Náttúruverndarlögin

04 des 2015 16:09 #1 by halldob
Replied by halldob on topic Náttúruverndarlögin
Hugmyndin um sundskýluna er reyndar frábær
Staðalbúnaður útivisarmanna og allir eru á leiðinni að næsta stöðuvatni.
góða helgi
kv.
hb

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2015 16:00 - 04 des 2015 18:14 #2 by palli
Replied by palli on topic Náttúruverndarlögin
Gaman að heyra aftur í þér Halldór. Ekki veitir af að fá löglærðan mann í þessar umræður greinilega.

Þú verður að virða okkur það til vorkunnar þótt við fabúlerum stundum því þessi lög eru nú ekki alltaf alveg skýr og bjóða upp á alls konar túlkanir. Ekki er maður heldur alltaf með á hreinu hvaða lög tóku gildi á hverjum tíma.

Ég er t.d. alveg sammála Svenna að þótt það sé hægt að vitna orðrétt í lög um frelsi ræðara til að nýta vatns- og árbakka þá getur það samt þýtt heft aðgengi þegar maður er að koma sér niður á strönd og burt aftur. Þú segir að engin skilti dugi til að stoppa mann af að nýta sér þennan rétt skv lögunum og það væri alveg ágætt. Ætli maður hafi ekki bara sundskýlu alltaf í bakpokanum á gönguferðum og ef einhver fer að ybba gogg þegar maður steðjar fram hjá "Aðgangur bannaður" skiltinu, þá er maður bara á leiðinni í bað í tjörninni sem er handan við fjallið :)

Hafið það nú gott um helgina ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2015 15:57 #3 by halldob
Replied by halldob on topic Náttúruverndarlögin
Sæll aftur
Það er sérstök lagaregla sem mælir fyrir um það að landeigendur megi ekki hindra okkur í að nýta umferðarrétt um ár og vötn, og afnot af vatnsbökkum sem því fylgir. Ég tel engan vafa á því að í reglunni felist að landeiganda er ekki heimilt að hindra aðgengi að vatni eða á. Sem sagt það gildir ekki sama regla um umferð okkar til að komast að ám og vötnum eins og um umferð annarra útivisarmanna um land. Umferðarréttur (almannaréttur) um ár og vötn er því mun meiri en réttur til umferðar um land.
Þannig að ég held að áhyggjur kayakmanna séu ástæðulausar í þessu tilliti.
Þetta breytir því þó ekki að vafalaust eigum við eftir að þurfa að rífast við einhverja landeigendur um þetta í framtíðinni eins og hingað til. Ég veit að sumir voru með útprentun af vatnalögunum í vasanum þegar þeir ferðuðust.
Það er hins vegar kurteisi að spyrja landeiganda og góð samskipti eru ávallt betri en vond.
kv.
Halldór
The following user(s) said Thank You: Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2015 15:36 #4 by SAS
Replied by SAS on topic Náttúruverndarlögin
Sæll Halldór

Gott að fá þetta innlegg frá þér. Umræðan um þessi mál hafa verið ansi skrítin enda ójóst hvaða reglur giltu eða hvort lagabreytiingar tóku gildi eða ekki, Helst hefur verið skrifa um þessar lagabreytingum af þeim sem eru ósáttir við þessi breyttu náttúrulög.

Öllum er frjálst aðgengi að árbökkum og ströndum landsins, svo lengi sem þú komist að árbakkanum eða viðkomandi stönd. En gilda ekki sömu reglur um okkur og annað útivistarfólk? Landeigandi er núna í fullum rétti að banna alla umfærð um land sitt, hvort sem þú ert með á bakinu bakpoka eða kayak? Þú þarft að fara um landareign landeiganda við upphaf eða við lok róðurs og því þarf væntanlega leyfi. En þú getur tekið land hvar sem er án leyfis, nema á friðlýstum svæðum (Surtsey, Andriðey). Rétt?

Við þurfum alltaf að koma okkar búnaði þar sem við viljum sjósetja eða koma straumbátum á flot. Amk mun ég áfram leita leyfis landeiganda eins og áður, þar sem er sjósett, enda almenn kurteisi. Hef aðeins einu sinni fengið neitun, en þá var haglabyssan líka með í för og ætlunin að ná í svartfugl.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2015 13:37 #5 by halldob
Replied by halldob on topic Náttúruverndarlögin
Ég datt inn á þessa umræðu en eins og sumir vita var ég hér áður fyrr nokkuð öflugur kayakmaður. Ég er líka lögfræðingur.
Varðandi síðasta póst með vísan í grein á Visi.is þá veit ég ekki hversu vel landfræðingar kunna lögfræði. Sú grein fjallar að auki ekki um aðgang að ám og vötnum.
Í umræðunum hér á undan hafa í tvígang verið teknar upp orðrétt þær lagagreinar sem nú gilda um heimld manna tilað fara um ár og vötn og um aðgang þeirra sem þann rétt nýta að landi við strönd og vatns- og árbakka. (póstar frá Klöru og Ástu)
Þrátt fyrir þessar beinu tilvitnanir halda menn áfram að fabúlera útfrá gömlum reglum sem felldar hafa verið úr gildi. T.d. hefur dómurinn um kayakróður í Ölfusá ekkert fordæmisgildi lengur.
Í stuttu máli mönnum er frjáls för um ár og vötn og einnig frjálst að nýta vatns- og árbakka vegna þeirra erinda og landeigendum er óheimilt að koma í veg fyhrir að menn geti nýtt sér þennan rétt (t.d með uppsetningu skilta til að hefta aðgang).
Fyrir kayakmenn hefur orðið réttarbót en eftir stendur að útivistarmenn almennt eru óánægðir með auknar heimildir landeigenda til að hefta för manna um land (ekki vötn eða sjó).
Vonandi upplýsandi
kv.
Halldór Björnsson
The following user(s) said Thank You: Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2015 12:24 #6 by SAS
Replied by SAS on topic Náttúruverndarlögin
Rétt Palli.. Hér er ágætis grein á Visir.is um nýju lögin eftir Stefán Þórsson landfræðing

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 nóv 2015 23:16 - 27 nóv 2015 07:51 #7 by palli
Replied by palli on topic Náttúruverndarlögin
Takk fyrir útskýringuna.

En landeigandi þarf ekki nema að skella upp skilti og þá má ég hvorki fara lönd né strönd er það ekki ? Sama hvort ég sé á leiðinni niður á einhverja strönd með kayakinn.

Ég var ekki búinn að gera mér grein fyrir því að landeigandi gæti sett niður nokkur "Allur aðgangur bannaður" skilti við girðingarnar sínar og þar með mætti enginn stíga fæti á þá jörð og þetta er ekki sá almannaréttur sem ég taldi að ætti við almennt. En eins og Örsi bendir á þá er þetta ekki nýlunda í nýju nátturuverndarlögunum og ef þetta er rangur skilningur hjá mér þá má endilega leiðrétta mig.

Tek þó fram að þótt þessi almannaréttur sé mér hugleikinn þá hefur mér alltaf þótt sjálfsagt að hafa samband við ábúendur og fá þar leyfi áður en ég þvælist eitthvert um þeirra lönd - en það er annað mál.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 nóv 2015 15:37 #8 by Asta
Replied by Asta on topic Náttúruverndarlögin
Sæll Palli
Þú mátt fara með bátinn þinn skv. vatnalögum - enda sértu á leiðinni að vatnsbakka.... og landið ekki í rækt. Sjá einnig ákvæði um girðingar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2015 19:58 - 23 nóv 2015 20:18 #9 by Orsi
Replied by Orsi on topic Náttúruverndarlögin
Ganga með báta: þú mátt fara inn á annarra manna land án leyfis ef það er óræktað og það eru engin bannskilti uppi við. Jafnvel þótt landið sé girt. Það er réttur þinn sem gangandi. En ræktað land: afla leyfis.

Keyra með báta: merkta vegslóða má keyra á einkalöndum sem liggja að almenningi, t.d. hafinu í allri sinni dýrð.. Nema hafi verið sett upp hlið merkt einkavegur/umferð bönnuð osfrv.

(reyndar eru sumir landeigendur bara svalir á þessu; Landeigandi í Úthlíð er með einkaveg sem liggur upp að Högnhöfða og nágr. Lokað hlið EN uppgefið símanr. á hliðinu svo allir geti hringt og fengið leyfi. Hjá honum (og ýmsum) virðist þetta etv. vera spurning um að hafa yfirsýn yfir umferð á landi sínu, frekar en að banna og hindra..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2015 17:34 - 23 nóv 2015 17:35 #10 by palli
Replied by palli on topic Náttúruverndarlögin
Takk fyrir margar góðar upplýsingar. Ég verð að viðurkenna að ég er soldið ruglaður í þessu.

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvort landeigendur megi stöðva för mína um þeirra einkaland ef ég er á leið t.d. niður að sjó með minn ágæta kayak ? Hvort sem er eftir vegslóða á bílnum eða haldandi á honum frá vegi niður í fjöru ?

Mér finnst þetta úr 29. gr. gefa mér leyfi fyrir þessu ferðalagi mínu: "Eiganda lands eða rétthafa er óheimilt að hindra almenning í að njóta þeirra réttinda sem mælt er fyrir um í þessum kafla.". Á sama tíma skilst mér að landeigandi megi banna för um einkaland skv. þessum lögum.

Afsakið sljóleikann :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2015 17:00 #11 by Steini
Replied by Steini on topic Náttúruverndarlögin
Takk fyrir þetta Ásta, hafði fundið gamla útgáfu af vatnalögunum á vef Alþingis.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2015 09:53 #12 by Asta
Replied by Asta on topic Náttúruverndarlögin
Sælir
Réttarstaða okkar er ágæt. Ekki var hróflað við því sem varðar Kayakfólk. Sú réttarbót sem náðst hafði í Vatnalögin þar sem hugtakið "skipgeng" var fellt út stendur en ráðherra veitt heimild til að takmarka vélknúna umferði, og sama á við um aðgengi að ár- og vatnsbökkum. ( nauðsynlegt að skoða nýjustu útgáfu laga hverju sinni.
Mætti kannski bæta við að ekki var hróflað við frjálsri för manna um strendur, ár- og vatnsbakka :
Vatnalög nr 15/1923 115. gr. [Heimild til að fara um vötn og til afnota af vatnsbökkum.
Öllum er heimil för, þ.m.t. á farartækjum, um vötn, einnig á ísi, með þeim takmörkunum sem lög kveða á um, þó þannig að það valdi ekki truflun á veiðum manna. [Sá ráðherra er fer með málefni náttúruverndar]1) getur í reglugerð sett takmarkanir við umferð vélknúinna báta og annarra vélknúinna farartækja um vötn og vatnasvæði.
Allir sem fara um vötn eða nota þau til sunds og baða, sbr. 11. gr., hafa rétt til þeirra afnota af vatnsbökkum sem eru nauðsynleg vegna umferðar um vötn en gæta skulu þeir varkárni og forðast að valda skemmdum á landi, mannvirkjum eða veiðitækjum í vatni eða við það

Náttúruverndarlög
26. gr. Girðingar.
Óheimilt er að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna
29. gr. Úrlausn um ólögmætar hindranir.
Eiganda lands eða rétthafa er óheimilt að hindra almenning í að njóta þeirra réttinda sem mælt er fyrir um í þessum kafla. Sá sem verður var við hindranir sem hann telur brjóta gegn þessum réttindum getur krafist úrlausnar Umhverfisstofnunar um þær. Sama rétt hafa útivistarsamtök og náttúru- og umhverfisverndarsamtök. Úrlausn Umhverfisstofnunar má skjóta til ráðherra.
Umhverfisstofnun getur beitt úrræðum skv. 87. gr. til að knýja á um að ólögmætar hindranir séu fjarlægðar. Stofnunin getur einnig lagt fyrir eiganda eða rétthafa að setja stiga eða hlið á girðingu ef hún hindrar för fólks sem heimil er samkvæmt ákvæðum kaflans, t.d. um vatns-, ár- eða sjávarbakka. Umhverfisstofnun skal hafa samráð við byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags vegna aðgerða sem einnig kunna að falla undir valdsvið hans.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2015 10:05 #13 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Náttúruverndarlögin
Ótrúlegt að lesa þennan dóm sem Steini hlekkjar á.

Annars er ég sammála Steina með skipgengdina. Best væri að fá því orðalagi breytt þannig að ekki sé hægt að hengja sig á það.

Kajakar eru ekki skip.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 nóv 2015 15:26 #14 by SAS
Replied by SAS on topic Náttúruverndarlögin
Rétt Steini, áttaði mig ekki á að 2013 lögin höfðu aldrei tekið gildi

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 nóv 2015 18:15 #15 by Steini
Replied by Steini on topic Náttúruverndarlögin
Til fróðleiks geta menn lesið hér dóm þann sem féll vegna kayakróðurs á Ölfusá.

www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200...ur=4&type=1&Serial=1

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum