Ferðadagskrá 2021

10. mars Næturróður I

Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón: Örlygur Sigurjónsson

 

24. mars Næturróður II

Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón: Örlygur Sigurjónsson

 

26.-27. mars Næturróður III / Tjald


Umsjón: Örlygur Sigurjónsson

 

10. apríl – Hafnir - Hvalsnes

Umsjón: Örlygur Sigurjónsson
Erfiðleikastig: 2 árar

Sjósett kl. 12 frá Höfnum og róið norður að Stafnesi þar sem samnefndur viti stendur, byggður 1925. Stafnes er merkilegur staður en þar var fjölmennasta verstöð Suðurnesja fyrr á öldum. Saga Stafness er mörkuð þeim fjölmörgu skipssköðum sem orðið hafa við Stafnessker. Þar fórst árið 1928 togarinn Jón Sigurðsson og varð slysið, ásamt öðrum, kveikja að stofnun Slysavarnafélags Íslands. Við róum síðan áfram norður að Hvalsnes, sem er frægur fyrir samnefnda kirkju er þar stendur. Kirkjan á marga góða gripi, m.a. er þar geymdur legsteinn Steinunnar, dóttur Hallgríms Péturssonar sálmaskálds. Hann var prestur á Hvalsnesi 1644 til 1651 og er sagður hafa höggvið steininn sjálfur. Við skoðum steininn, kirkjuna og umhverfið, fáum okkur hressingu og róum úthvíld, södd og sæl sömu leið til baka. Áætluð heimkoma í Hafnir um kl. 16.

 

20. maí – Álftanes – Eftir vinnu

Tveggja tíma róður eftir vinnu. Nánari lýsing kemur síðar.
Erfiðleikastig: 1 ár
Umsjón: Sveinn Muller

 

6. júni Hörpuróður – Ferðanefnd

Hinn árlegi Hörpuróður verður á Sjómannadaginn. Róið er frá Skarfakletti eða Geldingarnesi með viðkomu í Skarfakletti, með ströndinni inn í Reykjavíkurhöfn. Kaffistopp áður en haldið er til baka.
Erfiðleikastig: 1 ár
Umsjón: Ferðanefnd

 

11.-13. júní – Fljótin í Skagafirði

Ferð í samstarfi við Nökkva á Akureyri
Erfiðleikastig: 2 árar
Umsjón: Sveinn Muller


Stórkostlegt tækifæri til að kanna nýjar slóðir. Hér er margt spennandi að skoða, til dæmis Glerhallavík en þar er mikið um holufyllingar að finna úr kvarsi, Grettislaug, Drangey, Þórshöfði, o.fl. Þeir norðanmenn eru með fullt af góðum hugmyndum. Gist verður í tjöldum í Fljótum í Skagafirði eða Reykjum á Reykjaströnd, aðrir gistimöguleikar eru á svæðinu, nú eða taka Fellihýsið með. Fleiri staðir á þessu svæði koma til greina ef veður verður óhagstætt.

 

23. júni – Jónsmessuróður

Erfiðleikastig: 1 ár.
Umsjón: Perla
Mæting er við bryggjuna, fyrir neðan Miðsand kl. 20:00 og áætluð sjósetning er kl. 20:30. Miðsandur er um 1 km vestan við Hvalstöðina í Hvalfirði. Róið verður að Geirshólma og þaðan fyrir Geirstanga, þar sem strandlínan verður þrædd, áleiðis að Þyrilsey, og gott kaffistopp fundið. Eftir stoppið verður róið sömu leið aftur til baka. Róðrarleið er ca. 12-14 km. Geirshólma er getið í Harðarsögu Hólmverja en sagan segir að Hólmverjar, ræningjalið undir forystu Harðar Grímkelssonar, hafi haft þar aðsetur. Þaðan fóru þeir ránshendi um nálægar sveitir uns bændur fengu nóg af háttsemi þeirra, ginntu þá í land og drápu.

 

2.-4. júlí – Breiðafjarðarferð Kayakklúbbsins

Nánari lýsing kemur þegar nær dregur.
Erfiðleikastig: 3 árar
Umsjón: Guðni Páll og Lárus Guðmundsson

 

21.ágúst – Vestmannaeyjar

Nánari lýsing kemur síðar.
Erfiðleikastig: 2-3 árar
Umsjón: Unnur Eir / Valgeir