Klúbburinn stendur ekki fyrir keppnum árið 2024.
Keppnisdagskrá 2019
Þann 27. Apríl nk verður blásið til hinnar árlegu róðrarkeppni og skemmtunar sem er ein elsta keppni klúbbsins Reykjavíkurbikarinn.
Allir sem hafa verið að róa eitthvað í vetur eiga erindi í þessa keppni, sem er haldin á svæði klúbbsins og lagt af stað frá Eiðinu og endamark á sama stað hinumegin við aðstöðu Klúbbsins. Þar verður verðlaunaafhending og boðið uppá veitingar.
Þeir sem eru að stíga sín fyrstu spor í sjókayakróðri keppa annaðhvort í 3 km eða ef þeir vilja í 10 km og fara þá 15 mínútum á undan gömlu sjóhundunum.
Leiðin er sú sama og oft áður eða hringur um Geldinganes með Fjósaklett/Gufunesbryggju slaufu og að Leirvogi áður en beygt er í áttina að aðstöðu Klúbbsins.
Við óskum líka eftir vönum ræðurum til að vera keppendum til halds og traust ef upp koma óvænt tilvik.
Seinni keppnin verður Hálfmaraþon þann 21. september. Leiðin verður frá Nauthólsvík og að Geldinganesi . 21 km með skyldustoppi við Gróttu.
Verðlaunaafhending og veitingar að lokinni keppni.
Allir keppendur fá þátttakendaverðlaun.
Það væri líka fínt að reyndir ræðarar sem ekki vilja keppa verði til taks í kringum Gróttu og fylgi síðasta keppanda til öryggis. Eins verður björgunarsveit á hraðskreiðum bátum til taks.
Reynt verður að koma með nýjungar á tímabilinu en það er ennþá of snemmt að kynna það.
Keppnisnefnd.
Ágúst Ingi, Helga, Þorbergur, Heiður, María Rún