Breiðafjarðarferð klúbbsins.

29 júl 2014 21:18 #31 by Kolla
Ég kem í ferðina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2014 19:51 - 29 júl 2014 19:51 #32 by gsk
Mæti, 6607068

Gísli K

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2014 16:16 #33 by SAS
Við Hildur mætum. Gsm 6607002

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2014 12:48 #34 by Larus
Akureyjar norðan Skarðstrandar og nálægar eyjar.
Hópurinn hittist á tjaldsvæðnu við Staðarhólskirkju i Saurbæjarhreppi að kvöldi fimmtudags 8 ágúst.
Tekin er vinstri beygja við Skriðuland, bensinstöð og sjoppu uþb 30 km frá Búðardal, skömmu áður en komið er að Gilsfjarðar brú, Staðarhólskirkja sést greinilega frá beygjunni.
Tjaldstæðið er staðsett bak við kirkjuna þar verður tjaldað og gist eina nótt, ekki er greitt fyrir tjaldstæðið, þar eru salerni og sturtur.

Á morgni föstudags kl. 10.00 verður ekið að Ytri Fagradal þar sem við ökum niður i fjöru, vel fært er fyrir jeppa niður að sjó, minni bilar komast langleiðina en létt verk er að bera bátana siðasta spölinn og munum við hjálpast að við burðinn.

Á leið til Akureyja verður komið við i eyjum sem á leið okkar verða en við munum tjalda til tveggja nátta, laugardagur verður nýttur til skoðunar á ma Hrúteyjum og etv öðrum eyjum nær Reykhólum ef hópurinn er stemmdur fyrir lengri róðri.
Á sunnudag verða vestari Akureyjar skoðaðar áður en þverað verður til lands og róið að bílum,
reikna má með að koma í bilana seinnipart dags.

Í Akureyjum er góð aðstaða til að tjalda á slegnu túni þar sem koma má 20-25 tjöldum ef þétt er tjaldað, verði hópurinn er stærri þurfa einhverjir að láta sér nægja óslegið og væntanlega þýfið tjaldstæði.

Algjört skilyrði er að hver þáttakandi taki allt sitt sorp til baka sjálfur og að ekki liggi neitt eftir.
Allt vatn skal hver þáttakandi taka meðferðis heimanfrá, reikna skal með 2-3 lítrum á hvern mann á sólarhring, ekki er hægt að nálgast vatn i eyjunum.

Kayak skal vera sjókayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum að framan og aftan og traustum dekklínum allan hringinn,
sjá má mjög hjálplegan texta um útbúnað í kayakferð á síðu klúbbsins sem hafa má til hliðsjónar athugið að ekki er gerð krafa um að allir hafi allann þann búnað meðferðis.

www.kayakklubburinn.is/index.php/frodhle...enu-39/155-bur-ayakr

Ferð þessi er opin til þáttöku þeim félögum i Kayakklúbbnum sem standast kröfur klúbbsins um getu, sjá texta hér að neðan.

Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langar vegalengdir eru milli landtökustaða.
Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á dag.

Í þessari ferð eru um 5 km frá fjöru i næstu eyjar.

Skráning i ferðina skal gerast hér á korkinum i þessum þræði, gefa skal upp nöfn þáttakenda og simanúmer.

Róðrar og fararstjórar eru undirritaðir
sem gjarna gefa upplýsingar i simum eða tölvupósti.


Guðni Páll
gudnipallv(hjá)gmail.com
664-1264

Lárus
larusgudm(hjá)gmail.com
822-4340

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum