Á kayak umhverfis Ísland

14 jún 2009 09:28 #136 by halldob
Gísli lét ekki staðar numið við mynni Arnarfjarðar heldur er nú þegar þetta er skrifað (rétt um hálf þrjú)ríflega hálfnaður yfir fjörðinn. Hef grun um að hann ætli sér að komast til Ísafjarðar áður en lægðin kemur, sem væntanleg er síðari hluta mánudags.
Þetta er nokkuð magnaður dagur hjá honum.
Halldór Bj.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2009 07:56 #137 by palli
Replied by palli on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Gísli er nú búinn að róa meðfram einu almagnaðasta bjargi Íslands, Látrabjargi, og gisti í Látravík á föstudagskvöldinu. Hafði þá róið þann daginn tæpa 40 km. Hann lagði svo upp í morgun (laugardag), rétt fyrir hádegi skv. SPOT, og reri yfir hina kunnu Breiðuvík og síðan Kollsvík og Blakksnesið inn í Patreksfjörð. Hann hefur tekið sér pásu um kaffileytið í Hænuvík og eflaust fengið þar góðar móttökur hjá Gutta og fjölskyldu. Næst hefur hann þverað Patreksfjör, róið fyrir Tálkna og yfir Tálknafjörð og í Krossadal þar sem Samúel Jónsson bjó áður en hann flutti yfir í Selárdal. Ekki dugði þetta Gísla, heldur hélt hann rakleiðis fyrir næsta útnes og inn í Arnarfjörð sem er nú ekki amalegur róðrarstaður. Mér sýnist hann hafa farið alla leið í Selárdal skv. síðasta gps punkti sem var sendur nú upp úr miðnættinu á laugardagskvöldi. Um það bil 50km dagleið að baki á 13 tímum þannig að það má segja að það sé ekki að draga af Gísla nema síður sé. Við fórum nokkrir félagar þessa sömu leið og Gísli hefur verið að róa síðustu tvo daga (og svolítið áfram) í fyrra og eru myndir úr þeim ógleymanlega túr hér

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2009 19:59 #138 by GUMMIB
Sæl

Tek undir hvert orð hér að undan. Frábært framtak hjá Gísla að hrinda þessum draumi sínum í framkvæmd með glæsibrag.

Eitthvað sem ég held að margir ræðarar hafa
hingað til langað til að gera en ekki framkvæmt enn.

Sævar setur síðan punktinn yfir i-ið með stórskemtilegum og fróðlegum ferðalýsingum.

En s.s Gísli gangi þér vel í þessari mögnuðu ferð. Sævar ég bíð spenntur eftir framhaldinu á þriðjudag.

Kveðja
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2009 15:57 #139 by Sævar H.
12.júní 2009

Eins og fram hefur komið gekk róðurinn hjá Gísla kayakræðara vel frá Grafarhlíð á Barðaströnd og í Skor austan Rauðasands – þar sem hann lét fyrirberast í nótt.
Einhver kvefhrollur var í honum í upphafi róðurs í gær en hann náð honum úr sér með harðfiski og sméri miklu ásamt sjóróðri.

Hann var alveg stálsleginn núna þegar ég ræddi við hann um kl. 8.30 í dag.
Hann er lagður af stað frá Skor .
Gísla fannst mikil upplifun að koma þarna í Skor undir Stálfjalli, þessa gömlu verstöð Rauðsendinga.
Þar er viti og við hlið hans er minningarskjöldur um Eggert Ólafsson með árituðum kvæðabálki Matthíasar Joch.

Nú er mikill og merkur áfangi framundan.
Í dag mun róðrarleiðin liggja með Rauðasandi í Keflavík sem er við vestur enda Rauðasands.


Þá tekur við sá spennandi róður að fara með sjálfu Látrarbjargi og fyrir vestasta odda Íslands – Bjargtanga.

Land mun hann síðan taka í Látrarvík og láta þar fyrirberast í nótt.
Veður er gott 3- 5 m/sek á Bjargtöngum kl. 7 en samkvæmt veðurdufli 10-15 km utar er þar 1 m ölduhæð með 4.2 s tíðni.
Væntanlega er stilltari sjór með ströndinni.
.
Látrabjarg er eitt mesta fuglabjarg í Evrópu og var nýtt um aldir til eggjatöku og fuglaveiða- matarkista.
Látrabjarg skiptist í fjóra hluta: Keflavíkurbjarg, Látrabjarg, Bæjarbjarg og Breiðavíkurbjarg .
Alls 14 km að lengd.

Víðfrægt er strand breska togarans Dhoon við Látrabjarg þann 12. desember 1947 þar sem Látrarbændur unnu mikið björgunarafrek og hlutu mikinn og verðskuldaðan heiður frá Bretum.
Togarinn strandaði framan við Flaugarnef.

Þá er það hin fræga Látraröst sem í vondum veðrum er skipum hættuleg vegna mikilla strauma sem þar myndast og gera sjólag afar erfitt yfirferðar.

En þegar Gísli rær þar um verður veður gott og smástreymt, en gæti verið nokkur alda á móti.
Einnig mun hann fara mjög nærri landi en þar gætir strauma miklu minna.
Róðrarleiðin Skor- Keflavík = 17 km
Róðrarleiðin Keflavík- Látravík = 19 km

Og við Bjargtanga yfirgefur hann Breiðafjörðinn sem hann kom inní við Öndverðanes á Snæfellsnesi .

Það er því mikið ævintýri sem er framunda hjá Gísla kayakræðara að róa þessa leið .

Nú verður smá hlé á þessum pistlum frá mér vegna utanfarar í þrjá daga- tek upp þráðinn að nýju á þriðjudagsmorgun... 16.júní... kveð að sinni.

Ps. fylgist með Spot tækinu....<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:00
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2009 02:51 #140 by Sævar H.
11.júní 2009 kl. 19.50
Róðrarlínan á kortinu endar við Skor



Núna kl. 19.30 var ég að ræða við Gísla kayakræðara þar sem hann hafði tekið land í hinni fornu verstöð Rauðsendinga , Skor.
Hann er afarhrifinn af þessum stórbrotna og fræga stað.

Hann lætur fyrirberast þarna í nótt.
Ferðin frá Grafarhlíð gekk vel og veður skaplegt en verulegur straumur á köflum. Og nú þegar 10.legg róðursins umhverfis Ísland er lokið eru 360 km að baki... :P

Á morgun verður meiri umfjöllun hér...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/11 20:03
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2009 22:32 #141 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Mergjað, algerlega mergjað. ég verð að segja að þótt ýmsir hafi farið hringinn áður þá er þessi ferð sú mest spennandi. Það er ekki vegna þess að \&quot;það er ÍSLENDINGUR\&quot; á ferðinni, heldur góður vinur okkar og félagi. Maður er vissulega betur tengdur ævintýrunum af þeim sökum. Auk þess er sagan skráð af listfengi eins og áður er rakið.

Það er engin spurning að maður vreður að róa með Gísla á Norðurlandi. Sævarlandsvíkin, Mallandsvíkin, Reykjadiskur og Drangey...



...og að sjálfsögðu verður hið málóða stuðtæki með í för og heldur uppi stuðinu á afturdekkinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2009 21:59 #142 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Nú er ég kominn heim og frábær róður að baki. Þetta svæði er ótrúlega skemmtilegt.

Ég hitti Gísla á gistiheimili í Stykkishólmi og þar röðuðum við í bátana. Gísli sagði að það væri með því erfiðara í þessu ferðalagi og ég skil hann vel því að báturinn hans er svo drekkhlaðinn að allt þarf að raðast rétt svo að útbúnaðurinn komist fyrir.

