1. júní Hörpuróður
Erfiðleikastig: 1 ár
Umsjón: Stjórnin

Hörpuróður á sjómannadaginn. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.


21.-22. júní Sólstöðuvatnastuð (tjaldferð)
Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón: Sveinn Elmar

Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

 

28.-29. júní Flatey (tjaldferð)
Erfiðleikastig: 3 árar
Umsjón: Örlygur Sigurjónsson

Laugard. 28.6:
Þetta er 5-6 tíma dagur á sjó. Tökum Breiðafjarðarferjuna BALDUR kl. 9 frá Stykkishólmi. Lendum á Brjánslæk kl.13 og hlöðum báta. Þeir sem eiga litla kayakvagna skulu taka þá með til hagræðis á bryggjunni í Brjánslæk. Það er hægt að skilja þá eftir við verksmiðjuhúsið í góðu leyni þar til við komum daginn eftir. Sjósett kl.14 og róið suður í Hergilsey (13 km leggur). Síðan haldið suður í Flatey (9 km). Lendum í Grýluvogi í Flatey og tjöldum á gamla góða tjaldsvæðinu. Heitt og kalt vatn og fín klósett.
Sunnud. 29.6:
Sjósett kl.10 og róið norður í Skjaldmeyjareyjar, áð þar og síðan áfram norður í Brjánslæk. Ferjan tekin kl.18 heim í Stykkishólm.
Heildarvegalengd 45-50 km, ein nótt í tjaldi og krefjandi róður á köflum. Panta þarf tímanlega í Baldur og hafa allan viðlegubúnað meðferðis. Allt er þetta með fyrirvara um veður og almennar aðstæður.

 

5. júlí Mýrarnar (Straumfjörður – Hjörsey)
Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón: Perla Thorsteinson

Straumfjörður á Mýrum, róið út í Hjörsey. Hjörsey er vel gróin og þar var löngum búið þar sem helstu hlunnindi eyjarinnar voru rekaviður og fiskveiðar. Við Hjörsey hafa nokkur skip farist og þeirra þekktast er franska rannsóknarskipið Pourquoi pas, sem fórst þar í fárviðri á leiðinni norður í Íshaf hinn 16.september 1936.

 

20. júlí Reykjanes
Erfiðleikastig: 3 árar
Umsjón: Susanne

Langtímaveðurspá lítur vel út og því er stefnt á að fara Sandvík – Reykjanestá.
Mæting í Sandvík kl. 11 og sjósetning um 11:30.
Þegar keyrður er Nesvegur frá Keflavík er beygt til hægri strax eftir skiltið sem merkir "Brúna milli heimsálfa" , https://maps.app.goo.gl/HQZtzdt9kVERbC578
Áætluð lengd róðurs frá Sandvík að Reykjanestá og til baka er 16-18 km.
Athugið að fjörulending er einungis möguleg í mjög rólegum aðstæðum á þessum slóðum. Þó að langtímaspá lofi góðu hvað það varðar þarf fólk því að vera viðbúið að næra sig á sjó ef aðstæður bjóða ekki upp á lendingu. Uppfærslur um veður og sjólag fylgja þegar nær dregur.

Hvet ykkur til að mæta í róður um þetta skemmtilega svæði! 

 

8. - 10. ágúst Breiðafjörður (tjaldferð)
Erfiðleikastig: 3 árar
Umsjón: Lárus Guðmundsson

Ferðin hefst i höfninni á Klauf vestan við Reykhóla í Austur Barðastrandasýslu, vegur 607 Reykhólasveitarvegur frá afleggjara til Reykhóla. Frá Reykjavík er ca 235 km, ca 3 timar á löglegum hraða án stopps.
Mæting þar föstudag 8 ágúst kl.13.00 í Klauf.  https://maps.app.goo.gl/94FRR5p91ABEkW7H8
Á föstudag róum yfir til Skáleyja sem er um 12 km róður og tjöldum þar til tveggja nátta.
Að morgni laugardags skoðum við svæðið sunnan eyjanna, förum kl. 10.0 í Sviðnur og tökum land þar og róum heimáleið í Hvallátur og svo til Skáleyja aftur, gæti verið ca 20 km dagur.
Á sunnudag kl 11.00 höldum við til baka í Klauf.
Alls reiknum við með 35-40 km km róðri í ferðinni.

Allt vatn skal hver og einn taka meðferðis heiman frá, reikna skal með 2-3 lítrum á hvern mann á sólarhring.
Algjört skilyrði er að hver þáttakandi taki allt sitt sorp til baka sjálfur og að ekki liggi neitt eftir.

Kayak skal vera sjókayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum að framan og aftan og traustum dekklínum allan hringinn.
Ferð þessi er opin til þátttöku þeim félögum i Kayakklúbbnum sem standast kröfur klúbbsins um getu til að takast á við 3 þriggja ára ferð samkvæmt skilgreiningum klúbbsins, sjá hér að neðan.

Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langar vegalengdir eru milli landtöku staða.
Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir
að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á
dag.


Skráning i ferðina skal gerast á korkinum fb.
Gefa skal upp nöfn þátttakenda og símanúmer.

Fararstjóri er Lárus 822 4340, ath. að þátttaka er háð samþykki farastjóra.

 

24. ágúst Maraþonferð frá Geldinganesi að Hvammsvík
Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón: Perla Thorsteinson

Rykið dustað af Hvammsvíkurmaraþoninu sem var á árum áður einn af hápunktum Kayakklúbbsins þar sem menn öttu kappi hver við annan. – Nú ætlum við að gera úr þessu skemmtilega dagsferð þar sem sjósett verður frá aðstöðu okkar að Geldinganesi og róið að Hvammsvík í Hvalfirði og aldrei að vita nema við skellum okkur í böðin að róðri loknum. Í boði er að byrja róður eða hætt róðri við Kjalarnes eða Hvalfjarðareyri.
Heildarvegalengd tæpir 42 km svo búast má við öllum deginum.

 

6. september Óvissuferð
Erfiðleikastig: 1-2 árar
Umsjón: Natalía Bender

Óvissuferð í boði Natalíu, þar sem hún töfrar fram hlátur og eintóma ánægju eins og henni einni er lagið.


9. október Friðarsúluróður
Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón: Stjórnin

Árlegur viðburður í dagskrá klúbbsins. Róið út í Viðey og fylgst með þegar friðarsúlan er tendruð. Það er alltaf gaman.


28. október Næturróður I
Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón Örlygur Sigurjónsson

Róið um sundin blá frá Geldinganesi. Nánar síðar.


4. nóvember Næturróður II
Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón Örlygur Sigurjónsson

Róið um sundin blá frá Geldinganesi. Nánar síðar.