Ferðadagskrá 2020

25. mars Næturróður I

Mæting 20:30 í Geldingarnesi og teknir 10 km.
Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón: Örlygur Sigurjónsson

27.-28. mars Næturróður II / Tjald

Mæting kl. 22. Munið viðlegubúnað, því róið er í Engey eða nágrannaeyju og tjaldað til einnar nætur.
Erfiðleikastig: 3 árar
Umsjón: Örlygur Sigurjónsson

21.Apríl – Kynningarkvöld ferðanefndar (GG Sport)

Mæting kl. 20:00 í húsnæði GG Sport. Kynning á ferðaáætlun sumarsins. Þá mun Fylkir Sævarsson koma og segja okkur frá kayakferli sínum og róðrinum með Freyu Hoffmeister. Hægt að versla á góðum afsláttarkjörum hjá GG Sport.

9. maí – Leirvogur- Akranes

Nánari lýsing kemur síðar.
Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón: Sveinn Muller og Unnur Eir

30. maí – Dagsferð á Reykjanesið

Nánari lýsing kemur síðar.
Erfiðleikastig: 3 árar
Umsjón: Andri

7. júni Hörpuróður – Ferðanefnd

Hinn árlegi Hörpuróður verður á Sjómannadaginn. Róið er frá Skarfakletti eða Geldingarnesi með viðkomu í Skarfakletti, með ströndinni inn í Reykjavíkurhöfn. Kaffistopp áður en haldið er til baka.
Erfiðleikastig: 1 ár
Umsjón: Ferðanefnd

20. júní Róður frá Straumfirði á Mýrum

Erfiðleikastig: 3 ára ferð.

Ath.  breytt dagsetning, hefur verið flutt frá 13. júní til 20. júní. Kl. 08:00 leggjum við á stað úr bænum og keyrum í Straumfjörð á Mýrum, er ca. 1,5 klst. akstur. Háflóð er rétt fyrir kl. 13:00 og það verður stórstreymt.  Á þessu svæði þarf að taka tillit til flóðs og fjöru, þar sem víða þornar upp á fjöru.

Róðrarleiðin:
Róum frá Straumsfirði kl. 10:00, vestur fyrir Lambeyjar, Niðurnes, Innes og norður fyrir Effersey, þar sem við snúum við.  Möguleiki er á að lengja róðurinn og fara norður fyrir Geldingaey, ef stemming er fyrir því, lenging um 3,5 km.  Á bakaleiðinni höldum við okkur nær landi og þræðum okkur milli skerja.  Verðum komin til baka I Straumfjörð síðdegis.  Gera má ráð fyrir að þetta verði rúmlega 20 km róður og verðum komin aftur í Straumfjörð milli 16:00-17:00.

Við höfum fengið leyfi landeigendum fyrir þessari róðrarferð.  En þar sem þetta er á varptíma, þá þarf að takmarka fjölda ræðara við hámark 12 og við komum til með að velja kaffi og nestisstopp þar sem við truflum sem minnst æðarfuglinn.

Í Straumsfirði hafa tún ekki verið slegin, og það hefur krían nýtt sér og verpir víða í slægjuna.  Því verðum við að aka rólega eftir merktum slóðum í Straumsfirði  og komum til með að sjósetja við höfnina þeirra, ekki í fjörunni sem við höfum oft notað s.l. ár.

Nánari upplýsingar: Sveinn Axel: gsm 6607002, póstur: sveinnaxel@gmail.com

Varaleið:
Ef veðurspá verður óhagstæð, þá verður vonandi hægt að taka róður á Reykjanesinu, t.d.  Sandvík að Reykjanesvirkjun eða Reykjanesvita og til baka aftur.

 

3-4 júlí – Breiðafjarðarferð Kayakklúbbsins – LG/GP

Nánari lýsing kemur þegar nær dregur.
Erfiðleikastig: 3 árar
Umsjón: Guðni Páll og Lárus Guðmundsson

29.Ágúst – Þingvallavatn

Nánari lýsing kemur síðar.
Erfiðleikastig: 1 ár
Umsjón: Perla