Fyrsta stopp var í Elliðaey og þar fengum við okkur göngutúr þangað sem eyjan er hæst og gátum séð vel leiðina sem við ætluðum að róa. Síðan komum við í Stagley en þar var mikil skothríð því að þar var verið að eyða svartbak til að vernda æðavarp. Því ákváðum við að taka land við austurenda eyjunnar því að þar voru engar skyttur á ferð. Lendingin var brött og mjög aðdjúpt og því töluvert bras að taka land en það hafðist á endanum. Við Gísli töluðum um að svona landtökur væri sniðugt að æfa í félagsróðrum. Eftir stutt stopp héldum við áfram til Bjarneyja en okkur hafði verið boðið að hvílast þar. Þar grilluðum við kótilettur og borðuðum innandyra. Síðan tók við erfiðasti hluti ferðarinnar, frá Bjarneyjum til Flateyjar. Við fengum vind, talsverða öldu og mikinn straum að austan og á grynningum var þónokkur röst og aldan óútreiknanleg. Við þurftum að beyta kayökunum meira en 30 gráður uppí strauminn til að halda stefnu en þetta hafðist á endanum og við komum til Flateyjar svolítið seinna en við höfðum gert ráð fyrir. Tjaldsvæðið var lokað og því þurftum við að byrja næsta dag á að útvega okkur drykkjar vatn og heimsóttum fyrrum samstarfsmann Gísla. Hann á rautt hús á tveim hæðum, það sama og Sævar setti inn mynd af hérna fyrr á þessum þræði. Þar fengum við kaffi, morgunmat og drykkjarvatn í nesti. Síðan pökkuðum við saman og rérum útí Hergilsey. Þar fékk ég mér lifrarpylsu og hundasúrur og Gísli fræddi mig um sögu eyjunnar. Þá var bara eftir síðasti leggur ferðarinnar, 12 km leið að Brjánslæk og hún sóttist nokkuð vel þrátt fyrir smá vindstreng í restina.

Þegar ég kvaddi Gísla var ég hálfsvekktur að geta ekki haldið áfram enda mjög spennandi ferðalag framundan hjá honum. Hann er í toppformi og það verður gaman að fylgjast með.

Ég setti inn myndir úr ferðinni og þær má nálgast hér picasaweb.google.com/Kayakmyndir/BreiAfjorUr910Juni2009#

Kv, Andri<br><br>Post edited by: Andri, at: 2009/06/11 15:01

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2009 16:31 #143 by Sævar H.
11.júní 2009

Gísli H. Friðgeirsson á fullbúnum sjókayak til langferðar


Eins og fram kom í gærkvöldi þá lét Gísli kayakræðari fyrirberast í nótt undir Grafarhlíð á Barðaströnd eftir róðurinn frá Flatey, skammt innan við hin frægu Reiðskörð

Þeir félagar hann og Andri höfðu viðdvöl í Hergisley,í gær

Síðan var stefnan sett á Brjánslæk á Barðaströnd þar sem Andri þurfti að ná flóabátnum Baldri til heimferðar sinnar.

Þeir komu til Brjánslækjar um kl 16.30 .

Hvað er merkilegt við Brjánslæk ?
Eitt er surtarbrandsgilið sem lækurinn hefur grafið .
Þar er m.a hægt að sjá á steingerfingum að á fornsögulegumtíma hefur verið þarna svipað loftslag og er nú í Frakklandi.
Talið er að upprunalegt nafn á staðnum sé Brandslækur og heiti eftir (surtar)brandinum í læknum.

Lang sögufrægastur er Brjánslækur fyrir Hrafna-Flóka :
„Þeir Flóki sigldu vestr yfir Breiðafjörð ok tóku land sem heitir Vatnsfjörðr, við Barðaströnd. Þá var fjörðurinn fullr af veiðiskap, ok gáðu þeir eigi fyrir veiðum at fá heyjanna, ok dó alt kvikfé þeirra um veturinn. Vár var heldr kalt.
Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt ok sá norðr yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum, því kölluðu þeir landit Ísland.
Þá höfum við það.

Og nú heldur Gísli kayakræðari í 10. legg ferðar sinnar á kayak umhverfis Ísland.
Nú eru Vestfirðirnir komnir sterkir inn.
Framundan er að róa með Barðaströndinni ,fyrir Stálfjall þar sem hin sögufræga Skor er syðsti oddi , gömul verstöð og þar er viti sjófarendum til leiðsagnar.

Frá Grafarhlíð og að Skor eru um 35 km sé farin styrsta leið .

Það sem Skor er samt kunnust fyrir með þjóðinni , er að þaðan lagði Eggert Ólafsson, (1726-1768) náttúrufræðingur og skáld upp í feigðarför sína vorið 1768 ásamt konu og fylgdarliði.
Þau fórust öll á Breiðafirði í þeirri för.
Matthías Jochumsson orti um þennan atburð mikinn kvæðabálk . Hann byrjar svona ;

Þrútið var loft og þungur sjór / þokudrungað vor / Það var hann Eggert Ólafsson / hann ýtti frá kaldri Skor.

Og samkvæmt samtali við Gísla kayakræðara í morgum um kl 9.30 áætlar hann að róa í dag að Skor.
Veður er gott sem og sjólag.
Þegar hann nemur land í Skor blasir við honum bjargið mikla ,Látrabjarg...:P

Meira síðar<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/11 12:59
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2009 05:18 #144 by Sævar H.
10.júní 2009 kl. 22.00

Nú kl. rúmlega 21.40 tók Gísli kayakræðari land á ströndinni undir Grafarhlíð í Rauðsdalsfjalli á Barðaströnd. Eftir að leiðir þeirra Andra kyakræðara skildu á Brjánslæk hélt Gísli róðrinum áfram í 9 km.
Það er orðinn langur róður frá því hann lagði af stað frá Stykkkishólmi í gær-eða 66 km. Nú þegar 9 leggir eru að baki er róðrarleiðin frá Geldinganesinu í Reykjavík orðin 326 km . Ekkert smá þrekvirki.

Róðrarleiðin frá Stykkishólmi að Grafarhlíð á Barðaströnd



Og nú eru Vestfirðirnir farnir að birtast á kortinu..

Væntanlega segir Andri smá sögu hér á korkinum .

Meira á morgun...:P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/10 22:30
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2009 21:49 #145 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Það er orðinn fastur liður hjá manni að kíkja á framvindu mála hér svona tvisvar á dag, oftar en ekki þá tékkar maður líka á veðrinu og fer á map24 til að mæla veglengdir og stundum gúgglar maður staðhætti og les sig til. Þetta er alveg brillíant!

Enn og aftur.. Baráttukveðjur Gísli, og samferðamenn!!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2009 17:35 #146 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Já þetta er frábært framtak hjá Gísla og Sævari. Maður fylgist spenntur með framvindu mála :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2009 16:07 #147 by Steini
Þetta er nú aldeilis frábært hjá Gísla og óska ég honum als hins besta, vonandi næ ég að róa með honum einhvern hluta hringsins. Allavega fáum við að njóta þessarar ferðar óbeind með leiðarlýsingunni og skemmtilegum innslögum Sævars, stefnir nú þessi spjallþráður óðfluga í að verða sá mest lesni frá upphafi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2009 15:43 #148 by Sævar H.
10.júní 2009 kl.9.00
Við skildum við kayakræðarana Gísla H. og Andra þar sem þeir voru nýlentir í fjörunni neðan við tjaldstæðið í Flatey á Breiðafirði-um kl 23.30 þann 9.júní eftir velheppnaðan róður frá Stykkishólmi.
Langtímakayakróðrar:
Það er ekki bara að sitja í kayaknum og róa klukkutímum saman, því landtaka getur reynt á . Fjörur misgóðar , allt frá mjúkum skeljasandafjörum í stórgrýti. Og síðan er það þessi mikli munur á flóði og fjöru eða allt að 4 metra hæðarmunur í Breiðafirðinum.
Það er ekki alltaf hægt að koma á náttstað á háflóði.
Það er því viðbótar erfiði að draga þungan kayakinn upp fjörurnar og upp fyrir sjávarborð flóðs og síðan að setja á flot að morgni .
En að róa á kayak með ströndum landsins er sjónarhorn sem ekki margir upplifa og er í raun ólýsanlegt ævintýri - slíkt er náttúrufarið..

Flatey:
Þrándur mjóbeinn nam eyjar vestan Bjarneyjaflóa og bjó í Flatey, segir Landnáma.
Flatey er mjög sérstök meðal Breiðafjarðareyja. Hún er stærst af Vestureyjum, landnámsjörð, höfuðból,
heimkynni Flateyjarbókar, verslunar og samgöngumiðstöð, útgerðarbær og magt fleira frá fyrri tíð.
Skáldin hafa slegið henni gullhamra; Matthías Jochumsson, Sigurður Breiðfjörð, Vatnsenda-Rósa, Laxness, Þórbergur og Jökull og fl.

Fyrir botni Grýluvogs er gamla “kauptorgið” eða “Plássið”. Þar standa gömul og virðuleg hús frá gullöld Flateyjar. Húsunum er einkar vel viðhaldið og eigendum til mikils sóma
( Tilvitnanir í Árbók FÍ , Á Bj )

Hús frá gullaldartímum Flateyjar


Og um hádegisbil áætla þeir félagar Gísli H. og Andri að halda frá Flatey og til Brjánslækjar á Barðaströnd. Þangað er um 22 km róður. Væntanlega verður Hergilsey heímsótt sem og fleiri eyjar á leiðinni. Veður er mjög gott - hæg vestanátt.

Kl.11.50
Var í símasambandi við Gísla kayakræðara nú rétt í þessu. Þeir félagarnir voru að setja á flot í Flatey og stefna nú á Hergisley og að ná Baldri á Brjánslæk fyrir brottför kl. 18 í kvöld.
Eftir að þeir yfirgáfu Bjarneyjar í gærkvöldi fór að versna í sjóinn, eins og ég hafði reyndar spáð fyrir í gær, vegna mikils vindstrengs inni í Gilsfirði eftir hádegi í gær. Það var veruleg hliðaralda og nokkuð erfitt sjólag.
En svona er veðráttan í okkar fjöllótta og fjörðumskorna landi. Nú er gott veður hjá þeim og sjólag. Þeir eru báðir hinir sprækustu...

Kl 16.30 :
Þeir róðrarfélagar Gísli og Andri hafa nú lokið þverun Breiðafjarðar . Leiðinni frá Stykkishólmi í Brjánslæk á Barðaströnd. Alls um 57 km leið. Að lokinni hvíld áætlar Gísli að halda áfram vestur með Barðaströndinni en Andri kveður að sinni og fer með Baldri í Hólminn...

Meira síðar í kvöld og þá uppfært kort af staðsetningu Gísla kayaræðara við lok 9. legg hringróðursins...:P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/10 16:53
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2009 06:35 #149 by Sævar H.
9.júní 2009 kl 23.30

Róðrarleið þeirra Gísla og Andra í dag 9.júní 2009



Þeir félagar lentu í Flatey um kl 23.30 eftir 35 km róður frá Stykkishólmi. Þeir munu láta fyrirberast þar í nótt :P

Meira á morgun....<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/09 23:42
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2009 05:42 #150 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Það er kraftur í þeim félögum. Ekki væri dónalegt að róa með þessum afburða kayakmönnum. Draumurinn er að sitja fyrir Gísla í Kálfshamarsvík og taka strauið með kallinum áfram austur.

Ennfremur vil segja að Sævar H. fer á kostum sem skrásetjari þessarar Ódysseifskviðu. Það er virkilega áhugavert að lesa færslurnar hans, þar sem hann blandar saman fróðleik og ævintýrum Gísla. Og einnig uppfærir hann frásögnina af einstakri natni. Þetta skiptir allt máli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum