Keppnir ársins verða sem hér segir:
Reykjavíkurbikarinn 19. Mai (27.Mai til vara) Eins fyrirkomulag og áður sama leið og síðast.
1/2 maraþonið verður þann 15. Sept Eins og síðast
Bessastaðabikarinn verður þann 29. Sept. Torfi sér um það og ég reikna með að það verði eins og síðast.
Gunnar Svanberg hefur ekki svarað ennþá með Hallarbikarinn en ég reikna með að hann verði í Júní en ég á eftir að fá dagsetninu frá honum.
Við í keppnisnefndinni höfum ekki séð ástæðu til að halda áfram með sprett og tækni keppnir að svo komu máli þar sem að við teljum að áhugi á slíku hafi ekki verið nægilega mikill til réttlæta umstangið sem þeim keppnum fylgir.
Sem sagt eru 4 keppnir á dagskrá.
Félagar verða að sýna okkur með skýrum og afdráttarlausum hætti ef að þeim finnst vera nauðsynlegt að halda fleiri og fjölbreyttari keppnir.
Bestu kveðjur,
fh keppnisnefndar
Ágúst Ingi