálfa er eitthvað nálægt 3ja stjörnu BCU, en ég set engin skilyrði, það er þó ljóst að manni getur ekki liðið vel við þessar aðstæður nema reikna með því að hvolfa og lenda á sundi eða helst að geta velt sér upp. Þá er um að gera að nota sé sundlaugartímana.

Ég verð í Noregi næstu viku - en læt svo heyra frá mér aftur og fæ vonandi góð viðbrögð, þegar upp er staðið erum við hér að tala um ókeypis 3ja stjörnu þjálfun.

PS: Mér virðist þessi Steve vera góður í faginu, vefsíðan er hér: www.stevebanksoutdoors.co.uk/courses.php?section=5&subsection=1

Kveðja - Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum