Breiðafjarðarferð Kayakklúbbsins 2017 - Skráning

17 ágú 2017 22:26 #1 by Guðni Páll
Jæja þá komst ég loksins í að rita smá skýrslu um ferðinna þetta árið.

Ferðin þetta árið var aðeins öðrvísi en oft áður en ákveðið var að halda til í eyjunni Flatey og róa í nágreni hennar. En föstudaginn 11.8.17 kom hópurinn saman í Stykkishólmi um tvö leitið og átti pantað far með ferjunni Baldri útí Flatey seinna þann dag.
Allt gekk þetta vel þrátt fyrir þunga umferð og tafir á henni á leiðinni. Semsagt allir voru mættir í tækatíð fyrir brottför.

Um borð voru svo 18 bátar á kerru hífðir um um borð ásamt farangri okkur. Einn bátur var borinn um borð um landgang. Siglingin gekk vel enda blíða í lofti og sjó. Þegar komið var í Flatey var búnaður og báta kerra flutt með traktor á tjaldsvæði eyjunnar þar sem við höfðum aðsetur yfir helginna.
Maggi Einars frá Ísafirði var þegar kominn í Flatey frá Brjánslæk róandi og beið okkar á bryggjunni.
Föstudagskvöldið fór nú mestmegnis í að koma upp tjaldbúðum og rölta um eyjunna og njóta veðurblíðunnar og fallegs sólarseturs.
Laugardagurinn var okkar aðalróðrardagur háflóð var kl 10.00 og var brottför þá,ferðinni haldið frá Flatey í Svefneyjar en þar á milli er um 3,2km þverun og svo voru Svefneyjar skoðaðar með stuttu stoppi í Svefney þaðan lá leið okkar í Hvallátur þar var tekinn matartími í fallegu veðri.
Veðurspá hafði verið aðeins rokkandi varðandi heimferð og spáði um 8-10m/s mótvindi á heimleið okkar. Sú spá rættist að mestu en við höfðum gott skjól af Svefneyjum og gátum róðið innan eyja mest allan tímann.
En nánast var komin fjara á þessu tíma og því reyndi aðeins á róðrarstjóra og aðstoðarmenn hans að finna leið heim en töluvert af svæðinu var komið á þurrt en það hafðist og þá tók við þverun frá Svefney í Flatey í nokkuð sterkum N/V vindi með öldu. Ekki var það mikið mál fyrir öflugan hóp, en heildar vegalengd þennan dag endaði í 30 km. Kvöldið var nokkuð venjulegt með sameiginlegu grilli. Eftir það fóru sumir á tónleika á hótelinu og aðrir áttu skemmtilegar umræður í klúbbtjaldinu um hin ýmis mál.

Veðurspá fyrir sunnudaginn var hreint frábær og rættist hún heldur betur,við fengum algjörlega frábært veður. Róðið var útí Hergilsey með viðkomu í Sýrey,Feitsey,Langey,Skeley. Frábært róðrarsvæði í frábæru veðri. Eftir gott stopp í Hergilsey var haldið heim á leið, Maggi Einars kvaddi hópinn og réri þaðan á Brjánslæk. Heimferðin gekk mjög vel og var góður hraði á hópnum, tekið var stutt stopp í Langey aðeins til að rétta úr sér en einnig var Flatey hringuð með þessum róðri. Frábær 26.km dagur og ekki var að sjá á fólki að það vildi halda heim á leið. En við áttum bókaða ferð heim með Baldri kl 20:00 um kvöldið. Eftir róður skelltu sér nokkrir í sjósund á meðan aðrir gengu frá tjöldum og gerðu sig klára fyrir brottför.

Vel heppnuð ferð í alla staði og langar mig að þakka öllum fyrir komuna og sérstaklega aðstoðar mönnum mínum við róðrarstjórn sem var afar auðvelt verk í þetta skiptið. Hópurinn var sterkur og fjölbreyttur, þetta var einnig í fyrsta skiptið sem Surfski bátar voru með okkur og vonandi var þetta fyrsta skiptið af mörgum. Breiðafjörðurinn stóð fyrir sínu eins og alltaf. Frábært róðrarsvæði fyrir okkur kayak fólk.

Þáttakendur þetta árið.

Sveinn Axel
Hildur
Gísli Karls
Unnur Eir
Bjössi
Egill
Marta
Helgi Þór
Gunnar Svanberg
Sveinn Muller
Sara
Maggi Einars
Þormar
Anton Sig
Þórólfur
Jóna
Kiddi
Benni
Gunnar Ingi

Kveðja Guðni Páll
The following user(s) said Thank You: gunnarsvanberg, Helgi Þór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2017 21:32 #2 by Sveinn Muller
Takk kærlega öll fyrir frábæra ferð og Guðni Páll fyrir frábæra farar- og róðrarstjórn.
Myndir úr ferðinni er að finna hér.

Kveðja,
Sveinn Muller.
The following user(s) said Thank You: Helgi Þór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2017 22:09 #3 by Unnur Eir
Fyrsta ferðin mín, takk þið sem stóðuð að henni. Þvílík snilldarferð og frábær félagsskapur. Fararstjórinn/róðrastjórinn brilleraði og hélt öruggum höndum utan um hópinn. Þið eruð BEST

Kveðja,

Þakkláti nillinn :-D

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2017 13:15 - 14 ágú 2017 18:22 #4 by SAS
Líklega níunda Breiðafjarðarferðin mín - alltaf jafn gaman. Kærar þakkir Guðni Páll fyrir góða farar- og róðrarstjórn.

Myndasafn

Takk fyrir frábæra ferð.
kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2017 22:47 #5 by bernhard

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2017 19:49 #6 by Jónas G.
Ég ætla lika að koma með.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2017 19:06 #7 by Guðni Páll
Þeir sem eru að spá í hvernig sé best að ferja búnað í Baldur. Þá verður allur búnaður (Töskur) settur í sérstakan fluttningsgám og svo verður hann hífður um borð í Baldur.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2017 12:08 #8 by Guðni Páll
Hi Sara

Give me a call.
664-1264

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2017 09:33 #9 by sarahm
Hi So we should buy ferry tickets here www.seatours.is/ ? We meet in Stykisholmur at 1400 on Friday? We bring food for a bbq (and other food) we get the ferry back at 2000 on Sunday. In between we kayak. There is not a lot of fresh water.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2017 09:26 #10 by Toni
Ég ætla að koma með.

Hlakka til að hitta ykkur.
Anton - 8202350

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2017 22:02 - 09 ágú 2017 19:03 #11 by Guðni Páll
Það stefnir í frábæra mætingu í Breiðafjörðinn hjá Kayakklúbbnum, 23 ræðarar skráðir til leiks.
Veðurspá lofar góðu og stefnir í góða ferð hjá okkur. En þar sem þetta er nokkuð óvenjuleg ferð þá er ekki vitlaust að hafa ákveðið skipulag á þessu og hér fyrir neðan er hægt að renna yfir það. Einnig langar mig að benda fólki á að í Flatey er takmarkað vatn og því er ekki í boði fyrir okkur að nota sturtur eða neitt slíkt. En nóg á að vera af drykkjarvatni fyrir okkur. Hver og einn sér svo um sig í mat. Við reynum að koma upp grilli sem allir geta notað.

Föstudagurinn 11.8.17
Mæting í Stykkishólm 14:00
Brottför með Baldri 15:45
Koma í Flatey 17:15
Frá bryggju verður búnaður og bátar fluttir á tjaldsvæðið með aðstoð.

Möguleiki á kvöldróðri fyrir þá sem vilja það.

Laugardagur.
Róður hefst kl 10:00
Planið er að fara í Svefneyjar og skoða okkur um það svæði.
Eitthvað er um strauma á því svæði en ætti það að vera í lágmarki.
Róðrarleið verður um 20-25.km þann daginn.

Sunnudagur
Róður um svæðið.
Líklega heimsækjum við Hergilsey, eða eitthvað í kringum það svæði.
Það mun ráðast af veðri og öðrum þáttum.
Róður verður í kringum 20 km þann daginn.
Eftir daginn verður nægur tími til að ganga frá vistarverum og næra sig áður en við höldum heim á leið.

Heimferð
Baldur stoppar í Flatey kl 20:00 , því ættum við að vera komin að bryggju um 19:30 með allan okkar búnað og báta á kerru.
Við ættum að vera koma í Stykkishólm um 21:30-22:00.

Mikilvæg atriði

Hafa með sér pening fyrir tjaldsvæði í Flatey.
3000.kr í peningum. Það er því miður enginn hraðbanki þarna.

Hver og einn sér um að greiða fyrir sig í ferjuna Baldur og því er gott að vera komin tímalega á staðinn og ganga frá sínum málum.

Fara vel yfir búnaðarlistan og passa að ekkert gleymist.

Reyna að hafa aðeins einn burðarpoka fyrir allan sinn búnað til að auðvelda fluttning. Ekki marga lita poka það verður bara vesen að þvælast um með það.

Við lestum svo i báta í Flatey, þvi verður ekkert í þeim í fluttningum.

Við ætlum svo að hittast til að setja báta á kerrur á fimmtudagskvöldið kl 18:30
Kerrur verða á svæðinu og það er mikivægt að við fáum alla báta á kerrur sem eiga að fara a smábíla með stutt á milli festingar um kvöldið því þeir sem draga kerrur vilja kannski fara aðeins fyrr af stað á föstudeginum þeir sem eru með lengra a milli festinga geta flutt sína báta sjálfir. Það getur verið að það sé best að sumir flytji sína báta sjálfir en vindur verður þannig á þessari leið.


Ég mun svo loka fyrir skráningu á morgun 9.8.17 þannig þið sem eruð ennþá að skoða málið skellið ykkur með.


Ef ykkur vantar frekari uppl eða hafið spurningar varðandi eitthvað endilega hafið samband við mig
664-1264

Hlakka til að sjá ykkur á fimmtudagskvöldið.
Bestu kveðjur
Guðni Páll

Flóðatafla

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2017 18:28 #12 by Kiddi Einars

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2017 21:42 #13 by Siggisig
Ég mæti
kv. Sigurjón Sig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2017 08:10 #14 by Sveinn Muller
Ég get tekið eina kerru.

kv.
Sveinn Muller.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2017 10:57 #15 by Guðni Páll
Skráning ferð vel af stað, 14 mans hafa skráð sig og það stefnir í flotta ferð.
Ég er að leita að tveimur bílum sem gætu dregið kerrur í Stykkishólm með bátum á.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum