Sælir
Réttarstaða okkar er ágæt. Ekki var hróflað við því sem varðar Kayakfólk. Sú réttarbót sem náðst hafði í Vatnalögin þar sem hugtakið "skipgeng" var fellt út stendur en ráðherra veitt heimild til að takmarka vélknúna umferði, og sama á við um aðgengi að ár- og vatnsbökkum. ( nauðsynlegt að skoða nýjustu útgáfu laga hverju sinni.
Mætti kannski bæta við að ekki var hróflað við frjálsri för manna um strendur, ár- og vatnsbakka :
Vatnalög nr 15/1923 115. gr. [Heimild til að fara um vötn og til afnota af vatnsbökkum.
Öllum er heimil för, þ.m.t. á farartækjum, um vötn, einnig á ísi, með þeim takmörkunum sem lög kveða á um, þó þannig að það valdi ekki truflun á veiðum manna. [Sá ráðherra er fer með málefni náttúruverndar]1) getur í reglugerð sett takmarkanir við umferð vélknúinna báta og annarra vélknúinna farartækja um vötn og vatnasvæði.
Allir sem fara um vötn eða nota þau til sunds og baða, sbr. 11. gr., hafa rétt til þeirra afnota af vatnsbökkum sem eru nauðsynleg vegna umferðar um vötn en gæta skulu þeir varkárni og forðast að valda skemmdum á landi, mannvirkjum eða veiðitækjum í vatni eða við það
Náttúruverndarlög
26. gr. Girðingar.
Óheimilt er að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna
29. gr. Úrlausn um ólögmætar hindranir.
Eiganda lands eða rétthafa er óheimilt að hindra almenning í að njóta þeirra réttinda sem mælt er fyrir um í þessum kafla. Sá sem verður var við hindranir sem hann telur brjóta gegn þessum réttindum getur krafist úrlausnar Umhverfisstofnunar um þær. Sama rétt hafa útivistarsamtök og náttúru- og umhverfisverndarsamtök. Úrlausn Umhverfisstofnunar má skjóta til ráðherra.
Umhverfisstofnun getur beitt úrræðum skv. 87. gr. til að knýja á um að ólögmætar hindranir séu fjarlægðar. Stofnunin getur einnig lagt fyrir eiganda eða rétthafa að setja stiga eða hlið á girðingu ef hún hindrar för fólks sem heimil er samkvæmt ákvæðum kaflans, t.d. um vatns-, ár- eða sjávarbakka. Umhverfisstofnun skal hafa samráð við byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags vegna aðgerða sem einnig kunna að falla undir valdsvið hans.