Útbúin hefur verið metnaðarfull dagskrá, fullt af spennandi ferðum og róið á ný mið. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Hver ferð verður auglýst tímanlega fyrir brottför á Korkinum þar sem koma fram nánari upplýsingar um fyrirkomulag.

Skýringar á erfiðleikastigi ferða er að finna hér.

20. apríl Álftanes-Hfj.

Erfiðleikastig: 1 ár
Umsjón: Örlygur Sigurjónsson
Mæting 10:00 við Búðaflöt Álftanesi og teknir 10-12 km.

28. maí Akranes

Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón: Natalía Bender
Nánari upplýsingar þegar nær dregur

4. júní Hörpuróður

Erfiðleikastig: 1 ár
Umsjón: Stjórnin
Hörpuróður á sjómannadaginn. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

18. júní Hafnir-Hvalsnes

Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón: Perla Thorsteinson
Sjósett kl. 12 frá Höfnum og róið norður að Stafnesi þar sem samnefndur viti stendur, byggður 1925. Stafnes er merkilegur staður en þar var fjölmennasta verstöð Suðurnesja fyrr á öldum. Saga Stafness er mörkuð þeim fjölmörgu skipssköðum sem orðið hafa við Stafnessker. Þar fórst árið 1928 togarinn Jón Sigurðsson og varð slysið, ásamt öðrum, kveikja að stofnun Slysavarnafélags Íslands. Við róum síðan áfram norður að Hvalsnes, sem er frægur fyrir samnefnda kirkju er þar stendur. Kirkjan á marga góða gripi, m.a. er þar geymdur legsteinn Steinunnar, dóttur Hallgríms Péturssonar sálmaskálds. Hann var prestur á Hvalsnesi 1644 til 1651 og er sagður hafa höggvið steininn sjálfur. Við skoðum steininn, kirkjuna og umhverfið, fáum okkur hressingu og róum úthvíld, södd og sæl sömu leið til baka. Áætluð heimkoma í Hafnir um kl. 16.

30. júní – 2. Júlí Breiðafjörður

Erfiðleikastig: 3 árar
Umsjón: Lárus Guðmundsson
Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

15. júlí Þingvallavatn

Erfiðleikastig: 1 - 2 árar
Umsjón: Jenný Valberg og Susanne Möckel
Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Helgarferð. TBA Kálfshamarsvík eða Norðurfjörður

Erfiðleikastig: 2 - 3 árar
Umsjón: Susanne Möckel og Perla Thorsteinson
Nákvæm dagsetning kemur fljótlega.

19. ágúst Jökulsárlón

Erfiðleikastig: 1 ár
Umsjón: Jenný Valberg
Róður á menningarnótt. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

2. eða 3. sept. Kjalarnes

Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón: Jenný Valberg og Susanne Möckel
Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

9. október Friðarsúluróður

Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón: Stjórnin
Árlegur viðburður í dagskrá klúbbsins. Róið út í Viðey og fylgst með þegar friðarsúlan er tendruð.

18. október Næturróður III

Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón Örlygur Sigurjónsson
Róið um sundin blá frá Geldinganesi. Nánar síðar

25. október Næturróður IV

Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón Örlygur Sigurjónsson
Róið um sundin blá frá Geldinganesi. Nánar síðar.

28. október Næturróður V / tjald

Erfiðleikastig: 3 árar
Umsjón Örlygur Sigurjónsson
Róið frá Geldinganesi út í nærliggjandi eyju og tjaldað þar. Nánar síðar.