Á kayak umhverfis Ísland

17 jún 2009 19:37 #121 by Sævar H.
17.júní 2009

Kort af kafla 2 : Stykkishólmur- Bolungavík



Á kortinu er sýnd róðaraleið Gísla H. Friðgeirssonar á
kafla 2 á róðrinum umhverfis Ísland : Stykkishólmur- Bolungavík.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/17 12:40
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2009 18:12 #122 by Sævar H.
16.júní 2009
15. róðrarleggur : Súgandafjörður- Bolungavík

Um hádegisbil þann 15.júní leggja þeir róðrarfélagar Gísli og Ágúst Ingi upp í 15. róðrarlegg Gísla kayakræðara á hringróðri um Ísland.
Veður er mjög gott og stilltur sjór.
Leiðin liggur með norðurströnd Súgandafjarðar og fyrir það svipmikla fjall,Gölt. Þegar fyrir Gölt er komið er stutt í Keflavík , en þar stendur Galtarviti sæfarendum til leiðsagnar.
Mjög fallegt er í Keflavík.

Óskar Aðalsteinn , rithöfundur var vitavörður á Galtarvita árin 1953 til 1977 . :

“Galtarviti á Vestfjörðum stendur í Keflavík sem er vík út af Súgandafirði. Víkin snýr á mót opnu hafi og eru siglingar fiskiskipa tíðar fram hjá vitanum. Aðeins er hægt að komast til Keflavíkur gangandi, á snjósleða eða sjóleiðina þegar veður er gott.

Ég verð að gera þá játningu, að það sem ég vildi helst segja, á ég engin orð yfir. Ég get ekki leitt þig inn í heim útnesjamannsins, svo að neinu nemi, það er á engra færi.

Enginn lýsir þögninni, sem umlykur Galtarvita, eitt afskekktasta byggða ból landsins.

Hér er sú þögn, sem aldrei verður í fjölmenni, það er í henni hreyfing, ljúf og góð, sem helst má líkja við bylgjuhreyfingu túngresisins á lognkyrrum sumardegi.” segir Óskar Aðalsteinn , rithöfundur og fv. vitavörður á Galtarvita.

Róðrarfélagarnir Gísli og Ágúst Ingi hittast á Vestfjörðum

(mynd: Halldór Sveinbjörnsson/Ísafirði)

Og frá Keflavík og Galtarvita liggur leið þeirra róðrarfélaga Gísla og Ágústs Inga fyrir fjallnúpinn Öskubak og Skálavíkin blasir við ,sem liggur þarna milli útvarðanna Deildar í norðri og Öskubaks í suðri.

Skálavík var fyrrum vestasta byggð í N.Ísafjarðarsýslu.
Eftir að hafa þverað fyrir Skálavík liggur leiðin fyrir Deild og er þá komið í Ísafjarðardjúp.
Nú er tekið land við neyðarskýlið í Krossavík utan Stigahlíðar .
Og eftir hvíldarstoppð er lokaáfanginn framundan – róðurinn inní Bolungavík.

Og um kl 18 þann 15. Júní 2009 lýkur 15. legg kayakróðurs Gísla kayakræðara á leið sinni umhverfis Ísland.
Róðrarvegalengd dagsins varð um 26 km.

Nú hefur Gísli H. Friðgeirsson lokið við 2. kafla leiðarinnar umhverfis Ísland : Stykkishólmur- Bolungavík.

Og alls eru 526 km að baki frá því kayakróðurinn hófst frá Geldinganesinu í Reykjavík þann 1. júní 2009....

Væntanlega mun Ágúst Ingi fjalla nánar um þennan samróður hans með Gísla kayakræðara... við bíðum þess.

Og nú er einstakt tækifæri fyrir kayakræðara að róa með Gísla fyrir Hornstrandir... notið tækifærið...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/17 12:15
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2009 06:42 #123 by Gíslihf
Kæru félagar í kayaksportinu og aðrir sem sýnt hafa áhuga og stuðning. Það er kominn tími til að ég láti heyra frá mér á þessum þræði, sérstaklega til að þakka fyrir mig.

Það hefur farið eins og ég óskaði mér, að þið hafið einnig gert þessa tilraun mína til að fara hringinn, að ykkar máli, þannig að ég finn mig ekki einan í verkefninu. Þið hafði veitt margháttaða ráðgjöf, verið félagar í þjálfun, létuð mig fá SPOT staðsetningartæki, þið fylgist með mér, sendið mér daglega veðurspá með sms og væntanlega tíma flóðs og fjöru, reynið að finna leggi sem þið getið róið með mér, eruð boðnir og búnir til að lána mér eitthvað sem kynni að vanta, eruð tengiliðir við Gæsluna eða Mbl. eða aðra sem vilja upplýsingar og skrifið á Korkinn um ferðina. Vart þarf að taka fram að Lilja mín er næringarráðgjafinn og útbýr nestið mitt af mikilli umhyggju. Ég vænti þess að þegar frá líður verði þetta til að efla þessa góðu grein útivistar og íþróttar og að með umfjöllun Sævars fái róðurinn góða tengingu við sögu þjóðar og lands sem hefur alið okkur flest.

Sveinn Axel spurði mig í símtali eftir fyrstu vikuna hvort ég hefði lent í einhverjum ævintýrum (brimlendingum, hvölum !) og ég gat svarað að hver dagur hafi verið ævintýri í íslenskri náttúru, en eðlilega einnig dagar erfiðis.

Ég hef hitt gott fólk á leiðinni sem var gefandi að ræða við og kynnast eins og Steinar og Sigrúnu í Straumfirði, Stellu og Dóru í Knarrarnesi, þýsku Engelbart hjónin, Jóhann skipstjóra og fjsk. á Rifi, marga aðila í Stykkishólmi, Guðmund Pál og Valdimar í Flatey, Þorvald og Kristínu á Hvallátrum og nágranna þeirra Marías, hjónin í Hænuvík og nú síðast Halldór Sveinbj., Örn og frú og Þröst frá Ísafirði sem reru með mér á sunnudag til Suðureyrar og veittu mér allan stuðning. Nú þegar ég hef tekið mér a.m.k. 2ja daga hvíld eru bátur og búnaður í þeirra vörslu. Ég var vart kominn í hús með bátinn þegar Halldór Óli var farinn að gera við leka við skegg bátsins.

Palli formaður hóf með mér róðurinn, Andri var félagi minn yfir Breiðafjörðinn í misjöfnu sjólagi og Ágúst Ingi frá Dýrafirði til Bolungavíkur nú síðustu tvo dagana.

Ég hlakka til að leggja í næsta áfanga sem eru Hornstrandir og vona að veður hamli ekki för.

Kær kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2009 01:53 #124 by Sævar H.
14.júní 2009

Róðrarleiðin á 13. legg. Svalvogar - Suðureyri við Súgandafjörð



Og nú að kvöldi 14.júní 2009 hefur Gísli kayakræðari lagt að baki um 506 km róður frá því hann lagði af stað frá Geldinganesinu í Reykjavík þann 1.júní 2009
Glæsilega gert.

SPOT tækið góða er greinilega viðkvæmt fyrir fjalllendi. Merkin virðast tapast vegna þess að fjöll skyggja á . Þegar þetta gerist kemur mjög löng lína milli mælipunkta. Róin leið er því nokkuð önnur en tækið sýnir....<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/16 20:55
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2009 01:50 #125 by Sævar H.
síðu eytt<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/16 19:17

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2009 01:50 #126 by Sævar H.
14.júní 2009
Það var stutt hvíldarstopp hjá Gísla kayakræðara þarna sunnan Svalvoga .
Róðri hætt kl 3 um nóttina og er síðan lagður af stað um hádegisbil að nýju.

Nú er það vandaverk framundan að hitta á væntanlegan róðrarfélaga – hann Ágúst Inga.
Veður er mjög gott og stillt í sjóinn .
Gísli rær fyrir Hafnarnesið og allt inn á mótsvið Keldudal í Dýrafirði.
Ekkert sást til Ágústs Inga kayakræðara.
Nú er komið gott símasamband og því uppplagt að hringja í Ágúst Inga og fá staðsetningu.
Og samband næst. Þeir eru ekki fjarri hvor öðrum- aðeins Dýrafjörður á milli.

