Jónsmessuróður 2012 - Skráning

25 jún 2012 14:03 - 25 jún 2012 14:04 #1 by Össur I
Já ég er sammála. Verð líka að bæta því við að þín var saknað í róðrinum. Held að ég hafi aldrei róðið í Hvalfirðinum á Jónsmessunni án þess að þú værir með í för. Við lögum þetta til næst og vonandi með einhverju útileguívafi, það væri bara gaman B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2012 11:20 #2 by Sævar H.
Gott að heyra Össur.
Ég held að svona útileguívaf í Jónsmessu róðrinum gæti orðið stemningaaukandi og gott start fyrir sumarróðrana. Það gæti einnig aukið þátttökuna -fá meira út úr ferðinni á þessum flotta stað sem Hvalfjörðurinn er... en er ánægður með skýringun á misræminu... takk fyri það :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2012 09:18 - 25 jún 2012 09:20 #3 by Össur I
Sæll Sævar.
Því miður stóð ríkisstjórnin sig ekki í því að breyta landslögum og reglugerðum eins og íað er að í ferðadagskránni og því ekki forsvaranlegt að hafa þessa ferð með útileguívafi að þessu sinni. Vonandi næst það hjá þeim fyrir næsta Jónsmessuróður og þá getum við kannski gert eitthvað í þá veru. En við þurfum helst að ná að fjölga ræðurum í þessa ferð.
kv Össur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2012 23:00 #4 by Sævar H.
Takk fyrir þetta Össur.
Vildi bara vita um breytta tilhögun róðursins. Á ferðadagskránni er látið að því liggja að þetta verði útileguferð og tjaldað. Jónsmessunni fagnað alla nóttina. Þetta vakti löngum mína til róðrar. Hvort breyting á róðrarplaninu hafi leitt til óvarkárni hjá mér og valdið smá axlartognum-veit ég ekki-en kannski hjálpað til. En fagna ferðinni hjá ykkur og góðri ferðasögu ásamt myndum ,fyrir okkur sem heima sátum af ýmsum ástæðum.... :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2012 22:17 #5 by Einar Sveinn
Takk fyrir mig!

Myndir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2012 20:30 - 24 jún 2012 20:33 #6 by Össur I
Sæll Svævar
Vona að það hafi ekki haft áhrif á meiðsl þín þó Þóra hafi þurft að fela mér umsjón með ferðinni:) :woohoo:

En það var fámennt að þessu sinni í Jónsmessuróðrinum okkar. Við vorum níu sem rérum: Egill, Einar, Friðþjófur, Jónas, Magni, Maligiaq sá grænlenski snillingur, Marta, Þórólfur og undirritaður. Við byrjuðum á að grilla okkur pylsur í fjörusporðinum og rérum af stað södd og sælleg. Ákveðið var að róa léttan hring um Hvammshöfða og róa svo inn fjörðinn, með landinu sunnanmegin. við rérum að svo nefndum Stórhöfða þar sem við tókum flest kaffipásu. Maligiaq var hins vega greinileg ekki vanur svona rólegum róðri eins og þessi var hjá okkur og þeyttist um fjörðinn þveran og endilangann með við drukkum te. Við rérum til baka næstum sömu leið en skiftumst á að róa með þessu snilldar grænlenska (made in France) priki sem við höfðum kynnst hjá Maligiaq fyrr um daginn.
Takk fyrir fínan róður og notalega kvöldstund
Össur

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2012 22:06 #7 by Sævar H.
Verður Þóra Atladóttir ekki umsjónarkona ferðarinnar ? Það er auglýst svo á síðunni. Vegna smá axlarmeiðsla verður ekkert af þátttöku minni. En eigið þíð góða róðrarferð... :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2012 10:31 #8 by Össur I
Verð með kerru í Geldingarnesi í kvöld og get tekið einhverja báta. Reikna með að leggja af stað þaðan um 20:00, þannig að mæting eitthvað fyrr til að græja báta á kerruna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2012 09:33 #9 by Ingi
Maligiaq kemur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2012 01:06 #10 by Jónas G.
Ég og Magni ætlum að mæta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2012 21:13 #11 by Egill Þ
Við Marta mætum

Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2012 20:52 - 22 jún 2012 20:54 #12 by Össur I
Líst vel á það Einar, verð þá allavega ekki Palli einn í Hvalfirðinum. Það er blíðviðris veðurspá, þannig að þetta verður rólyndar róður til að njóta. Skylda að taka myndavél með Einar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2012 18:09 #13 by Einar Sveinn
Vid verdum tha tveir,eg maeti, kem ur sveitinni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2012 13:01 - 21 jún 2012 13:01 #14 by Össur I
Ég mæti, þó ég verði einn :silly: það verða þá bara fleiri pylsur handa mér :woohoo:

Koma svo og skrá sig, snilldar veðurspá :P

kv Össur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2012 22:11 - 19 jún 2012 22:12 #15 by Össur I
Ég ætla allavega að mæta (skyldumæting hjá mér) en vona að sjá sem flesta. Ætlunin er að vera með léttan en um fram allt skemmtilegan róður sem hentar öllum. Ég stefni á að grilla pylsur í fjörunni eins og í fyrra, þ.a.s ég kem með grill, pylsur, á þær og í og gos með. Við grillum okkur svo áður en við leggjum af stað. Þetta verður bara gaman :)
Miðað við veðurspánna eins og hún lítur út núna verður hægt að standa við einnar árar ferð.

Koma svo og melda sig.

Kv Össur I

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum