Það stefnir í frábæra mætingu í Breiðafjörðinn hjá Kayakklúbbnum, 23 ræðarar skráðir til leiks.
Veðurspá lofar góðu og stefnir í góða ferð hjá okkur. En þar sem þetta er nokkuð óvenjuleg ferð þá er ekki vitlaust að hafa ákveðið skipulag á þessu og hér fyrir neðan er hægt að renna yfir það. Einnig langar mig að benda fólki á að í Flatey er takmarkað vatn og því er ekki í boði fyrir okkur að nota sturtur eða neitt slíkt. En nóg á að vera af drykkjarvatni fyrir okkur. Hver og einn sér svo um sig í mat. Við reynum að koma upp grilli sem allir geta notað.
Föstudagurinn 11.8.17
Mæting í Stykkishólm 14:00
Brottför með Baldri 15:45
Koma í Flatey 17:15
Frá bryggju verður búnaður og bátar fluttir á tjaldsvæðið með aðstoð.
Möguleiki á kvöldróðri fyrir þá sem vilja það.
Laugardagur.
Róður hefst kl 10:00
Planið er að fara í Svefneyjar og skoða okkur um það svæði.
Eitthvað er um strauma á því svæði en ætti það að vera í lágmarki.
Róðrarleið verður um 20-25.km þann daginn.
Sunnudagur
Róður um svæðið.
Líklega heimsækjum við Hergilsey, eða eitthvað í kringum það svæði.
Það mun ráðast af veðri og öðrum þáttum.
Róður verður í kringum 20 km þann daginn.
Eftir daginn verður nægur tími til að ganga frá vistarverum og næra sig áður en við höldum heim á leið.
Heimferð
Baldur stoppar í Flatey kl 20:00 , því ættum við að vera komin að bryggju um 19:30 með allan okkar búnað og báta á kerru.
Við ættum að vera koma í Stykkishólm um 21:30-22:00.
Mikilvæg atriði
Hafa með sér pening fyrir tjaldsvæði í Flatey.
3000.kr í peningum. Það er því miður enginn hraðbanki þarna.
Hver og einn sér um að greiða fyrir sig í ferjuna Baldur og því er gott að vera komin tímalega á staðinn og ganga frá sínum málum.
Fara vel yfir búnaðarlistan og passa að ekkert gleymist.
Reyna að hafa aðeins einn burðarpoka fyrir allan sinn búnað til að auðvelda fluttning. Ekki marga lita poka það verður bara vesen að þvælast um með það.
Við lestum svo i báta í Flatey, þvi verður ekkert í þeim í fluttningum.
Við ætlum svo að hittast til að setja báta á kerrur á fimmtudagskvöldið kl 18:30
Kerrur verða á svæðinu og það er mikivægt að við fáum alla báta á kerrur sem eiga að fara a smábíla með stutt á milli festingar um kvöldið því þeir sem draga kerrur vilja kannski fara aðeins fyrr af stað á föstudeginum þeir sem eru með lengra a milli festinga geta flutt sína báta sjálfir. Það getur verið að það sé best að sumir flytji sína báta sjálfir en vindur verður þannig á þessari leið.
Ég mun svo loka fyrir skráningu á morgun 9.8.17 þannig þið sem eruð ennþá að skoða málið skellið ykkur með.
Ef ykkur vantar frekari uppl eða hafið spurningar varðandi eitthvað endilega hafið samband við mig
664-1264
Hlakka til að sjá ykkur á fimmtudagskvöldið.
Bestu kveðjur
Guðni Páll
Flóðatafla