Reglur bátageymslna Kaykkaklúbbsins í Geldinganesi og Nauthólsvík.
Eins og kynnt var á síðasta aðalfundi hafa verið gerðar skýrari reglur um bátageymslu klúbbsins til að auðvelda utanumhald aðstöðunnar. 
 
Eftirfarandi reglur taka gildi frá og með 1. maí 2016.   
 
  • Kayakklúbburinn rekur aðstöðu í Geldinganesi þar sem félagsmenn geta leigt geymslupláss af klúbbnum í óupphituðum gámum sem innréttaðir eru til þessa.  
  • Geymsluplássin eru fyrir félagsmenn klúbbsins og hafa virkir meðlimir forgang að plássum og staðsetningu.  Geymsluplássin eru hugsuð til að virkir meðlimir eigi auðveldara með að stunda sportið.  Til að flokkast sem virkur meðlimur þar viðkomandi að taka þátt í félagsstörfum klúbbsins og hafa róið með í félagsróðrum yfir sumarið. (þeir róðrar sem eru á fimmtudögum). 
  • Geymsluplássið sem félagsmaður fær úthlutað er ekki eignapláss og hefur  húsnæðisnefnd rétt til að færa til báta eftir þörfum.  Það gæti bæði verið til að hliðra  til og eða skapa pláss eða til að færa virka meðlimi í betri pláss nær aðstöðunni. 
  • Klúbburinn áskilur sér rétt til að segja óvirkum félagsmönnum upp geymsluplássum vegna plássleysis.  
  • Kayakklúbburinn ábyrgist ekki þá báta sem eru í geymslunum og eru þeir ekki  tryggðir á vegum klúbbsins.  Félagsmönnum er bent á að kaupa tryggingar hjá sínu  tryggingarfélagi kjósi þeir svo. 
  • Ganga skal snyrtilega um aðstöðuna og skal öll umgengni vera samkvæmt umgengnireglum sem eru aðgengilegar á vefnum. 
  • Greiði félagsmaður ekki geymslugjald áskilur húsnæðisnefnd sér rétt til að færa bátinn til.  Getur félagsmaður nálgast bát sinn hjá formanni húsnæðisnefndar gegn framvísun á staðfestingu um greiðslu skuldar.  Hafi félagsmaður ekki í lok skuldageymslutímabilsinns (stjórn klúbbsinns ákveður þann tíma) verður báturinn seldur til þess að hafa upp í áfallinn kostnað.  Seljist bátur ekki verður honum fargað. 
  • Komi til þess að Kayakklúbburinn komi sér upp bátageymslum á öðrum stað fjarri Geldinganesi  áskilur klúbburinn sér rétt til að færa þangað báta sem ekki hafa verið hreyfðir lengi og teljast því eigendur þeirra ekki til virkra meðlima.   Klúbburinn tilkynni eigendum þeirra báta sem færa á með viku fyrirvara og gefi eiganda kost á  að færa bátinn sjálfur.  Að öðrum kosti sér klúbburinn um að færa bátinn.