Breiðafjarðarferðin 3-5 júli

06 júl 2020 17:03 #1 by Larus
Það voru 18 ræðarar sem tóku þátt að þessu sinni.
Þegar við mættum i höfnina i Klauf var fagurt veður og rólegur vindur. 
Við rérum í einum áfanga út i Skáleyjar, það varð tæplega 3 tímar róður,  þar sem  höfðum mælt okkur mót við eigendur  sem tóku okkur vel. Tjaldstæðið var sléttur bali þar sem við tókum land.
Laugardagurinn var heldur vindasamari en við hefðum óskað og því var ákveðið að róa i Hvallátur sem var léttur klukkutíma róður undan vindi i byrjun og svo með öldu og vind i bakið á ská sem reyndist öllum viðráðanlegt.
Í Hvallátrum var okkur vel tekið og fengum við að skoða skemmuna þar sem trébáturinn Egill er  næstum uppgerður. VIð höfðum hugsað okkur að ef laugardagurinn yrði lygn og góður að nota tækifærið og róa yfir i Sviðnur en það var ekki reyndin og var því róið til baka i Skáleyjar eftir gott hádegis stopp.
Hluti hópsins fór i land en hinn hlutinn lengdi aðeins róðurinn. þegar allir voru komnir i land og höfðu notið veðurblíðunnar, farið i sjósund eða hvílt sig fengum við leiðsögn og sögur  ábúenda um eyjuna, skoðuðum safn Jóhannesar síðasta bónda í Skáleyjum og margt fleira sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt. Um kvöldið var svo safnast saman við matartilbúning með tilheyrandi spjalli.

Á  sunnudag var vindurinn 8 -10 +/-  á móti falli sem  skapaði öldur á móti okkur og á hlið sem reyndist mörgum erfitt. Brottför var við fallaskiptin og um morguninn höfðum við selflutt báta og búnað að bátahöfn þar sem auðvelt var að komast á sjó.

Guðni lagði upp hvernig við skyldum haga róðrinum, fólk var parað þannig að allir hefðu félaga. Á meðan við höfðum skjól af eyjum og skerjum gekk ferðin vel  en þegar við vorum komin út á haf var skjólið ekki til staðar og aldan náði sér vel á strik, við rérum ská á móti all stórum öldum  og almennt  gekk  fólki vel að róa í þessum aðstæðum þó að einhverjir hefðu ekki prófað sambærilegar aðstæður  áður.
Við tökum land i eyju nærri landi  og fengum þar kærkomna  hvíld  og samveri i fallegu umhverfi áður en við rérum síðasta spölinn i land, alls  var heimferðin um 4 tíma róður og 15km. 


Alls voru rónir um milli   43 og 50  km i ferðinni.

Þáttakendur voru; Ólafía, Klara, Kolla, Hrefna, Valli, Palli R. Martin, Rad Dab , Jón Gunnar, Örygur, Þormar, Þórallur, Gísli K. Gauti, Stefán Alfreð, Helgi Þór, Guðni Páll  og Lárus 

Við farastjórar þökkum þáttakendum fyrir frábæra ferð og  góðan  félagsskap,
góðar þakkir fá þeir reynsluboltar sem alltaf eru tilbúnir til  að aðstoða minna reynda ræðara þegar á reynir.


lg / gpv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 júl 2020 12:26 - 02 júl 2020 12:27 #2 by Larus
Ágætu félagar

Þá er að líða að ferðinni,
Veður  og annað lítur vel út og mæting virðist vera góð.
Takið vatnið og allt annað með heimanfrá.

Endilega látið okkur vita ef einhver er ekki að koma með þrátt fyrir skráningu - annars reiknum við með öllum.

Sjá mynd af áfangastað, þar þurfum við að vera kl 15 i síðasta lagi 

Við erum nokkur sem ætlum að leggja af stað kl 10.00 
frá Skeljungi  á Vesturlandsvegi fyrir neðan Össur,
þau sem vilja vera i samfloti eru velkomin.

lg
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 júl 2020 10:44 #3 by Þormar
Daginn gott fólk!

Við feðgar mætum.

Kv. Þormar og Þórhallur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 júl 2020 08:39 #4 by Helgi Þór
Ég mæti

Sími: 7879922

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2020 11:21 #5 by Klara
Sæl,

ég stefni að því að koma með, en er samt ekki 100%.
Fæ þá far með Ólafíu.

Kveðja,
Klara. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jún 2020 13:56 #6 by olafia
Kem með í Breiðafjarðarferðina.
Ólafía

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2020 11:21 - 29 jún 2020 11:23 #7 by Guðni Páll
Góðan daginn 

Núna styttist í Breiðafjörðin í ár skráning fer fram hérna og stefnir í flotta mætingu, svæðið í ár er afar spennandi og skemmtilegt svæði sem hentar flestum ef veður er gott. Veðurspáin er flott eins og staðan er í dag, við munum þó halda áfram að fylgjast vel með henni. 


Ferðin hefst  i höfninni á Klauf   skammt frá  Staðarkirkju vestan við Reykhóla í AusturBarðastrandasýslu.
Mæting þar föstudag 3 júli  ekki síðar en kl.15.00. 
Frá Reykjavík er ca 235 km, ca 3 timar á löglegum hraða án stopps.
 
Á föstudag róum yfir til Skáleyja  sem erum 12 km róður og tjöldum til tveggja nátta.
Að morgni laugardags skoðum við svæðið vestan eyjanna,  förum i Hvallátur og tökum land þar og róum svo til baka ( alls um 12 km) seinni partinn er svo hægt að nota til að skoða Skáleyjar fótgangandi.

Á sunnudag kl 10.00  höldum við til baka, annað hvort sömu leið til baka eða með krók i Sviðnur. (12 km auka )

Alls reiknum við með 36-50 km km róðri.

Allt vatn skal hver og einn taka með heiman frá, reikna skal með 2-3 lítrum á hvern mann á sólarhring.
Algjört skilyrði er að hver þáttakandi taki allt sitt sorp til baka sjálfur og að ekki liggi neitt eftir.

Kayak skal vera hraðskreið og  stöðug útgáfa af kayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum og traustum dekklínum allan hringinn.

Ferð þessi er opin til þátttöku þeim félögum i Kayakklúbbnum sem standast
kröfur klúbbsins um getu til að takast á við þriggja ára ferð samkvæmt
skilgreiningum klúbbsins og að mati fararstjóra. 


Skilgreiningklúbbsins:
Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langar vegalengdir eru milli
landtöku staða.
Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir
að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á
dag.



Skráning i ferðina skal gerast hér á korkinumi þessum þræði, gefa skal upp nöfn þátttakenda og símanúmer.

Umsjón og upplýsingar veita: Guðni Páll 6641264 og Lárus 822 4340

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2020 10:24 #8 by Orri
Ég kem með!

Orri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2020 21:48 #9 by Kolla
Ég kem með.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2020 21:35 #10 by Grímur
Mæti ef mér tekst að koma mér í nokkrar æfingaferðir áður

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2020 09:35 #11 by Páll R
Ég kem með.

kv/Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2020 09:18 #12 by Larus
skaðar ekki að horfá og hlusta  á þennan gaur:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jún 2020 21:52 #13 by ValgeirE
Mætum

Hrefna
Valgeir
S.780-4077

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2020 21:04 #14 by Martin
Stefni á að mæta - 7730323 - þarf að redda pössun...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2020 19:43 - 06 jún 2020 16:33 #15 by Orsi
Mæti mæti 8411002 Örlygur Sigurjónsson.
Get tekið aukabát.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum