Breiðafjörður 6.-8. ágúst

04 ágú 2010 20:43 #16 by Reynir Tómas Geirsson
Sæl öll, takk fyrir ofanskráð Óli. Ég vil svo minna alla sem ætla að koma (um 30 nú) að skoða öryggismálin (undir liðnum "Klúbburinn" og svo "Öryggismál"): þetta er ferð merkt með tveim árum í dagskránni sem er skilgreint sem "Lengri dagsferðir eða dagsferðir um svæði utan alfaraleiðar. Einnig ferðir sem taka fleiri en einn dag ef dagleiðir eru stuttar. Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun og geti róið a.m.k. 20 km á einum degi."
Svo menn verða að vera í einhverri þjálfun og með allan útbúnað í lagi.
Við ætlum samt í ferðinni að hafa ákveðinn sveigjanleika, þannig að ef einhverjir vilja síður fara yfir röstina í Kjóeyjar (það á að fara nálægt liggjanda hvort eð er þegar sem minnst ólga er í röstinni en fara samt má með straumi), þá verða þeir norðan rastar áfram með fararstjóra/róðrarstjóra og halda sig á lygnara svæði og nær gistieyjunni Purkey. Þeir sem fara yfir röstina hvílast í Kjóey og geta horft á straumana þar fram undir næsta liggjanda þegar farið verður tilbaka og þeir sem vilja spreyta sig á að róa í straumi gera það. Sem sagt eitthvað fyrir alla er stefnan. En lágmarksgeta og þjálfun þarf að vera til staðar.
Kveðja, Reynir Tómas.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2010 08:40 - 04 ágú 2010 09:04 #17 by Óli Egils
Sæl öll,
Ég hef pláss fyrir farþega ef einhverjum vantar far.
kv,
Óli Egils
861 7707 :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2010 20:56 - 03 ágú 2010 22:24 #18 by Reynir Tómas Geirsson
Komið mögulegt far fyrir Jóhönnu. Magnús, það þarf ekki að vera meðlimur í klúbbnum til að koma með, en gott ef þú gengur í hann (hægt hér á vefnum), verið velkomin bæði og ég geri ráð fyrir að þið séuð vön, og auðvitað gaman að þið komið Sigurjón, svo bætast við þeir Veigar or Ásgeir Páll. Alls eru þá 28-29 tilkynntir.Ég minni menn á öryggisreglurnar á vefsíðu klúbbsins og á það sem sagt er hér á undan um það sem þarf að hafa með sér. Munið að á laugardeginum er gert ráð fyrir úthaldi allan daginn og þá taka menn með sér nesti í tvö stopp þann daginn. Svo er gjarnan grillað og setið saman á laugardagskvöldinu. Einnig þarf nestisbita fyrir sunnudaginn (eitt stopp). Farið verður sérstaklega yfir atriði er varða fuglalíf áður en lagt er upp.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2010 12:42 #19 by Jóhanna Björk
FAR OG BÁTUR

Sæl aftur kayakarar.

Eg endurtek beiðni mína um far í Breiðafjörð næstu helgi (sjá efst í umræðunni).
vonandi get ég flotið með einhverjum.

Kveðja úr Skaftafelli

Jóhanna

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2010 10:02 #20 by Siggisig
Sæl öll

Ég er að keppast við að fá olnbogann í lag og stefni á að koma í Breiðafjörðinn, minnugur þess hvað ferðin í fyrra var frábær. Er líka að herða upp hugann í frúnni og það er mögulegt hún komi með.

Gef honum Magga Dan hér að ofan meðmæli. Þekki þau hjón frábærir ferðafélagar með mikla reynslu.

kv. Sigurjón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2010 09:47 #21 by MaggiDan
Sæll!
Getum við, ég og mín spúsa, komist í þessa ferð.
Við höfum áður farið í ferðir með klúbbnum en erum ekki meðlimir í klúbbnum (ég sæki hér með um inngöngu).

Kveðja Magnús Dan Bárðarson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2010 23:11 - 02 ágú 2010 23:17 #22 by Reynir Tómas Geirsson
Alls erum við 23 nú tilkynnt í róðurinn. Kynnið ykkur það sem Sævar hefur skráð hér að ofan um sjávarföllin. Áformað að leggja af stað ekki seinna en kl. 18 úr Kvennhólsvogi og því þarf að mæta þangað kl. 17.00, þ.e.a.s. úr Rvk milli 13 og 14. Þeir sem ætla að koma bát(um) með á kerruna sem væntanlega verður með í för þurfa að koma þeim til mín í Safamýri 91 ekki seinna en um kl. 13 á föstudag. Veðurspáin lofar góðu.....:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2010 12:43 #23 by Þóra
Ég og Klara mætum

Hlökkum mikið til

Kveðja Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2010 21:47 - 02 ágú 2010 13:36 #24 by Sævar H.
Hér meðfylgjandi er kort af því svæði sem við róum um. Leiðir sem Reynir Tómas ,fararstjóri í ferðinni áætlar að farnar verði eru merktar með rauðu. Bláa strikalínur er síðan hugsanlegar leiðir.

Ferðakortið
picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5499822511064986066

Smellið á bláa strimilinn

Sjókort af Röstinni
picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5499831363090184066

Flóð og fjara

Við strendur hafsins hækkar og lækkar í sjónum með ákveðnu millibili. Þetta eru nefnd sjávarföll eða flóð og fjara. Ástæða þessa eru flóðkraftar sem orsakast af aðdráttarkrafti tungls og sólar. 12 klukkustundir og 25 mínútur að meðaltali eru milli tveggja flóða, þar er þannig tvisvar flóð og tvisvar fjara á 24 klukkutímum og 50 mínútum. Þegar tungl, jörð og sól liggja á sömu línu verður flóð hæst og nefnist það stórstreymi. Hér verður einnig stórstraumsfjara en þá fjarar mest út, en þegar tungl, jörð og sól mynda rétt horn verða minnstu flóðin og er það nefnt smástreymi. Hér verður einnig smástraumsfjara en þá fjarar minnst út.
Flóð færist því um 50 mín að meðaltali/sólarhring. Og sama á við fjöru.

Flóðatafla frá Easy Tide fyrir Stykkishólm
Leiðrétt þann 2.ágúst 2010

picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5500743941973868338

Fyrir miðja næstu viku verður komin tafla allt til 9.ágúst 2010
En miðað við tilfærslu +50 mín/24 klst. þá er auðvelt að áætla flóð og fjöru þarna á okkar tíma.
Eins og sést á töflunni er að þróast yfir í stórstreymt. Hæðarmunur milli háflóðs og háfjöru 6.ágúst 2010 eru 2,1 meter. en 8.ágúst verður hæðarmunur 3,4 metrar. Það verða því auknir straumar.

Sjávarföll 6.-8. ágúst 2010 undan Fellsströnd vestan Rastarinnar:

Kvennhólsvogur 6.ágút 2010 :
Flóð um kl 16.10 og útfall byrjar. Fjara kl. 22.35 Þá hefur verið bætt við um +15 mín miðað við Stykkishólmstímann.

Purkey 7.ágúst 2010 :
Fjara kl. 10.50 og byrjar að falla að. Flóð kl 17.05 og byrjar að falla út.

Purkey 8.ágúst 2010 :
Flóð kl ca 05.35 og byrjar að falla út. Fjara kl. 11.45 og byrjar að falla að
Flóð kl 17.55

Það er því ljóst að við getum róið að bryggju við Kvennhólsvoginn undan Hnúk þegar okkur hentar alveg frá svona 15.00 og fram til kl.20.00
Við höfum því meðbyr frá Purkey inn Kvennhólsvoginn .

Lagt upp frá Hnúki við Kvennhólsvog :P
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2010 18:43 - 30 júl 2010 20:57 #25 by Reynir Tómas Geirsson
Ég bið Sævar um að setja inn kort og upplýsingablað um flóð og fjöru. Hann hefur merkt inn leiðirnar sem við förum í stórum dráttum á mjög gagnlegan hátt. Við höldum okkur við áætlunina eins og ég hef lýst henni hér á undan. Menn ættu að leggja upp rétt eftir hádegi á föstudag frá Reykjavík til að vera komnir tímanlega vestur. Sennilega gæti innst í Kvennhólsvognum munað hvað varðar flóðog fjöru allt að 30-40 mínútum í plús (þ.e. seinkun) miðað við Stykkishólm og sama gildir um svæðið við Kjóeyjar og austanvert við Purkey. Það hjálpar sennilega að hafa smástreymt með alla aðkomu, en hinsvegar verður röstin etv. ekki eins stríð. Endanlega sjáum við þetta um leið og það gerist!

Þetta verður gaman og spáin fyrir föstudagsmorgun á svæðinu sem rétt nær inn á Belgingi núna, er góð.

Athugið að þetta er blaðsíða 2 á þessum þræði.......

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2010 23:26 - 30 júl 2010 00:37 #26 by Sævar H.
Já. það styttist í Breiðafjarðarferðina í eyjarnar sunnan Fellsstrandar. Umferð um allt þetta róðrarsvæði byggist á sjávarföllum og nokkuð nákvæmum tímasetningum . Það þarf því að undirbúa ferðina með tilliti til þess. Reynir Tómas hefur skipulagt ferðaplanið . Nú er verið að flétta saman stöðu sjávarfalla hér og þar og tímasetja -einkum varðandi strauma. Þar ber hæst sjálf Röstin. En við erum heppin með að það verður smástreymt og hæðarmunur sjávar milli flóðs og fjöru verður aðeins um 1,5-1,7 metrar. En mesti munur þarna er þegar stórstreymt er eða 4-4,5 metrar. Væntanlega liggur ferðaplanið fyrir kortlagt og sjávarfalla tímasett-fyrir helgina og þá komið á korkinn

Úr kayakklúbbferð 2005 , Í Galtarey sunnan Rastarinnar

Þarna er að byrja að falla að.Í væntanlegri ferð verður fjaran mun minni á háfjörunni vegna smástreymis
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2010 22:17 #27 by Reynir Tómas Geirsson
....sem gerir 21 með Lárusi, Gunna og Sigrúnu, = góður hópur. Sævar er að fara yfir strauma og leiðina með mér og væntanlega kemur lokaáætlun, eins og unnt er að hafa hana, á morgun. Það verður sveigjanleiki í áætluninni. Menn þurfa allan velþekktan útbúnað svo sem fæst skorti fyrir tvö kvöld og tvo daga úti í náttúrunni, grill á laugardagskvöldið með tilheyrandi, nokkra brennikubba þarf með (ekki þurfa allir að koma með slíkt, bara þarf nokkra)og menn geta auðvitað grillað saman einhverjir, það þarf drykkjarvatn, því vatn er ekki sérlega gott í eyjunum og getur verið af skornum skammti nú, kíkir er góður vegna fuglanna og líklegt að við sjáum erni (farið verður yfir reglur um hvernig róa skal nærri þeim)og svo framvegis. Þar sem við leggjum upp heitir Kvennhólsvogur yst á Fellsströndinni beint fyrir neðan bæinn Hnúka, við gamla Kaupfélagshúsið þar. Auðvitað er mögulegt fyrir einhverja að koma á laugardeginum í Purkey eða hitta okkur þar eða við strauminn. GSM símasamband er a.m.k. víða á svæðinu því við erum nálægt Stykkishólmi.
Purkey hét Svíney til forna og þar bjó landnámskonan Æsa Kjallaksdóttir. Á 19. öld bjó þar Ólafur nokkur Sveinsson sem trúði á og skrifaði mikið um álfa, sem m.a bjuggu í eynni að því er hann taldi. Við gætum kannski sannreynt það! Þarna var búið a.m.k. hluta úr ári fram til 1982.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2010 14:26 #28 by Gunni
Mæti og líklega Sigrún líka.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2010 11:13 - 29 júl 2010 11:14 #29 by Larus
best að ég taki 19. sætið :--) lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2010 22:17 #30 by Reynir Tómas Geirsson
Erum nú 18: Reynir, Steinunn, Steingrímur, Janet, Ólafur, Sævar, Sveinn Axel, Hildur, Gísli, Hafþór, þorgerður, Sigurður, Jóhanna Björk, Þórólfur, Jóna, Finnbogi, Stefán Már, Þorsteinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum