Re:Mannmargt í sundi

11 nóv 2008 07:06 #1 by palli
Replied by palli on topic Re:einkabátar-klúbbbátar
Fín breytingatillaga Örsi ... - höfum þetta svona. Bætum kannski við 7. grein: \"Ekkert dýr má borða annað dýr\".
Það er rétt fio að þetta var hin þarfasta umræða og gott mál að þessum málum sé komið á hreint.
Sjáumst í lauginni,

Palli Gests

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2008 20:06 #2 by fio
Replied by fio on topic Re:einkabátar-klúbbbátar
kannski var þetta bara þörf umræða eftir allt. Ég er allavegna hörkuánægður með þær útskýringar sem undan hafa komið. Þessar reglur eru einfaldar og útskýra margt sem nýliðar (eins og ég) þurfum að vita í sambandi við sundlaugaræfingarnar. Ég þakka líflega umræðu og góða útkomu.

kv. fio

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2008 19:47 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:einkabátar-klúbbbátar
Hér er breytingatillaga.


1.Hér eru geymdir kayakar Kayakklúbbsins og einnig nokkrir bátar í einkaeigu.
2. Velkomið er að taka hvaða bát sem er.
3. Klúbbbátar eru merktir með \"K\".
4. Ef einkabátur er tekinn skal notandinn þó sýna því skilning ef eigandinn mætir á æfingu með ósk um að fá bátinn sinn til baka.
5. Því skal beint til eigenda að þeir bjóði fram aðstoð við að útvega notendanum annan bát. Ef allir bátar eru búnir, er eigandi hvattur til að ná samkomulagi við notandann um afnot það sem eftir lifir æfingarinnar.
6. Vinsamlega gangið hér vel um, hengið upp árar og svuntur og tæmið báta af vatni áður en þeim er staflað upp eftir notkun.


Kayakklúbburinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2008 18:15 #4 by pths
Replied by pths on topic Re:einkabátar-klúbbbátar
Sæll Garðar

Ég er ekki frá því að klúbburinn framfylgi þeirri reglu nú þegar!

Ég hitti gamla bátinn minn í Hvítánni í sumar og sá að það var búið að skreyta hann með þessu fína K-i.

kv.
Pési

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2008 18:00 #5 by Garðar WC
Ég held að kayakklúbburinn ætti að setja smá pressu á gamlingjana og hafa reglurnar þannig að ef þeir mæta ekki í eitt ár þá eignist klúbburinn sjálfkrafa bátinn þeirra.B)
En svona að öllu gamni slepptu er skynsamlegt að setja upp eitthvað plagg um þetta. En á móti má segja að skynsemin hafi ekki alltaf háð klúbbfélögum.:)

kv Garðar HM

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2008 17:39 #6 by jsa
Replied by jsa on topic Re:einkabátar-klúbbbátar
... eða við losum svunturnar af bátunum ykkar og veltum ykkur á hvolf :silly:

Bara að enda þetta á léttum nótum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2008 17:12 #7 by palli
Replied by palli on topic Re:einkabátar-klúbbbátar
Það er náttúrulega nett klúður að hafa ekki skýrar umgengnisreglur þarna, það býður upp á misskilning. Það er sjálfsagt mál að félagsmenn sem leyfa full afnot af bátunum sínum fái að geyma þá þarna endurgjaldslaust, en jafnsjálfsagt að þeir fái að nota bátana sína þegar þeir mæta á æfingar.
Fyrir næstu æfingu verður eftirfarandi skilti komið þarna upp (ef það kemur ekki betri breytingatillaga):

Hér eru geymdir kayakar Kayakklúbbsins og einnig nokkrir bátar í einkaeigu. Allir bátarnir eru félagsmönnum til frjálsra afnota á sundlaugaæfingum. Klúbbbátarnir eru merktir með \"K\". Þeir sem nota einkabát gætu átt von á því að eigandi hans mæti og fái bátinn sinn.
Vinsamlega gangið hér vel um, hengið upp árar og svuntur og komið bátunum vel fyrir eftir notkun.
Kayakklúbburinn


eða hvað ?

Palli Gests

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2008 16:40 #8 by Jói Kojak
Enda var thetta illmennistal mitt bara kaldhædni. Bjössi er toppgæi - enda hluti af hinu ódaudlega Team OldBoys.B)

Sjálfsagt lítid mál ad hengja upp blad med reglum um umgengni í og vid laugina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2008 15:46 #9 by fio
Replied by fio on topic Re:einkabátar-klúbbbátar
Ef ég smíða e-ð illa er það illa gert, ég tel sjálfan mig þó ekki illmenni. Hef engann nefnt illmenni í þessum þræði. Eins og þú veist Björn þá spurði ég þig hvort þú ættir bátinn og játtir þú því, ekki málið, þar við sat. Mig langaði hinsvegar að spyrjast fyrir þetta á síðunni og sagði sögu mína til útskýringar. Eins og orsi nefndi þá var ég að leita upplýsinga og útskrýringa. Nú eru þær komnar og enginn harmur eða leiðindi sitja eftir. Við munum sem áður mæta á sundlaugaæfingar gallvaskir með þessa vitneskju í farteskinu.
Þakka ykkur fyrir
fio

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2008 06:52 #10 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:einkabátar-klúbbbátar
Það hefði auðveldað Fio og syni hans að átta sig á samhengi hlutanna ef reglurnar hefðu verið sýnilegar einhversstaðar. Ég veit að félagi Magnús er mér sammála um að það var gott hjá Fio að vekja máls á þessu og draga fram í dagsljósið að það eru þá til reglur. Og í ljósi þess var rangt af mér að brigsla bjössa um ósanngirni og við hann segi ég: afsakið, bjössi.

Loks er ég er ósammála Jóa um að einhver hafi verið að grenja. Þetta er nú ekki alveg verðskuldað. Fio er nýliði (eins og við allir vorum, ekki satt?) sem var einfaldlega að tjá sig um reynslu í nýju umhverfi og leita upplýsinga. Þær eru semsagt komnar fram og vonandi mæta þeir feðgar á næstu æfingu eða róður. Alltaf velkomnir bara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2008 06:06 #11 by maggi
Replied by maggi on topic Re:einkabátar-klúbbbátar
Reglurnar eru óbreyttar bátarni sem geymdi eru undir lauginni standa öllum til boða svo fremi að eigendur séu ekki að nota þá , ef eigandi báts mætir seint í laugina þá á hann samt rétt á að fá bátinn sinn.


Sundlaugarnefnd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2008 01:38 #12 by Jói Kojak
Já Bjössi, þú ert sannkallað illmenni. Mætir þarna eftir dúk og disk og bara tekur bátinn af drengnum. Þinn eigin bát.

Hvaða bull er þetta?

Eigandi bátsins er eigandi bátsins. Þýðir ekkert að fara að grenja yfir því.<br><br>Post edited by: Jói Kojak, at: 2008/11/09 17:41

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2008 00:12 #13 by oldboys
Replied by oldboys on topic Re:einkabátar-klúbbbátar
Sælir félagar, hrikalegur ruddi er maður orðinn.... en! menn mega nú samt ekki vera ofur viðkvæmir og dæma án þess að kynna sér málið.

Mætti í laugina sl. sunnudag í fyrsta sinn í 2 ár. Bátarnir mínir hafa verið í laugunum þann tíma og hefur klúbburinn haft góðfúslega heimild til að nýta þá til sundlaugaæfinga.

Þótti nú tækifæri til að rifja upp kynni mín að bátnum og bað ungan dreng sem var með bátinn á bakkanum að láta mér hann eftir en fór að sjálfsögðu niður í kjallara og fann annan bát sem ég græjaði fyrir hann.

Það hefur tíðkaðst frá því ég man eftir að einkabátar séu nýttir ef eigandi er ekki á staðnum. Það finnst mér góð regla og óþarfi að hrófla við henni. Í kjallaranum eru bæði einka og Klúbbátar en klúbbátarnir eru greinilega merktir. Því ætti ekki að fara á milli mála hvaða bátar eru í eigu klúbbsins. Þeir sem vilja ekki að aðrir noti bátana sína geyma þá hins vegar á öðrum stað.

Ég lennti oft í því áður fyrr að einhver var með bátinn minn þegar ég mætti á æfingar og þá var sjálfsagt mál að skiptast á bátum án þess að það hafi verið tilefni til eftirmála.

Mér finnst afturför ef manni er launuð góðvildin að leyfa öðrum klúbbfélögun og aðstandendum þeirra að nýta bátana mína þegar ég mæti ekki á æfingu með því að vera stimplaður illmenni. Klúbbstarf gengur útá samvinnu félagsmanna og ef einhver er með aðrar skoðanir þá hefði farið betur að þau mál hefðu verið rædd á staðnum.

Björninn

p.s. skrifa í mínu nafni en ekki oldboys þó notendanafnið sé þess mæta félagsskaps sem vill engum illt :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2008 23:08 #14 by Steini
Replied by Steini on topic Re:einkabátar-klúbbbátar
Engin geymslugjöld hafa verið tekin af bátum sem hafa verið geymdir í sundlaugunum, enda enginn kostnaður af þessum geymslum.

Áður var aðeins um eina geymslu að ræða og var þá svo litið á að þeir sem geymdu báta þar endurgjaldslaust gátu ekkert sagt við því að þeir væru nýttir af öðrum, sú hefð fluttist yfir á þá báta sem eru geymdir undir lauginni, enda eru bátar þar í einkaeigu ásamt klúbbbátum (ég á þar tvo báta). Spurning nú þegar komin er sérstök geymsla fyrir einkabáta hvort menn greiði geymslugjöld af þeim enda eru þeir ekki ætlaðir til almennra nota.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2008 22:22 #15 by Orsi
Replied by Orsi on topic einkabátar-klúbbbátar
Það er auðvitað engin sanngirni í þessu. Af hverju geymir viðkomandi maður ekki einkabátinn sinn í þartilerðu rými við útilaugina fyrir einkabáta? Getur einhver svarað því?

Og annað: þurfa menn með einkabáta að greiða geymslugjöld fyrir afnot af kjallaranum? En í einkabátageymslunni við útilaugina? Getur einhver svarað því?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum