Velkomnir nýir meðlimir í Kayakklúbbinn.

Hér fyrir neðan eru ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir nýja félaga.

Komdu að róa!

Kayakklúbburinn stendur fyrir félagsróðrum á laugardögum og býður þig velkominn í hópinn í vetur. Öll fimmtudagskvöld frá og með maí er róið frá Geldinganesi og mæting er kl. 18.30. Í september hefst svo vetrarvertíðin, og er þá róið á laugardagsmorgnum  kl. 09.30. Um alla félagsróðra, sumar sem vetur, gildir að hver ferð tekur 2-3 klst. með vænu kaffihléi. Vanalega eru á milli 10-20 ræðarar í hverjum róðri og nær undantekningalaust er fært á sjó.

Ekki halda að félagsróðrarnir séu lokaðir fyrir útvalinn hóp þrautþjálfaðra ræðara. Þvert á móti eru þetta róðrar sem eru sérstaklega fyrir nýja sem reyndari klúbbfélaga. Svo lengi sem þú hefur aðgang að bát og búnaði en vantar róðrarreynslu og félagsskap - þá er þetta hárrétti vettvangurinn.

 

Tengiliðir nýliða:

Tengiliðir nýliða eru gamalreyndir klúbbfélagar sem eru fúsir að taka á móti nýliðum og hjálpa þeim fyrstu skrefin, s.s. í félagsróðrum ásamt því að kynna þá fyrir öðrum klúbbfélögum og fleira. Ekki er þó hægt að gera þá kröfu á tengiliðina að þeir séu einkakennarar eða einkabjörgunarsveit nýliða.

Nú býðst Kayakklúbburinn til að hjálpa þér af stað. Þú færð þinn eigin aðstoðarmann sem þú getur hringt í fyrir fyrsta félagsróðurinn þinn. Hann tekur á móti þér við Geldinganesið og verður þinn maður túrinn á enda. Það verður ekki vikið frá þér, þér verða kennd gagnleg atriði í kayakmennskunni og hinir félagarnir kynntir fyrir þér. Nú er um að gera að hafa samband og koma í félagsróður. Við viljum endilega hafa þig með.

Hér fyrir neðan eru nöfn þeirra sem hafa boðið sig fram í þessa þjónustu

Tengiliðirnir (uppfært vorið 2018) eru:

 • Egill Þorsteins - egill.thorsteins<hjá>efla.is - gsm 665-6067
 • Eymundur Ingimundarson - eymi<hjá>islandia.is - gsm 820-9310
 • Gísli Karlsson - gislikayak<hjá>gmail.com - gsm 660-7068
 • Gunnar Ingi Gunnarsson - markeipur<hjá>gmail.com - gsm 899-3055
 • Hörður Kristinsson - hkrist<hjá>simnet.is - gsm 861-9204
 • Ingi Sigurðsson - ingisig<hjá>gmail.com - gsm 821-2467
 • Klara Bjartmarz - klara<hjá>ksi.is - 899 - 2627
 • Lárus Guðmundsson - larusgudm<hjá>gmail.com - gsm 822-4340
 • Magnús Sigurjónsson - msigsmidur<hjá>gmail.com - gsm 897-3386
 • Páll Gestsson - pall.gestsson<hjá>gmail.com - gsm 664-1807
 • Sveinn Axel Sveinsson -  sveinnaxel<hjá>gmail.com -  gsm 660-7002
 • Þóra Atladóttir - thoraatl<hjá>hotmail.com - gsm 659-0099
 • Össur Imsland - oimsland<hjá>gmail.com - gsm 866-1866

 

Aðstaða Kayakklúbbsins

Kayakklúbburinn hefur aðstöðu til að geyma báta á tveimur stöðum í bænum.  Hægt er að geyma sjókayaka í gámabyggðinni okkar á eiðinu við Geldinganes og í geymsluhúsi okkar við ylströndina í Nauthólsvík.  Umsjónarmenn geymsluplássa eru:

Geldinganes: Össur Imsland, geldinganes<hjá>gmail.com - gsm 866-1866

Nauthólsvík: Páll Gestsson, pall.gestsson<hjá>gmail.com - gsm 664-1807

Geymsluplássið er því miður takmarkað þannig að alltaf getur sú staða komið upp að ekki sé pláss fyrir fleiri báta í hverri geymslu.

Minnt er á að Kayakklúbburinn ábyrgist ekki báta geymslu og tryggir ekki báta félagsmanna. Við hvetjum félagsmenn sem eiga báta í geymslu að huga að tryggingum þeirra hjá sínu tryggingafélagi.

Æfingar, ferðir og lánsbúnaður

Kayakklúbburinn stendur fyrir reglulegum kayakæfingum og ferðum.   Allir atburðir á vegum klúbbsins eru auglýstir í dagskrá.

Sundlaugaræfingar

Sundlaugaræfingar klúbbsins eru haldnar á veturna og fara þær fram í innilaug Laugardalslaugarinnar, á sunnudögum milli klukkan 16:00 og 18:00.  Frítt er fyrir félaga klúbbsins, ef þeir taka fram í afgreiðslu sundlaugarinnar að þeir séu að fara á kayakæfingu.  Á sundlaugaræfingum fer vanalega ekki fram nein skipulögð dagskrá, æfingarnar eru hugsaðar til þess að félagar geti hist, æft róðartækni, félagabjarganir og veltur eða bara leikið sér og spjallað.  

Hægt er að fá lánaða báta, árar og svuntur á sundlaugaræfingunum.  Einnig getur fólk mætt með sinn eigin búnað. Skilyrði er að þeir bátar og sá búnaður sem fer í laugina sé hreinn, og kayakar lausir við sand.  Ef fólk vill koma með sína eigin báta, þá er gengið inn með kayakana í enda innilaugarinnar, þ.e. innganginn sem er næst Laugum.

Ferðir á vegum klúbbsins

Kayakklúbburinn fer reglulega í ferðir bæði á sumrin og á veturna.  Þessar ferðir eru auglýstar í dagskrá klúbbsins og eru öllum félögum (og velunnurum) klúbbsins opnar, en félagsmenn hafa forgang ef nauðsyn er fjöldatakmörkunum.  Áður en farið er í ferð er gott fyrir byrjendur að hafa samband við fararstjóra ferðarinnar og athuga hvort ferðin henti þeim.  Alllar ferðir eru flokkaðar eftir erfiðleikastigi, sjá nánar í umfjöllun um Erfiðleikastig klúbbferða undir Öryggismál.  Ekki er heimilt að nota búnað klúbbsins í ferðum, þ.a.s. einungis er heimilt að nota búnað klúbbsins í róðra frá Geldinganesi

Þeir sem taka þátt í dagskrá klúbbsins gera það á eigin ábyrgð. 

Umgengni

Almenningur hefur rétt á að ferðast um óbyggðir Íslands hvernig sem ferðamátinn er og hver tilgangurinn með ferðinni er. Engin tegund ferðamennsku er öðrum æðri og enginn hefur rétt til yfirgangs. Við þurfum fyrst og fremst að vera kurteis og tillitsöm við hvort annað og virða þarfir hvors annars. Við virðum náttúruna og spillum henni á engan hátt.

Þetta er tekið úr uppkasti að umgengnisreglum SAMÚT.  Kaflinn er mjög almennur og höfðar því til okkar allra.  Við þennan kafla má bæta að ef að kayakfólk róir fram á stangveiðimenn er æskilegt að reyna að komast framhjá þeim án þess að valda mikilli truflun.  Ef að til orðaskaks kemur er gott að muna að við eigum umferðarrétt á vatninu þó svo að þeir eigi veiðirétt eða jafnvel land að ánni/vatninu.

 

Félagsgjöld:

Félagsgjöld fyrir einstaklinga er kr. 4.500.
Fjölskyldugjald er kr. 6.000.

 

Geymslugjöld:

Aðstöðu- og geymslugjald í Nauthólsvík og Geldinganesi er kr. 10.000 fyrir sjókayaka en 13.500 fyrir Sit on top báta.
Þeir sem ekki hafa fengið gíróseðil geta greitt beint í banka. Reikningur félagsins er Íslandsbanki 0515-26-397777, kennitala 410493-2099

Reikningar eru gefnir út á vorin.