Kayakkúbburinn fer reglulega í ferðir bæði á sumrin og á veturna.  Þessar ferðir eru auglýstar í dagskrá klúbbsins og eru opin öllum félögum (og velunnurum) klúbbsins.
 Áður en farið er í ferð er gott fyrir byrjendur að hafa samband við tengilið ferðarinnar og athuga hvort feriðn henti þeim.  Kayakklúbburinn á einhvern búnað og nokkra báta til útláns í klúbbferðum.  Það er sjálfsagt að fá þennan búnað lánaðan, en fólk þarf að hugsa vel um dótið og skila því aftur.
 Þeir sem taka þátt í dagskrá klúbbsins gera það á eigin ábyrgð.  En yfirleitt er hægt að treysta á ferðafélaga til að hjálpa til ef einhver lendir í vanda.