Væntanlegur róðrarfélagi er staddur norðan Dýrafjarðar í hópi kayakræðara frá Ísafirði.
Þau eru stödd við Arnarnes í mynni Gerðhamradals.
Þau sjá vel til Gísla handan fjarðar og bíll sem hafði ekið þeim ,blikkar ljósum- staðsetning róðrafélaga er klár.

Gísli þverar því Dýrafjörðinn þarna og lendir við Arnarnes á stað sem heitir Vörin- það verða fagnaðarfundir.

Og þau sem ætla að róa með Gísla kayakræðara þennan 13. legg á hringróðrinum eru: Ágúst Ingi úr Reykjavík, Halldór S. Þröstur ,Örn og frú frá Ísafirði.
Róðrarleiðin liggur vestur með norðurströnd Dýrarfjarðar og fyrir Barðann sem er útvörður milli Dýrafjarðar í suðri og Önundarfjarðar í norðri.

Sjósókn ,hefur frá því land byggðist ,verið undirstaða byggðanna á Vestfjörðum .
Þar eru gjöfulustu fiskimið við Ísland.
Og sjór var sóttur af miklum dug og þori og mikil verðmæti á land dregin.
En þetta erfiða hafsvæði ,strauma og vinda tók oft sinn toll við lífsbjörgina.

Í „Öldinni okkar“ segir frá ægilegu sjóslysi sem átti sér stað 7.maí árið 1812. Þar segir m.a.:

Hinn 7. maí var hvasst veður , svo enginn réri um morguninn. En um hádegi linaði veðrið og gerði logn. Menn bjuggust því til sjóferðar í skyndi og réru 12 skip úr Önundarfirði um daginn.. Skömmu eftir að skipin komu á fiskimiðin brast á öskrandi stórhríð með ofsaroki. Kom veðrið með svo snöggum hætti að dæmalaust var talið. Í þessu hamfara veðri fórust 54 sjómenn úr Önundarfirði... .

Nú erum við með nákvæmar langtíma verðurspár sem standast nánast 100% nokkra daga fram í tímann. Sannalega breyttir tímar.

Þegar fyrir Barðann er komið er stefnan sett á Sauðanesvita – útvörðinn milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar og Önundarfjörðurinn er þveraður.

Og þegar fyrir Sauðanesvitann er komið er stefna sett á Suðureyri við Súgandafjörð.


Lent er í fjörunni neðan við tjaldstæðið í þorpinu uppúr kl .21 um kvöldið.
Ísfirðingar fara til síns heima en þeir félagar Gísli og Ágúst Ingi reisa tjaldbúðir .
Þegar skreppa átti í sjoppu sem þarna var með, WC og fínheitum, var búið að loka.
Þetta þótti höfuðstaðarbúum slök þjónusta um hábjargræðistímann í ferðamannabransanum.

Gísli kayakræðari hafði lagt að baki á þessum 13. róðrarlegg sínum- um 46 km róður.
Ekkert smáræði þegar haft er í huga að daginn áður réri hann 64 km- eða 110 km á tveim dögum.

Og komast síðan ekki á salerni á Suðureyri í lokin og það kl 22 að kvöldi- minnisstætt atvik.

En frábærlega fallegar,upplýsandi og skemmtilegar eru myndirnar sem Halldór Sveinbjörnsson á Ísafirði hefur sent síðunni- frá þessum róðri - skoðið þær....<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:03
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2009 01:35 #127 by Sævar H.
síðu eytt<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/16 19:18

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2009 20:08 #128 by Sævar H.
14.júní 2009

Frá Hvallátrum að Svalvogum norðan Arnarfjarðar-12. leggur róðurs Gísla kayakræðara



Á kortinu er færð inn hin 64. km langa róðararleið Gísla kayakræðara frá Hvallátrum og að Svalvogum við utanverðan Arnarfjörð að norðan...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/16 20:14
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2009 20:02 #129 by Sævar H.
færslu eytt<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/16 13:06
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2009 19:50 #130 by Sævar H.
13.júní 2009
12. leggur frá Hvallátrum að Svalvogum norðan Arnarfjarðar

Um hádegirbil þann 13. Júní hefst 12. róðrarleggur Gísla kayakræðara. Ýtt er úr vör undan bænum Hvallátrum í Látravík.
Milli Bjargtanga í suðri og Blakkness í norðri eru þrjár víkur.
Látravík syðst þá tekur við Breiðavík og síðan Kollsvík sunnan Blakkness.

Leið Gísla liggur því með þessum víkum og fyrir Blakknes (Blakkur).
Útaf Blakknesi er ströng straumröst og því oft kallað Straumnes.

Eftir um 5 klst róður tekur Gísli land í Hænuvík á sunnanverðum Patreksfirði.
Veður er afbragðs gott og stilltur sjór.
Að afloknu góðu stoppi í henni Hænuvík tekur Gísli ákvörðun um að þvera bæði Patreksfjörð og Tálknafjörð- 11 km róður .

Kl. um 20 tekur hann land við utanverðan Tálknafjörð við gamalt eyðibýli sem Ævarsbúð hefur heitið – utan Krossadals. 33 km. róður að baki frá Hvallátrum.

Veðrið er algjör stilla til lofts og sjávar og kvöldsólin að hníga þegar Gísli tekur ákvörðun um að halda róðri áfram út í þessa fallegu kvöldstemningu.
Það er skammt í sumarsólstöður-miðnæturstemning sumarsins í algleymingi.

Gísli hafði fengið þær fréttir að Ágúst Ingi kayakræðari væri á Þingeyri á Dýrafirði og myndi róa til móts við hann á sunnudagsmorgun þ.14.júní.
Og eftir skamma dvöl leggur hann frá Ævarsbúð af stað norður og fyrir Kóp í mynni Arnarfjarðar að sunnan og skammt inn fyrir Kópanesið. Við Kópanesið er gott slysavarnarskýli og vel viðhaldið...

Enn er sól á lofti og hugðist Gísli róa þar til hún hyrfi fyrir sjónarrönd .
Gísli þverar síðan Arnarfjörðinn ,12,5 km og tekur land utast á norðurströnd Arnarfjarðar, skammt sunnan Svalvoga.


Þegar hér er komið er klukkan orðin 3 aðfararnótt sunnudagsins 14 júní 2009 .
Og sólin gekk aldrei til viðar – hún var að byrja að hækka á lofti þegar Gísli tekur „næturstað“ og lætur fyrirberast þarna við Svalvoga – til hádegis þ. 14.júní 2009. Mikið er um refi þarna í Svalvogum, að sögn Gísla.

Og nú hafði Gísli kayakræðari lokið sínum lengsta róðrarlegg á hringróðrinum umhverfis Ísland- alls 64 km vegalengd mældist róður dagsins.

Mikið afrek hjá Gísla kayakræðara

Bjargfuglseggin sem matreidd voru fyrir Gísla hjá vinafólki hans á Hvallátrum reyndust orkumikil í meira lagi.
Bjargfuglinn í Látrabjargi þarf mikla orku fyrir ungana í harðri lífsbaráttu þarna í bjarginu... engin hænuegg þar....

Samkvæmt samtali við Gísla nú í dag 16.júní 2009 þá er þessi staður við Krossadal merktur inn með einkenni um að þarna sé slysavarnarskýli- það skýli eru rústir einar. Það er slæmt ef svona alvarlegar villur eru á nýjum kortum...

Meira síðar<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:02
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2009 18:23 #131 by Sævar H.
12.júní 2009

11.leggur- róðurinn frá Skor að Hvallátrum


Þagar lent var í fjörunni að Hvallátrum hafði Gísli kayakræðari lagt að baki 396 km á hringróðri sínum umhverfis Ísland<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/16 11:26
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2009 17:27 #132 by Sævar H.
16.júní 2009

Frá Skor að Hvallátrum – 11. róðrarleggur:

11. leggur á róðri Gísla kayakræðara hófst við Skor austan Rauðasands og lauk í fjörunni neðan við Hvallátur í Látravík eftir um 36 km róður.

Gísli hefur því lagt að baki alls um 396 km þegar í Hvallátur var komið þann 12. Júní 2009

Frá hinni gömlu verstöð undir Stálfjalli, Skor, setti Gísli stefnuna á Keflavík vestan Rauðasands og við austurenda Látrabjags.
Keflavík er einnig gömul verstöð, en mjög góð fiskimið eru undan Látrabjargi

Það var ANA vindur 5-7 m/sek og stilltur sjór.
En í okkar fjöllótta landi er vindur oft dyntóttur .
Það fékk Gísli að reyna þarna undan Rauðasandi. Þegar þessi rólyndisvindur kom niður af fjalllendinu ofan Rauðasands umbreyttist hann tíðum í sterka sviftivinda og átti Gísli kayakræðari oft í baráttu við að fjúka ekki á haf út þegar það versta skall á.

En í Keflavík tók hann land og undirbjó áfangann mikla – að róa fyrir Látrabjarg og yfir hina illskeyttu Látraröst, framan við Bjargtanga .

Að sögn Gísla var róðurinn með þessu 400 m háa fuglabjargi, sem Látrabjarg er- ólýsanlegt ævintýri .
Fuglamergðin í og við bjargið- þverhnípið -allt saman yfirþyrmandi upplifun.

Og eftir 14 km róður með Látrabjargi kom hann að Bjargtöngum- vestasta hluta Íslands og um leið Evrópu.
Við Bjargtanga eru glögg skil Lártrarastar.
Látraröstin er illvígasta siglingasvæði við Ísland og á norðurhveli jarðar vegna strauma einkum þegar vindur og alda fer gegn straumi.
Þó Gísli færi næst við landið þá tók þessi mikli straumur duglega í – á þeim hálftíma sem tók hann að fara yfir straumsvæðið þarna – varð hann að beita allri sinni orku við að komast yfir straumkastið.

Og að lokum renndi hann kayaknum uppí fjöuna neðan við bæinn Hvallátra í Látravík.

Þar átti Gísli heimboð og gistingu í húsi um nóttina.
Hann skipti því um föt þarna í fjörunni og hét síðan til bæja.

Undrun heimamanna varð mikil við komu þessa spariklædda manns uppúr fjörunni – en mál skýrðust .


Gísli kayakræðari dvaldi síðan að Hvallátrum til hádegis þ. 13.júní- í góðu yfirlæti . Þar sem eggjataka í Látrabjargi var í hámarki- þá naut Gísli þess að vera boðinn bjargfuglsegg í ríkum mæli.
Engin smá orka í þessum bjargfuglseggjum-það átti eftir að koma ljós...

Smá viðbótar ævintýri bættist við hjá Gísla þarna á Hvallátrum.
Eldri hjón höfðu orðið viðskila á göngu ofan Látrabjargs og leit var skipulögð. Gísli tók þátt í henni .

Konan fannst síðan eftir nokkra leit og allt fékk ljúfan endi...
Meira síðar...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:01
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2009 20:11 #133 by palli
Replied by palli on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Þá er Gísli lagður í hann síðasta legginn í bili. Heyrði í Dóra á Ísafirði áðan og hann var hress eins og venjulega. Þau fóru 6 saman á móti Gísla í gær og reru eina 35km með honum í blíðu og frábæru færi. Gísli ku stefna á Bolungarvík núna og þar mun báturinn tekinn upp í bili og inn á Ísafjörð í smá pásu. Gísli ætlar að skreppa suður í nokkra daga og hitta spúsu sína og fjölskyldu. Frábær árangur á ekki lengri tíma og gaman að fylgjast með. Til hamingju með áfangann Gísli. Myndir frá Dóra eru hér

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2009 05:50 #134 by palli
Replied by palli on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Ég veit að hann langaði að þvera Húnaflóann u.þ.b. frá Trékyllisvík og hafði hugsað mér að reyna að renna það með honum. Vona að það hitti á dag þegar ég á heimangengt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2009 01:52 #135 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Þetta fluggengur hjá Gísla. Er einhver héðan úr SVhorninu á leið að róa leggi með honum á Norðurlandinu? Ég horfi á einhverja daga á tímabilinu 22.- 26. júní fyrir meðróður og lýsi eftir fleirum á svipuðum buxum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum