Keppnisdagskrá 2010

 

Íslandsmeistaramótið í kayakróðri – mótaskrá 2010

Keppt er um Íslandsmeistaratitla á sjókayak og á straumkayak, í kvenna- og karlaflokki. Bestur árangur á þremur kayakmótum gildir til lokastigagjafar um Íslandsmeistaratitla. Keppt er í karla- og kvennaflokki.


Straumkayak 2010

30. apríl (fös.)

Elliðaárródeó

Mæting klukkan 13 og keppni hefst klukkan 13:30. Keppt við holuna í Elliðaám sem er á bak við Toppstöðina (stóra, brúna húsið) og fyrir neðan Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal.  Keppt verður í holufimi og almennum fíflagangi sem hægt er að stunda í holu í straumi. Í ródeóinu er alltaf fín stemning. Byrjendur eru velkomnir enda er auðvelt að gæta að öryggi þeirra á þessum heimavelli Kayakklúbbsins.

3. júlí (lau.)

Tungufljótskappróður

Nett keppni og kayakgleði í Tungufljóti sem er class III+ á, þar sem allir straumvatnsræðarar eru hvattir til að mæta til að sýna snilli sína og útgeislun. Þeir sem mættu í fyrra eru enn að tala um hversu dagurinn var yndislegur. Nánar auglýst síðar.


4. september (lau.)

Haustródeó

Síðasta straumkeppni sumarsins. Staðsetning er ákveðin með tiltölulega skömmum fyrirvara með tillits til aðstæðna hverju sinni. Nánar auglýst síðar. Hér ráðast úrslitin í Íslandsmeistarakeppninni. Hart er barist og engin miskunn sýnd.

 


Sjókayak 2010


1. maí (lau.)

Reykjavíkurbikarinn

Ræst klukkan 10:00. Keppt er í tveimur vegalengdum, 10 km og 3 km. Róið er réttsælis umhverfis Geldinganesið og síðan u.þ.b. 3 km hringur, annað hvort út fyrir hólmann í Blikastaðakrónni eða bauju (fer eftir sjávarhæð) og til baka og er sá leggur um leið styttri brautin í keppninni. Keppnin er hluti af Vorhátíð Kayakklúbbsins en þá stendur m.a. til að kayakmenn leyfi gestum og gangandi að setjast í bátana og prófa. Ýmsar uppákomur eru fyrirhugaðar. Reykjavíkurbikarinn er elsta kayakkeppni landsins. Sumarið byrjar ekki hjá sjókayakmönnum nema þeir kíki á Reykjavíkurbikarinn.


23. maí (sun.)

Sprettkeppni og veltukeppni á Norðfirði

Haldin í tengslum við Egil Rauða á Norðfirði og kayakklúbbinn Kaj. Stuttur og snarpur sprettur sem gaman er að horfa á. Enn skemmtilegra er að taka þátt. Veltukeppnin er ekki síðri skemmtun, sérstaklega fyrir áhorfendur.


19. júní (lau.)

Bessastaðabikar FELLUR NIÐUR

Róið er frá Hliðsnesi, fyrir Álftanes og inn í Lambhúsatjörn. Róðraleiðin er um 12 km. Forseti Íslands afhendir bikarinn, ef hann er á landinu. Annars varaforsetinn. Haldin í samvinnu við kayakklúbbinn Sviða á Álftanesi. Nánar auglýst síðar.


10. júlí (lau.)

10 km keppni á Suðureyri

Sæludagar á Suðureyri eru haldnir sömu helgi. Þegar keppendur róa af stað og koma í mark eru þeir hvattir áfram af 500 öskrandi áhorfendum. Strax í kjölfar 10 km keppninnar er keppt um Jarlsbikarinn sem er sprettróður milli Suðureyrar og Norðureyrar í Súgandafirði. Jarlsbikarinn er til minningar um Þorleif Guðnason sem bjó á Norðureyri á árunum 1918 -1971 og reri næstum daglega árabáti sínum þarna á milli. Haldin í samvinnu við Sæfara á Ísafirði. Nánar auglýst síðar.


4. september (lau.)

Hvammsvíkurmaraþon

Róið er frá Geldinganesi að Hvammsvík í Hvalfirði. Sannarlega erfið keppni enda réttnefnt maraþon, um 42 km. Ræst klukkan 10. Boðið verður upp á liðakeppni. Þrír eru í hverju liði og róa þeir einn legg hver. Konur og karlar geta skipað sama liðið.