Aðalfundur 2024
Aðalfundur Kayaksklúbbsins verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar kl.18:00
Fundarstaður er salur ÍSÍ að Engjavegi 6, Reykjavík.
Dagskrá aðalfundar:
1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
3. Skýrslur nefnda lagðar fram.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
5. Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
7. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.
8. Önnur málefni sem borist hafa til stjórnar lögð fram og borin undir atkvæði.
9. Kosning formanns og fjögurra meðstjórnenda sem skipta með sér verkum í samræmi við 9. grein.
10. Kosning skoðunarmanns ársreiknings.
11. Ákvörðun félagsgjalda.
12. Önnur mál.
13. Fundargerð.
14. Fundarslit.
Kosning stjórnar og aðrar atkvæðagreiðslur
Kosningu á aðalfundi skal framkvæma með handauppréttingu en sé þess óskað sérstaklega, skal haldin leynileg atkvæðagreiðsla. Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi og þá með 2/3 hlutum atkvæða. Í öðrum kosningum á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti. Aðalfundur getur með 2/3 atkvæða viðstaddra, tekið fyrir mál utan dagskrár aðalfundar, þó ekki lagabreytingar.
Stjórn