Nánari lýsingar koma þegar nær dregur hverjum viðburði.
Líklegt er að skellt verði á ferðum með stuttum fyrirvara og eru menn með hugmyndir um að krydda fimmtudagsróðar með nýjum staðsetningum :)
Skýringar á "árum"/erfiðleikastigi ferða er að finna hér.
Nýr dagskrárliður Ferðanefndar kallast "Róið á hægan vind". Í þessum dagskrárlið, er blásið til kvöldróðra á höfuðborgarsvæðinu með stuttum fyrirvara, þegar veðurspá er hagstæð.
Apríl
14-15 Næturróður - tjaldferð
Útilega. Róið verður í Engey eða Akurey og gist þar í tjöldum. Að morgni laugardags verður sameinast félagsróðri. Allur viðlegubúnaður skal tekinn með, prímus, svefnpoki, aukaföt o.s.frv. Mæting í Geldinganesi kl. 21 á föstudagskvöld.
Umsjón: Örlygur Sigurjónsson
27 - Reykjanes
Nánari lýsing kemur síðar.
Umsjón: Andri
Maí
13 (Laugardagur) Leirvogur-Akranes
Lagt verður upp frá Súlunesi í Grunnafirði og farið á útfallinu út í ósinn. Síðan verður róið meðfram ströndinni til Akranes, alls um 15km leið með góðu kaffistoppi á leiðinni.
Umsjón: Sveinn Muller
20 (Laugardagur) Hvítá - Straumkayak - Dagsferð
Það er löngu komin hefð fyrir að fara bunu niður Hvítánna, seinni hlutann í maí. Eins og áður er sjókayak fólk hvatt til að stíga út fyrir þægindarammann og skella sér með. Þeir sem að treysta sér til geta farið frá veiðistaðnum en byrjendum er ráðlagt að fara frá Brúarhlöðum þar sem hópurinn mun sameinast. Kayakklúbburinn getur útvegað eitthvað af straumkayökum sem verður útdeilt á skráða þátttakendur. Hittumst á Drumboddsstöðum kl 10:00.
Umsjón: Andri
Júní
11 (Sunnudagur) Hörpuróður - Dagsferð
Hinn árlegi Hörpuróður verður á Sjómannadaginn. Róið er frá Skarfakletti (eða Geldingarnesi með viðkomu í Skarfakletti), með ströndinni inn í Reykjavíkurhöfn. Þar er venjan að hafa kaffistopp áður en haldið er til baka.
Umsjón: S.Perla
23-25 Jónsmessuróður/Brúðkaup í Purkey
Ferðinni er heitið í Purkey á Breiðafirði í fylgd staðkunnugs heimamanns sem einnig er félagi í klúbbnum, Eyjólfur Jónsson frá Purkey.
Hann mun leiða okkur út í eyju á föstudegi og um eyjarnar i nágrenni á laugardegi.
Að róðri loknum á laugardag verður brúðkaup Eyjólfs og grískrar unnustu hans í Purkey og okkur er boðið til athafnar og veislu.
Á sunnudegi róum við svo heim á leið.
Ferðir um þetta svæði geta verið krefjandi veður og straumar geta sett strik í reikninginn.
Þátttakendur þurfa að samsvara sér við kröfur klúbbsins um getu og færni.
Umsjón:Eyjólfur Jónsson og Lárus Guðmundsson
Ágúst
11-13 Breiðafjörður -Helgarferð (Flatey)
Gert er ráð fyrir að taka ferjuna Baldur frá Stykkishólmi á föstudegi og róa um Flatey og eyjar í nágrenninu. Mögulega að einhverjir rói í Flatey frá Stykkishólmi, sem er 4 ára ferð.
Gist verður á tjaldsvæðinu í Flatey. Nánari lýsing kemur síðar.
Umsjón: Guðni Páll
26 (Sunnudagur) Reykjavík-Akranes
Róið verður eins og leið liggur frá Reykjavik (annaðhvort Geldinganesi eða Gróttu) upp á Akranes. Á Akranesi verður líklega lent fyrir neðan Jaðarsbakka (Langisandur) nema ef ferðaplaninu verði breytt og stefnan tekin á Akranesvita eða tjaldstæðið. Allt kemur þetta í ljós þegar nær dregur. Ferðin er háð því að aðstæður verði góðar, svo til sléttur sjór þar sem um er að ræða rúmlega 20 km. þverun án möguleika á landtöku.
Umsjón: Klara
September
9 (Laugardagur) Þingvallarvatn
Róið um Þingvallavatn. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn á Íslandi og hluti þess er innan þjóðgarðs. Nánar lýsing kemur síðar.
Umsjón: Ólafía og Perla
Október
4 (miðvikudagur) Geldinganes Ca 2 klst róður
11 (miðvikudagur) Geldinganes Ca. 2 klst róður
13 (Föstudagur) Geldinganes Róður og gisting í Þerney, Engey.... Sameinast félagsróðri að morgni...
Umsjón: Örlygur