Á kayak umhverfis Ísland

29 jún 2009 16:16 #91 by Sævar H.
29.júní 2009

22. róðrarleggur Gísla kayakræðara

Króksberg- Hraun á Skaga


Róðrarleggur Gísla kayakræðara var í skemmra lagi miðað við síðustu afreksróðra við
þverum Húnaflóans.

Í gær réri Gísli frá næturstað sínum skammt sunnan
við Króksbjarg og í Kálfshamarsvík .

Þar tók Gísli langt og gott stopp enda koma eiginkona Gísla , Lilja ,í heimsókn .

En um kl 22 tók Gísli sig upp og réri fyrir Skaga og nálægt Hrauni .
Heildarróður á þessum 22. róðrarlegg varð um 30 km.

Þau hjónin dvelja nú í fallegri vík við Ásbúðir sem eru nyrst á Skaga.

Ekki hefur náðst símasamband við Gísla í dag-
kl 14.30 lagði hann af stað frá næturstað við
Hraun á Skaga og stefnir inn Skagafjörðinn í átt að
bænum Ketu.
Hann ætti að vera þar um kl 17.
Þá er það ákvörðum um að þvera Skagafjörðinn....

Kl. 19.45 ýtti Gísli kayakræðari úr vör skammt norðan við Ketu í
vestanverðum Skagafirði og stefnir norður fyrir Málmey og þar með þverun
á Skagafirði.
Óvíst er á þessari stundu hvar hann tekur síðan land og lætur fyrirberast að afloknum þessum
23. róðrarlegg.
Allavega hann verður í námunda við Fljótin í austanverðum Skagafirði...

Við fylgjumst með með<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/30 10:44
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2009 23:22 #92 by Sævar H.
28.júní 2009

22. róðrarleggur Gísla kayakræðara- um Skaga

Um kl. 13 í dag lagði Gísli kayakræðari upp í sinn 22. róðrarlegg.

Róðurinn hóf hann frá næturstað sínum sunnan Króksbjargs á Skaga .

Kl. 15.15 tók hann land í Kálfshamarsvík sem er utarlega á Skaga.
Veður er gott austan 4-7 m/sek og sjólítið fyrir Skaga.

Og nú styttist mjög í að við sólu skíni Skagafjörður hjá Gísla kayakræðara

í samtali mínu við Gísla í morgun kom fram að í dag hyggðist hann róa fyrir
Skaga og jafnvel inn að Ketu í mynni Skagafjarðar.

Og á morgun er þá planið að þvera Skagafjörðinn frá Ketu og
norðan Málmeyjar og taka land utan Sléttuhlíðar austan Skagafjarðar.

Afbragðsgott róðrarveður verður seinni hlutann í nótt í það verk að þvera Skagafjörðinn...:P

Kálfshamarsvík

Á Kálfshamarsnesi myndaðist fyrsti vísir að þorpi í upphafi 20. aldar.
Það varð aldrei fjölmennt, rétt um 100 manns þegar flest var á árunum um 1930 ,.
en fór að mestu I eyði upp úr 1940
Í Kálfshamarsvík er góð hafnaraðstaða frá náttúrunnar hendi.
Þaðan var einnig stutt á fiskimið.
Einkum var róið frá Kálfshamarsvík að sumarlagi og fram undir jól
en þá var algengt að karlar héldu til Suðurnesja á vertíð .
Og fyrir bílaöld fóru vertíðarmenn þennan spöl – gangandi.
Í Kálfshamarsvík er stór viti og í víkinni má sjá mikið af sérstöku og fögru stuðlabergi
sem nær allt í sjó fram.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:09
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2009 16:08 #93 by Sævar H.
28.júní 2009

21. róðrarleggur: Asparvik á Ströndum- Vatnsnes- Skagi



Eftir að hafa hvílst vel í Norðurfirði á Ströndum í heitum laugum
og dvalist um sinn sunnan Asparvíkur undir Balafjöllum á Ströndum og snætt þar
óvenju kraftmikla kjötsúpu - var Gísli tilbúinn að leggja í þverun Húnaflóans.

Kl. 01 aðafarnótt laugardagsins 27.júní leggur hann á Húnaflóann frá Asparvík á Ströndum
og rær í einni lotu í Hindisvík á Vatnsnesi. 36 km róður án landtöku og í raun á úthafi og lengst af í
lágþoku og kompásleiðsögn.

Og ekki lætur Gísli kayakræðari þar við sitja.
Að loknu 7 klst stoppi þar af 4 tíma svefni- er lagt í hann að nýju.
Nú er stefnan sett á Skagaströnd.
Og kl 21.30 tekur Gísli kaykræðari land við höfnina á Skagaströnd eftir 23 km róður-
mestan hlutann í lágþoku og því kompásleiðsögn.

Ekki er allur kraftur úr Gísla þegar hér er komið- því
áfram er haldið eftir tæplega 3ja tíma hvíld.

Og þessum langa róðrarlegg lýkur skammt sunnan Króksbjargs á Skaga um kl 02 aðfaranótt 28 júní.

Alls hafði þessi 21. róðrarleggur því staðið yfir í 25 klst. þar af um 15 klst á róðri.
Á þessum langa róðrarlegg hafði Gísli kayakræðari lagt að baki um 72 km leið.

Mikið afrek hjá Gísla kayakræðara :P

Gísli kayakræðari hefur nú lagt að baki 795 km frá því hann ýtti úr vör frá
Geldinganesinu í Reykjavík þann 1. júní 2009<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/28 10:12
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2009 16:09 #94 by Sævar H.
27.júní 2009

21. leggur : Asparvík á Ströndum - Hindisvík á Vatnsnesi- 36 km róður án landtöku



Gísli kayakræðari réri sinn 21. róðrarlegg í nótt 27.júní.
Hann lagði upp frá Asparvík á Ströndum um kl. o1 í nótt.
Hann réri í einni lotu yfir Húnaflóann í Hindisvík nyrst á Vatnsnesinu- alls 36 km róður.
Gísli lenti í Hindisvík um kl 7.40 í morgun eftir um 6 klst og 40 mín. róður- án landtöku.
Veður var orðið gott 1-3 m/sek og hafaldan var í lokin orðin 0,2 m . Þetta er glæsilega gert hjá Gísla kayakræðara . :P

Nú hefur Gísli yfirgefið Vestfirðina og er kominn á Norðurlandið...í Húnavatnssýslu...

Hindisvík
Hindisvík er einkum þekkt fyrir mikið selalátur. Hindisvík hefur verið friðuð frá 1940 vegna þessa einstöku tilveru sela sem þangað sækja .
Vegna mikillar aðsóknar ferðamanna hefur Hindiavík verið lokuð ferðamönnum frá árinu 2008.
Sel hafði fækkað þar mjög og var ásókn ferðamanna kennt um.
Það tel ég ekki alveg næga skýringu þar sem sel hefur almennt fækkað um norðvestanvert landið á seinni árum. Það segja mér selveiðimenn á Dröngum á Ströndum....

Kl 15.15 lagði Gísli af stað frá Hindisvík eftir 7 klst hvíld og stefnir á Skagaströnd. Það er því ljóst að hann nær að þvera allan Húnaflóann í dag þ. 27. júní. Hversu langt norður á Skaga hann fer í dag er ekki ljóst enn sem komið er.. 21. legg er ekki lokið ennþá.

Kl. 21.30 tók Gísli kayakræðari land við höfnina á Skagaströnd eftir um 23 km róður frá Hindisvík. Ég náði sambandi við hann.

Lágþoka var talsverðan hluta leiðarinnar og kompásleiðsögn. Það sama var með róðurinn frá Asparvík.
Veruleg innlögn var komin inn Húnaflóann, um 5-7 m/sek og alda allt að hvítu í faldinn.
Róðurinn tók því vel í.

Gísli var fjallhress þó að baki séu um 60 km róður frá því kl. o1 í nótt.
Gísli hvíldi sig í um 4 klst í Hindisvík - en hann var truflaður af landeiganda sem tilkynnti honum um friðun svæðisins.
Það stenst þó ekki lög gagnvart aðkomu í fjöru.
En allt fór þetta vel og Gísla boðið í hús og fékk hann þar áfyllingu á vatnskútinn sinn- með meiru.

Mikið er af sel á Húnaflóa og hvalir , sennilega hrefnur, sveimuðu kringum kayakinn um stund. og blésu hraustlega.

Nú er planið að róa aðeins lengra í norður frá Skagaströnd og finna þægilegri stað til að láta fyrirberast á í nótt<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:08
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2009 06:00 #95 by GUMMIB
Sæl

Ég giska á að þetta sé Kalli Geir fyrrverandi formaður KK. Ef þetta er Kalli þá gæti þetta verið
NDK Explorer báturinn sem Gísli er að róa núna, er samt ekki viss um það.

Kveðja
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2009 04:28 #96 by Sævar H.
Sæll Guðmundur B.

Myndin er tekin á stórhátíð kayakmanna og kvenna sem haldin var í Stykkishólmi um hvítasunnu ,fyrir flutning Steina og Ritu austur. Verið var að æfa björgun með þyrlu og var Steini fv. Hólmari dreginn úr hafi.

Aðeins stækkuð mynd--- hver er ræðarinn ?



kv. Sævar H.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/26 23:58
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2009 04:07 #97 by GUMMIB
Sæll Sævar

Gefur þú upp hvar, hvenær og hver þessi mynd er af?

Kveðja
Gumundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2009 02:23 #98 by Sævar H.
26. júní 2009

21. róðaraleggur Gísla, kayakræðara

Kayakróður í 0.8- 1 m ölduhæð


(mynd: Sævar H. )

Ég var í sambandi við Gísla núna um kl 19 .
Hann er ennþá sunnan Asparvíkur á Ströndum.
Vindur er að byrja að ganga niður og samkvæmt Veðurstofunni verður komið 0-2 m/sek eða logn, um miðnættið.

Ölduhæð er ennþá um 0,9 m og með tíðnina um 3 sek. Þannig að aðstæður núna á Húnaflóa eru svipaðar og myndin sýnir.
Þegar vindur gengur niður fær aldan ekki lengur fóður og fer að róast í sjóinn.

Gísli áætlar að fara að undirbúa róðurinn yfir í Vatnsnesið með það í huga að leggja af stað á miðnætti .

Leiðin mun liggja suður með ströndinni , fyrir Bjarnarfjörðinn og yfir á Bjarnarnesið sem er norðan Steingrímsfjarðar.
Með þessu móti nýtir Gísli aðfallið og vindölduna.

Síðan um kl 2 aðfaranótt 27 júní byrjar útfallið og þá leggur Gísli kayakræðari í þverun Húnaflóans og stefnir norðanhalt á Vatnsnesið.
Markmiðið er að taka land í Hindisvík, nyrst á Vatnsnesi.

Hindisvík er stór og mikil vík - um 0.8 km breið og vísar mót norðri. Þar eru góðar lendingaaðstæður.

Heildarróðrarlengdin gæti orðið um 40 km- þaraf 32 frá Bjarnarnesi í Hindisvík á Vatnsnesi.

Nú er að fylgjast með SPOTtækinu um miðnætti og sjá hvort þessi áætlun standist....:P

Núna kl 24. þann 26.júní er veður á siglingaleið Gísla kayakræðara orðið gott. Ölduhæðin sem í gær fór í 1,5 m er nú komin í 0,7 m og fer minnkandi. Vindur er nú víðast í Húnaflóanum um 2-4 m/sek og fer lygnandi þegar líður á morguninn.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/27 00:14
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2009 21:32 #99 by palli
Replied by palli on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Við þrír sem stefndum á að þvera með Gísla erum allir brunnir inni á tíma í bili þar sem helgin er að bresta á.

Lilja, konan hans, er hins vega með smá pakka sem ágætt væri að kæmist til hans við tækifæri, þannig að ef einhver er á ferðinni norður á Strandir eða á Skagaströnd um helgina þá væri ekki úr vegi að athuga hvort hentaði að skutlast með þetta til hans.
Síminn hjá Lilju er 696-0536.

Veðrið hjá Gísla á að batna stórum seint í kvöld og blíða framundan um helgina að því er virðist.

Gummi Breiðdal talaði við hann áðan og þá var Gísli hinn hressasti og í góðu yfirlæti. Ætlaði jafnvel að róa eitthvað sunnar og í Steingrímsfjörð áður en hann þveraði yfir í Vatnsnesið.

Nú er bara að stefna á að ná í rófuna á honum einhvers staðar annars staðar á Norðurlandinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2009 08:03 #100 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Honum getur nú varla leiðst þarna því þarna eru rætur mínar ;)
Afi Guðmundur Jón var fæddur þarna rétt innan við Asparvíkina í Reykjavík og amma mín hún Rósa var fædd innar í firðinum í Sunndal sem er dalur sem gengur upp úr Bjarnarfirðinum. Þau hófu síðan sinn búskap í Kaldbaksvík en fluttu sig síðan um set og bjuggu um hríð í Bjarnarfirðinum og þar fæddis faðir minn á bæ sem hét Hvammur en er nú farin í eyði. Þau sæmdarhjónin fluttu sig síðan um set úr Bjarnarfirðinum og bjuggu á Hólmavík og stóð húsið þeirra þar sem Kaupþing er til húsa núna. Afi var sjómaður með eigin bát sem hann gerði út á hinar ýmsu veiðar en hún amma stóð síðan fremst í flokki við að stofna slysavarnarfélag á staðnum og ber nú aðstaða sveitarinnar nafn hennar \&quot;Rósubúð\&quot;
Mér finst einna verst að geta ekki róið með Gísla þarna því ég verð víst að mæta á blessað Tungufljóts riverrace um helgina.
Gísli er þarna að róa um það svæði sem hin stóra Pálsætt af Ströndum á rætur sínar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2009 03:54 #101 by Sævar H.
25.júní 2009

Gísli kayakræðari bíður byrs undir Balafjöllum á Ströndum

Það slæma veður sem gengið hefur yfir Húnaflóa í gær og í dag er að byrja að ganga niður.
Vindur verður orðinn skaplegur í nótt 5-8 m/sek.
En þessi vindstrengur af hafi hefur á langri leið sinni skapað verulega öldu inn Húnaflóanum .
Ölduhæðin er 1,4 m og tíðnin 3,3 sek. sem þýðir krappa öldu og með brotföldum.
Það tekur tíma að ró komist á sjóinn.
Á laugardag ætti þessi alda að vera orðin að hægri undiröldu.
Þetta þýðir að Gísli hefur frestað för sinni yfir á Vatnsnesið til laugardags - enda 32 km róðrarleið án landtöku.

Hann er þarna í góðu yfirlæti við lækinn og í skjóli kletta við Balafjöllin.
Þegar ég talaði við hann um kl 19 var hann nýbúinn að borða 6 réttaða kjötsúpu ,sem að stofni til var framleidd af TORO.
En eftir að Gísli hafði bætt í hana ýmsum smáréttum úr mal sínum - svo sem blóðmör,lifrarpylsu, kæfu, og ýmsu brauðáleggi og brauðmylsnu - var þarna framreidd kjarnmikil kjötsúpa að hætti aðkomu Strandamanna.

Þannig að Gísli kayakræðari unir hag sínum vel þarna í fásinninu sunnan Asparvíkur á Ströndum

Meira á morgun.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:07
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2009 16:01 #102 by Sævar H.
25.júní 2009

20. róðrarleggur á leið umhverfis Ísland



Gísli kayakræðari hélt frá Norðurfirði við Munaðarnes í Árneshreppi um kl. 12.30 í gær.
Ljóst var orðið að þverun Húnaflóans frá Gjögri og yfir í Kálfhamarsvík á Skaga var ófær vegna
nokkurra daga óhagstæðra veður og sjóskilyrða.
Gísli hélt því suður með vesturströnd Húnaflóans til að freista þess að fá betra leiði yfir flóann - innar.

Og um miðnætti þ. 24. júní tók hann land við Asparvík undir Balafjöllum rétt norðan við mynni Bjarnarfjarðar.
þá hafði Gísli kayakræðari lagt að baki um 39 km frá Norðurfirði.

Gísli lét fyrirberast sunnan Asparvíkur í nótt.

Um kl. 12 náði ég símasambandi við Gísla kayakræðara.

Hann hefur það fínt þarna sunnan Asparvíkur undir Bolafjalli í klettaskjóli með tjaldið.
Símasamband er ótryggt nema hann fari upp á einhverja hæð- en SMS skilaboð skila sér betur.
Hann er þarna í talsverðum vindi sem getur í hviðum farið í 14-16 m/sek. og samkvæmt öldudufli utan Drangsness, sem er um 12 km suður af Asparvík- þá er þar núna 1.1 m ölduhæð og með 3 sek tíðni.
Þannig að það brýtur vel á báru.
Ljóst er að Gísli mun halda kyrru fyrir þar til uppúr miðnætti.
En þá mun vindurinn hafa gengið niður - verulega. Einnig verður aldan orðin miklu minni vegna breyttrar vindáttar og á lens í stað á hlið.

Gísli stefnir á að róa næsta legg yfir í Hindisvík nyrst á Vatnsnesinu.
það eru um 32 km leggur. Leggi hann af stað um kl 01 í nótt- þá verður hann í hægu veðri stóran hluta leiðarinnar og á 100 % lens á seinni hlutanum .
Síðan hægir mjög vindinn eftir því sem hann nálgast Vatnsnesoddann.

Hvort hann þverar síðan yfir á Skagaströndina fljótlega úr Hindisvíkinni- er ákvörðun þess tíma.
Ég verð síðan í símasambandi við Gísla kayakræðara kl 19 í kvöld og upplýsi hann þá um náttúrufarið fyrir sjófarendur þarna..<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/25 20:52
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2009 22:33 #103 by Sævar H.
24.júní 2009

Húnaflóinn

Gísli kayakræðari lagði af stað frá Norðurfirði við Munaðarnes um kl 15.30 í dag þann 24. júní. Hann fer suður með vesturströnd Húnaflóans og nú um kl 21.30 á leið inní Kaldbaksvíkina.

Núna kl 23 er Gísli á leið inn Bjarnarfjörðinn og fer þétt með landinu. Veðurdufl utan við Drangsnes sýnir 0,9 m ölduhæð og 3,4 sek tíðni og er sjór að byrja að ganga niður.

Væntanlega verður ekki ferðaveður hjá Gísla fyrr en annaðkvöld eða aðra nótt ...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/24 23:26
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2009 20:44 #104 by GUMMIB
Sæl

Heyrði í Gísla í hádeginu til að upplýsa hann um nýjustu veðurspá. Hann er að skoða að nýta sér vindinn og mjaka sér suður á bóginn jafnvel á Gjögur seinna í dag eða kvöld frekar en að bíða í Norðurfirði þótt ekki væsi um hann þar.

Það er víst þannig að veðrið ræður för í svona verkefni. Þolinmæði, þrautseigja og æðruleysi er það sem þarf. Gísli er vel birgur af öllu þessu hann er búinn að sanna það.

Við fylgjumst áfram vel með framgangi mála. Það er enn galopinn möguleiki að taka Húnaflóann með honum þegar færi gefst.

Kveðja
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2009 20:12 #105 by palli
Replied by palli on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Það lítur ekki nógu vel út með Húnaflóann á næstunni, veðurspár eru ósammála um staðsetningu lægðarinnar sem er rétt fyrir norðan land og vindspá mismunandi eftir því.

Lítur helst út fyrir að hann sé að snúa sér í norðaustan átt í dag sem er engan veginn hagstætt fyrir þverun.

Morgundagurinn er líka frekar ljótur, en föstudagurinn lítur nokkuð vel út eins og sakir standa.

Það væsir ekki um Gísla í Norðurfirði og Krossneslaug, en spurning hvað hann hefur eirð lengi í sér til að bíða þar.
<br><br>Post edited by: palli, at: 2009/06/24 13:57

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum