Á kayak umhverfis Ísland

05 jún 2009 03:51 #166 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Var það ekki þarna sem kerling gekk aftur eftir að nokkrir fullsterkir sjóarar höfðu beytt henni nýdauðri til fiskveiða? Vonandi fer hún ekki að ergja Gísla:P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2009 00:53 #167 by Sævar H.
Kortð sýnir heildar róðrarleið Gísla kayakræðara við róðrarlok í dag þ.4.júní 2009


Þegar þetta er sett inn er Gísli lagður af stað frá Hellnum og verður um kl 20 kominn í Dritvík til hvíldar eftir róður dagsins. Vegalengdin í dag eru um 42 km.
SPOT tækið hefur ekki verið að senda eðlilega en vonadi lagast það.
Tæpast fara steinarnir frægu sem Eymi minnist á hér að framan, að freista Gísla því steinar þessir eru við Djúpalónið sem er um 1,5 km sunnan við Dritvík- nóg er orkunotkunin samt hjá Gísla kayakræðara. En nú er það Félagsróður hjá okkur smáróðrarmönnum og konum- Fimmtudags kvöldróðrarnir kl 20-- mætum þar.

Meira á morgun....<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/04 18:10
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2009 00:18 #168 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Þvílíkur þjarkur sem maðurinn er, baráttukveðjur Gísli!!
Geri ekki ráð fyrir að það verði þerk eftir til að reyna sig á steinunum í Dritvík, Amlóða, Hálfdrættingi og Fullsterk ef ég man rétt.
Alveg brilliant að fylgjast með þessu á SPOT síðunni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2009 18:17 #169 by Sævar H.
4.júní 2009
Nú er Gísli kayakræðari lagður af stað á sinn fjórða legg ferðarinnar. Eins og kom fram í gær lengdist róðurinn um 10 km umfram áætlun- aðallega vegna erfiðleika á lendingastað vegna brims og um tíma leit út fyrir að hann réri allt að Búðum vegna þessa. En þá sá hann tvo ferðamenn sem veifuðu honum úr fjörunni þarna og óðu á móti honum til aðstoðar og allt í sómanum. Þetta reyndust þýskir ferðamenn. Og nú er stefna sett utan við Búðir og stefnt á landtöku á Arnarstapa. Síðan liggur leiðin að Hellnum þar sem hvílst verður um stund.
Ég var að senda honum sms með hniti á Dritvík sem er aldagömul verstöð og lífhöfn með afbragðs lendingarskilyrðum. Hún er skammt norðan Lóndranga eða fyrir miðju nesinu fyrir Jökul. Ef Gísli nær þangað er það um 40 km dagróður á fjórðalegg. Veður er afbragðs gott og sjór hægur utan brims við ströndina vegna undiröldu. En í Dritvík er ládauður sjór .

Frá Dritvík undir Jökli

Kannski lendir Gísli þarna í kvöld og hefur næturdvöl. Dritvík var um aldir stærsta verstöð á Íslandi. Nálægð við afar gjöful fiskimið og stutt róið gerði Dritvík að gullnámu. Dritvík er hrein lífhöfn fyrir veðrum og sjó. Oft voru á annað hundrað vertíðarbáta í Dritvík á vetrarvertíðum...

Meira síðar....<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/04 11:44
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2009 05:30 #170 by Sævar H.
Kortið sýnir heildarróður Gísla á 3 dögum-rauðalínan

<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/03 22:31
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2009 00:04 #171 by Sævar H.
3.júní 2009 kl 16.50

Ég var að heyra í Gísla kayakræðara á hringferðinni. Hann var búinn að vera á róðri í 6 klst í dag þegar ég heyrið í honum. SPOT tækið góða er eitthvað truflað en unnið að lagfæringu. Gísli lætur vel af sér , en þegar hann lýkur róðri í dag - verða &gt; 120 km að baki - ekkert smáræði á þriðja degi ferðarinnar.
Í gær var ágætis veður en nokkur hafalda, þó vindur væri 5-6 m/sek- aðdragandi öldumyndunnar var það langur að það náði að mynda talsverða öldu.
Og þegar hann lagði frá Ökrum í morgun eftir næturdvöl þar- tók hann stefnuna á Hvaleyjar sem eru skammt undan og síðan beint strik á Traðir. Þetta þýddi að hann var langt á hafi úti lengst af þessa leggs. Flott hjá honum. Sjór er stilltur og bjart veður þannig að þetta var ekkert hættuspil.

Útsýnið framundan er sennilega það tilkomumesta sem til er hér á landi-sjálfur Snæfellsjökull og fjallgarður Snæfellsness . Jökullinn býr yfir einhverjum dularkrafti . Eða eins og skáldið HKL, sagði : „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu“ Ekki amalegt að fá allan þennan dularkraft frá Jöklinum á kröfuhörðum kayakróðri. Nú ráðgerir Gísli að róa um 35 km langan áfanga. Veður er mjög gott og stilltur sjór.

Það er orðið stutt í að Gísli rói fyrir Jökul- leggur einhver í ævintýrið með honum ?

Samkvæmt SPOT gps púnktum Gísla hefur hann róið 45 km í dag en ekki 35 km eins og áætlað var. Hann er því búinn að róa 130 km á þessum þrem dögum...:P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/04 09:30
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2009 17:23 #172 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
ÁFRAM GÍSLI! NÚ LÆTURÐU GAMMINN GEISA. BARÁTTUKVEÐJUR.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2009 21:54 #173 by Rúnar
Ágætt viðtal við Gísla er í Mogga dagsins. Ég geri ráð fyrir að menn láti vita af því á korknum ef þeir ætla að róa Gísla til samlætis.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2009 19:27 #174 by Sævar H.
Eins og kom fram hjá Palla formanni urðu hann og Gísli samferða allt að Belgsholtsvík við bæjinn Belgsholt í Melasveit. Þá var 42ja km róður að baki frá Geldinganesinu í Reykjavík.
Og að loknu stuttu stoppi hélt Gísli róðrinum áfram. Nú var það þverun Borgarfjarðar og stefnan sett á Tangey sem liggur skammt sunnan við kirkjuna á Álftanesi.
Nú fór að þyngjast róðurinn vegna mikilla strauma sem þarna myndast við sjávarföllin. Og gerði Gísli smá hvíldarhlé á róðrinum þegar þarna var komið- þá var hann með það sama komin á gott skrið til baka.
Það miðaði því hægt þegar hér var komið.
Hann tók því land við Kúaldarey og hugleiddi að tjalda þar fremur en að berjast áfram í Straumfjörðinn til næturdvalar. Eftir góða hvíld og útsýnisskoðun þar sem bærinn í Straumfirði blasti við í fjarska- þá tók hann ákvörðun um að halda áfram og ljúka róðrinum í Straumfirði.
Kl. 22.47 var markinu náð - Straumfjörður á Mýrum. 55 km róður var að baki - ótrúlegur árangur. Ábúendur í Straumfirði fögnuðu vel hinum óvænta gesti sem einnig kom úr óvæntri átt og langt að kominn. En það var þreyttur og lúinn kayakræðari sem lagðist til hvíldar á tjaldstæðinu í Straumfirði að loknum fyrsta legg á kayakróðrinum umhverfis Ísland.

Og nú er nýr dagur runninn upp 2. júní 2009.
Samkvæmt samtali við Gísla í morgun áætlar hann að leggja af stað um hádegisbilið í dag frá Straumfirði. Og nú mun róðurinn liggja um hinar mögnuðu eyjar og hólma frá Straumfirði í Knarrarnes þar sem hann mun heilsa upp á ábúendur að þeirra ósk.
Frá Knarrarnesi mun leiðin liggja í Hjörsey og síðan áfram vestur með skerjum og hólmum allt tll Akra á Mýrum. Nú er hið magnaða fuglalíf varptímans í algleymingi- það verður því líflegt að róa þarna um
Á Ökrum mun Gísli væntanlega tjalda og hafa náttstað. Þessi róðrarleið er áætluð um 28-30 km. Veðurútlit er gott ,hægur vestan en gæti verið nokkur alda inn flóann.

Hjörsey (5,5 km2) er stærsta eyjan fyrir Vesturlandi. Hún tilheyrir Mýrarsýslu, er velgróin og þar voru oftast stórbýli eða mörg smærri. Ægir hefur sótt hart að henni og hún minnkar stöðugt. Hlunnindi voru aðallega reki og útræði, sem var jafnan hættulegt vegna mikils fjölda skerja fyrir strönd Mýranna, þar sem fjöldi skipa hefur farizt. Kirkjan, sem stóð á eyjunni var rifin skömmu fyrir aldamótin 1900. Oddný Þorkelsdóttir Eykyndill, fögur kona og festarmey Björns Hítdælakappa, átti heima í Hjörsey. Þórður Kolbeinsson, skáld, ginnti hana frá Birni. Hjörseyjar-Helga Árnadóttir, lögmanns Oddssonar, sem var kona Þórðar Jónssonar, prests í Hítardal, átti einnig heima þar. (www.nat.is/travelguide/hjorsey):P



Það er alveg magnað þetta SPOT gps tæki sem hann Gísli er með frá Kaykakklúbbnum. Kl. 17.20 kom hann að Skarfakletti og hefur fengið sér pásu þar. Og þegar hann leggur af stað þaðan þá á hann eftir um 5 km að Ökrum - alveg magnað...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/02 22:32
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2009 07:22 #175 by palli
Replied by palli on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Ekki amalegur dagur að byrja á slíkan túr. Stólpagott róðraveður, vestangola og bjart og passlega hlýtt. Við byrjuðum í sléttum sjó og fengum svo ýmiss konar sjólag á leiðinni fyrir Skipaskaga og eftir það. Smá skopp og frákast en oft fínt innan skerja. Góð kaffistopp voru tekin í Andriðsey og í fjörunni við tjaldstæðið á Akranesi. Ég fylgdi Gísla síðan áfram í Borgarfjörðinn, nánar til tekið í fjöruna við Belgsholt þar sem hann var hvergi banginn eftir 42km róður og ætlaði að halda áfram eftir stutta hvíld og næringu. SPOT tækið sýnir nú að hann hefur látið verða af því og er nú kominn í Straumfjörðinn þar sem hann sefur líklega á sitt græna eyra eftir frábæran fyrsta dag.

GPS upplýsingar, jafnóðum uppfærðar, úr SPOT tækinu má nálgast hér

Myndir frá fyrsta degi hér

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2009 19:18 - 09 nóv 2011 23:02 #176 by Sævar H.
Það var bjart, stillt veður og sjórinn sem spegill þegar kayakræðarinn Gísli H. Friðgeirsson tók fyrsta áratogið kl. 9.00 að morgni 1.júní 2009 frá Eiðinu á Geldinganesi, að því takmarki að róa einn síns liðs á kayak umhverfis Ísland. Gísli mun vera fyrstur Íslendinga sem leggur í leiðangur sem þennan- að róa hringinn. Nokkrir erlendir menn og konur hafa unnið það afrek að bera sigur úr býtum við það erfiða verkefni sem hringróður um Ísland ,er. Erfiðasti áfanginn á hringróðrinum er frá Hornafirði og allt til Þorlákshafnar eða með söndunum miklu, sem spanna alla þá leið. En Gísli var hvergi banginn þegar lagt var af stað. Við vorum tveir sem lögðum úr vör með honum- undirritaður og Palli formaður Kayakklúbbsins. Ég kvaddi þá við norður enda Geldinganess en Palli stefndi á að róða með Gísla til Akraness. Leið þeirra mun liggja um Kollafjörðinn fyrir Brautarholtið og hafa kaffistopp í Andriðsey í Hvalfirði. Þaðan verður síðan stefnan sett á þverun Hvalfjarðar og til Akraness. Þá mun Gísli meta stöðuna og stefna jafnvel á Straumfjörð á Mýrum til næturdvalar. Ef hann nær því verður að baki mjög löng dagleið eða um 55 km róður. En um það fréttum við síðar.
Á svona löngum róðri er margt sem fyrir augu ber - fagurt og stórbrotið landslag-mikið fuglalíf og sennilega verða hvalir sýnilegir, af ýmsum stærðum og tegundum Gísli stefnir á að verða kominn í Stykkishólm þann 8. júní nk. En það er eins og oft áður Kóngur vill sigla en byr ræður- Við fylgjumst spennt með...:P

Fyrsta áratogið tekið í upphafi róðurs umhverfis Ísland


Svo sem sjá má er kayakinn þunglestaður og sjólína uppundir dekki.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/01 12:41
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum