Breiðafjörður 6.-8. ágúst

13 ágú 2010 22:38 - 14 ágú 2010 00:28 #1 by gsk
Hafðu þökk, Örlygur.

Skemmtilegt á að horfa og ekki skemmir undirspilið.

Enn og aftur, takk fyri ferðina.

Nokkrar myndir frá mér á picasaweb.google.com/GSKarlsson/BreiAfjorUr2010#

kv.
GSK

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2010 21:19 #2 by Össur I
Sæl öll
Hefur greinilega verið snilldar ferð hjá ykkur...
Liggur við að maður tárist þegar maður rennir í gengum myndirnar og finnur enga mynd af bláum Whisky 16, ferlegt að hafa ekki komist með :S

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2010 17:26 #3 by Orsi
Þar kemur myndbrot samkvæmt hefðinni eins og vera ber í Breiðafjarðarferð. Það má smella tvívegis á skjáinn til að sjá þetta ögn stærra.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2010 09:21 #4 by olafure
Magnaðar myndir, sannarlega öfundsverð ferð í góðum félagsskap.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2010 19:20 - 10 ágú 2010 19:23 #5 by Reynir Tómas Geirsson
Mjög góðar myndir frá ykkur öllum, ekki síst Sveini Axel. Tek undir með þér Sveinn um nauðsyn góðrar róðrarstjórnar með mönnum á undan, til hliðar og á eftir, sem allt tókst mjög vel og jók mjög á öryggið. Takk aftur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2010 00:18 #6 by hafthor
Sæl og blessuð

Gerða, Siggi og ég þökkum kærlega fyrir góðan félgasskap og góða leiðsögn frábærra ræðara. Þetta var yndisleg ferð, ekki síðri en í fyrra.
Bestu kveðjur
Hafþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2010 23:42 - 09 ágú 2010 23:44 #7 by gsk
Sælir félagar.

Vildi bara þakka ferðafélögum góðan félagskap þessa helgina.

Reyni Tómasi vill ég þakka sérstaklega fyrir sitt framlag bæði í skipulagningu fyrir ferð sem og í ferðinni sjálfir.

Þakkir,
Gisli Karls.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2010 21:18 #8 by SAS
Góð ferð eins og alltaf í Breiðafjörðinn og fararstjórnin frábær, takk Reynir Tómas.

Það kom vel í ljós í þessum róðri hvað, öryggisstefnan okkar virkar vel, og hve talstöðvarnar eru mikilvæg tæki, þegar stór hópur ræðara ferðast saman.
Til að róðrarstjórn virki vel, þarf góðan hóp af vönum ræðurum, sem halda utan um hópinn, en það voru þeir Gísli Karls, Örlygur, Sigurjón, Gunnar Ingi, Lárus,Veigar og Ásgeir.

Fleiri myndir er að finna á picasaweb.google.com/sjokayak/20100808Breidafjordur#

Takk fyrir okkur
kveðja
Sveinn Axel og Hildur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2010 20:54 - 10 ágú 2010 11:05 #9 by Sævar H.
Góð ferð hjá ykkur , Myndinar sýna það. Veðrið á föstudeginum hefur verið samkv. spánni 10-15 m/sek og rigning.
En eitthvað finnst mér skrýtið með að flóð hafi verið komið 2,7 klst fyrr í Kvennhólsvogi þann 8.ág en í Stykkishólmi. Þar var háflóð kl. um 17.40 en hjá ykkur í Kvennhólsvogi kl um 15.
Á Staðarfelli á Fellsströnd er flóð 2 klst á eftir flóði í Stykkishólmi. EASY TIDE er tilvitnun í Stykkishólm. Landhelgisgæslan og Veðurstofan nota þann flóðavef.
Hinsvegar skil ég vel að þegar háflóð er vestanmegin við Röstina sé ennþá straumur inn í Hvammsfjörðinn.
Sömuleiðis með fjöruna í Purkey og drulluna þar. Hefðuð sloppið við það fyrir kl. 20.30.
Það er gaman að velta þessu dálítið fyrir sér.
En til lukku með ferðina. Ég forfallaðist.

Ps. Var að skoða myndirnar hans SAS-flottar myndir.. Það vantar enn 2-2,4 metra sjávarhæð í háflóð (<3 klst) þegar komið er i Kvennhólvoginn - Þannig að ég er sáttur við flóðatöfluna frá EASY TIDE....og Hólminn og Kvennhólsvoginn.
Þetta hefur verið yfir 50 km róður hjá ykkur á um tveimur sólarhringum- gott afrek það.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2010 19:18 - 11 ágú 2010 20:10 #10 by Reynir Tómas Geirsson
Ágætu félagar, takk fyrir góð orð og það var gott að allt gekk vel. Einir sex félagar voru komnir kvöldið áður og reru umhverfis Innri-Langey daginn áður, sjá flottar myndir Gunnars hér að ofan. Við lögðum upp 28 saman rétt um kl. 18 skv. áætlun nálægt háflóði í Kvennhólsvogi, í rigningu sem entist okkur með hléum og smá stoppi (þar sem sennilega heitir Höfn yzt á Dagverðarnesi), komumst svo í Purkey eftir um 2 klst róður. Þar var að fjara út og við urðum að vaða upp ál með svipuðum hætti og í Hrappsey fyrir 6 árum, slarka gegnum slatta af drullu og komum upp að ruslahaug Purkeyinga. Í rigningu og blautu kafagrasi var aðkoman ekki mjög aðlaðandi, en þreyttur hópurinn lét sig hafa það og tjaldaði, sumir á þúfum (færðu sig næsta dag), en aðrir sváfu vel með mjúkt kafagras undir rass. Rigning sem næstum var með slagveðurssniði hélst næstum til næsta morguns, en þá vaknaði fólkið almennt hresst og sólin var að byrja að skína. Sumir höfðu þurrkað plöggin í gömlu fjárhúsi og staðurinn var fallegur þegar góða veðrið var komið. Svo var haldið út Bæjarvoginn á ný að Klakkey, austur með henni og í Hrapppsey, þar sem Hafþór sýndi okkur anorthosít stein sem mun djúpberg af 20-30 km dýpi og finnst aðeins þarna og á tunglinu! Þar var pása í sólskini, logni og hita og allir fóru saman yfir röstina inn að Hagaey, þar sem við hittum Rifgirðingarbónda sem vildi forvitnast um ferðalanga. Eftir smá stím við hann urðu allir stimamjúkir og honum var bent á hættuna samfara því að vera án björgunarvestis í bát. Svo var siglt inn straumana að Tvíhyrningsleið, og örn flaug upp rétt hjá hópnum, síðan var lent norðaustast á Hagaey. Þar var góð pása þar sem hægt var að sitja hátt og horfa yfir eyjarnar og straumana, sérstaklega Tvíhyrninginn sem er með klettum sem brýtur á í miðju og þungum dyn og Breiðasundið skoðað ofan af háeyjunni, ásamt Kjóey og Norðurey. Við töldum okkur leggja af stað nálægt liggjandanum en þarna munar um einni og hálfri klst á Stykkishólmi og við rerum í allnokkrum straumi og iðuköstum niður í röstina og svo út hana. Einum ferðalanga hvoldi en náðist strax inn aftur og æfing, góð aðstoð og góður búnaður sagði til sín. Þetta var gaman í góðum hópnum og mikil reynsla og talsverð áreynsla líka. Hrúteyjarröstin frá s.l. sumri var léttvæg hjá þessu. Svo var haldið inn í Hrappsvog á Purkey og í kvöldgrillið og kvöldvöku með hefðbundnu atriði sögulegs fróðleiks frá undirrituðum. Sólarlagið var flott, matur og drykkur með besta móti og félagsskapurinn gat tæpast verið betri.
Næsta morgun var veðrið ekki síðra þegar árla dags var haldið út Bæjarvoginn aftur og nú komust menn siglandi eða rétt svo yfir álana út í rúmsjó. Farið var inn í Eiríksvog á Klakkeyjum og svo upp að Arney og inn með henni að austan að Fremri-Langey þar sem Gísli undanfari fann frábæran stað móti sólu fyrir langt hádegishlé. Svo var haldið heim í Kvennhólsvog (örn nr. 2 (eða 4) á leiðinni) og komið þangað um kl. 3 e.h., nálægt háflóði (2+ klst eftir Stykkishólm svo menn viti það næst). Allir í góðum gír. Sumir enduðu í Sælingsdalslaug. Sveinn Axel var róðrarstjóri og undirritaður fararstjóri. Alls voru farnir um 48 km. Öllum er þökkuð frábær samfylgd. :) :) :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2010 15:51 #11 by Gunni
Snildarhelgi að baki. Tek undir með Örlygi, Reynir er meistari.
Takk fyrir mig.

Picasa Web Album

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2010 11:50 #12 by MaggiDan
Við Magnús og Linda runnum á rassinn með fara í þessa ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2010 09:03 #13 by Siggisig
Ég fékk grænt ljós á olnbogann í morgun og kem þvi með. Frúin verður hinsvegar ekki með þannig að ég hef pláss fyrir bát og farþega.
Kv. Sigurjón (sími 8921397)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2010 21:51 #14 by Steini
Stefnir þarna í góðan hóp, góða ferð félagar.
B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2010 21:18 - 04 ágú 2010 23:49 #15 by Sævar H.
Gott að lesa þetta hjá Reyni Tómas ,farastjóra.
Það eru margir möguleikar í ferðinni.

það eru tæplega 1000 búnir að heimsækja þessa síðu og róðurinn ekki hafinn ennþá.Hvað verður að róðri loknum ???

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum