Á kayak umhverfis Ísland

10 jún 2009 00:07 #151 by Sævar H.
9.júní 2009 kl. 17

Þeim miðar vel áfram kayakfélögunum Gísla H. og Andra á róðri sínum yfir Breiðafjörðinn. Þeir lögðu af stað um kl 13 frá Stykkishólmshöfn og tóku land í Elliðaey fyrir kl. 15 Mikilfengleg eyja Elliðaey og hin náttúrulega höfn glæsileg. Og nú kl. 17 eru þeir að að koma að Stagley og halda stefnunni á Bjarneyjar. Enginn smá kraftur í þeim.

Kortið sýnir staðsetningu þeirra kl 17



Bjarneyjar :
Þeir koma áreiðanlega við í Bjarneyjum hvort sem þeir láta fyrirberast þar í nótt eða í Flatey. Núna í kreppunni er ágætt að minnast þess að Breiðafjarðareyjar voru á fyrri tíð eftirsótt forðabúr og matarkista og byggðist það ekki síst á sjósókn.
Sérstaða Bjarneyja var einstök vegna legu sinnar við gjöful fiskimið árið um kring.
Einkum naut hún nálægðar sinnar við Kolluál og Bjarneyjarál þar sem fiskur gekk um í miklu magni. Bjarneyjar voru snemma fjölsótt verstöð og með þeim stærstu á landinu (tilv. Árbók FÍ ÁBj.)

Og kl. 18.30 lentu þeir félagar í Bjarneyjum. Þá höfðu þeir lagt að baki 23 km róður frá Stykkishólmi.
Veður er gott 5-7 m/sek af ANA en gæti verið dálítil hliðaralda þar sem hvassara er inní Gilsfirði og leiðir út fjörðinn.. Nú er það spurningin: Halda þeir áfram í Flatey í köld... ?

Ég sló á símaþráðinn til þeirra róðrarfélaga núna kl 20. þar sem þeir voru staddir í Bjarneyjum .Andri kayaræðari var að útbúa grillsteik að hætti Bjarneyjarbænda. Gísla hafði verið boðin afnot af höfuðbólinu þarna í Bjarneyjum ,en eigandinn var nágranni hans á gistiheimilinu í Hólminum. Og að lokinni góðri hvíld eftir grillið halda þeir félagar til Flateyjar þar sem þeir láta fyrirberast í nótt...
Sjóleiðin þangað frá Bjarneyjum er um 12 km. Heildarróðrarleið þeirra félaga í dag verður því 35 km... Eins og ég þóttist ,hér fyrr,sjá með veðrið þá er það gott.

Meira seinna i kvöld.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/09 22:58
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2009 23:03 #152 by totimatt
Bestu kveðjur til Gísla frá okkur Jónu. Það var afar ánægjulegt að hitta hann og Sævar á eyjasundunum fyrir vestan Stykkishólm á sunnudaginn. Gísli í fínu formi og góðu jafnvægi. Sagðist ekki hafa leitt hugann að Icesave eða öðru bulli frá því hann lagði af stað. Kannski það myndi laga ástandið á landinu ef þingmenn yrðu skyldaðir í kajakróður? Bestu kveðjur, Þórólfur Matthíasson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2009 18:36 #153 by Sævar H.
9.júní 2009

Nú um hádegi leggur Gísli kyakaræðari í þverun Breiðarfjarðar á leið sinni umhverfis Ísland á kayak. Hann hefur fengið knáan kayakróðrarfélaga , Andra, með sér í þá tvo leggi sem þeir áætla í róðuinn yfir Breiðafjörðinn. Veður er ágætt en gæti orðið austan srengur með kvöldinu. Þeir stefna á að komast í Flatey í fyrsta áfanga en gætu hugsanlega farið skemmra en á leiðinni eru nokkrar eyjar sem hægt er að láta fyrirberast á í nótt.

Áætluð leið mun liggja eins og strikalína á kortinu sýnir



Gísli hefur hvílst vel í Stykkishólmi og stundað heitupottana þar vel. Nú er hann frægur maður og móttökurnar eftir því. Hann lætur vel af sér.

Meira síðar<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/09 11:50
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2009 02:20 #154 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Núna er ég byrjaður að pakka niður fyrir ferðina. Ég legg af stað kl, 8 í fyrramálið úr bænum til Stykkishólms. Á morgun róum við til Flateyjar og á miðvikudaginn þaðan til Brjánslækjar, síðan tek ég ferjuna til baka kl 18:45 sama dag. Ef einhverjir fleiri ætla að róa með Gísla þessa leið þá væri ágætt að sameinast um bíl.

Kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jún 2009 17:40 #155 by Sævar H.
8.júní 2009

Í gær varð sá miskilningur milli okkar Gísla H. að hann ætlaði að leggja af stað yfir Breiðafjörðinn í dag-mánudaginn 8. júní. Það er ekki rétt . Gísli kayakræðari leggur af stað í fyrramálið þriðjudaginn 9.júní 2009 yfir Breiðafjörðinn. Þetta er mikilvægt að komi fram vegna þeirra kayakfélaga sem hyggjast róa þessa leið með Gísla. Leið sem er afar skemmtileg og krefjandi. Það auðveldar málið mjög að menn geta skilið bíla sína eftir í Stykkishólmi og tekið síðan Baldur til baka með sinn ferðabúnað. Kayakfólkið er eindregið hvatt til að róa með Gísla kayakræðara þessa leið- alla eða að hluta.... GSM síminn hjá Gísla H. er: 8220536

Á kayakróðri á Breiðafirði- Elliðaey framundan



Samkvæmt símtali við Gísla H. núna um hádegisbil þá upplýsti hann mig um að Andri kayakræðri yrði róðrarfélgi hans yfir Breiðafjörðinn allt að Brjánslæk
Það er fagnaðarefni þar sem stærstur hlutinn frá Stykkishólmi í Flatey er á úthafi í raun- en það er pláss fyrir fleiri....<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/08 13:15
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jún 2009 04:55 #156 by Sævar H.
7.júní 2009
Markinu náð á 1. kafla hinnar löngu leiðar umhverfis Ísland á kayak , einn síns liðs.
Kaflinn Reykjavík - Stykkishólmur er að baki


<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/07 21:59
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jún 2009 04:11 #157 by Sævar H.
7.júní 2009

Gísli kayakræðari í Jónsnesi utan Stykkishólms eftir nálega 260 km róður frá Reykjavík á 7 dögum



Uppúr miðnætti aðfararnótt sunnudagsins 7. júni tók Gísli land á Hrútey sem er lítil klettaeyja skammt utan við Bjarnarhöfn ,Snæ. og lét þar fyrirberast framundir hádegi í dag.

Ég lagði í róður frá Stykkishólmshöfn um kl 10 í morgum og fór til móts við Gísla.
Nokkur vestan vindur var og kröppalda þar sem ekki gætti vars af eyjum.
Við Gísli mættumst síðan syðst á Jónsnesi gegnt Leiðólfsey.
Myndin er tekin við þá móttökuathöfn. Við rérum síðan í rólegheitum inn til Stykkishólms, með góðum stoppum á hinum og þessum eyjum á leiðinni.
Á þeirri leið mættum við góðum kayakvinum , hjónunum Þórólfi Matthíassyni og frú sem voru Þarna á róðri.

Og þegar við komum í Stykkishólmshöfn hafði Gísli kayakræðari lokið við 260 km. róður sem hann hóf 1. júní frá Geldinganesinu í Reykjavík.
Þetta er algjört þrekvirki hjá Gísla H. Friðgeirssyni.
Gísli hvílist nú á góðu gistiheimili í Stykkishólmi og mun Lilja eiginkona Gísla koma til hans á morgum m.a til að birgja hann upp af viðurværi fyrir næsta kafla sem er róður frá Stykkishólmi vestur á Ísafjörð.
Þannig að á morgun ráðgerir hann að leggja í að þvera Breiðafjörðinn.
Þó ekki væri það langur samróður hjá okkur Gísla í dag - var hann mjög ánægður með að fá félagsskap. Kayakfólkið er því hvatt til að taka nokkra róðrarleggi með Gísla á þessari einstæðu ferð hans ...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/07 22:05
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2009 17:36 #158 by halldob
Það er gaman að fylgjast með hvað vel gengur hjá Gísla. Þetta er orðinn fastur punktur í daglegu amstri mínu að fara inn á síðuna og sjá hvernig miðar.
Ég er núna búsettur á Egilsstöðum þannig að það kemur ekki til greina að róa með honum fyrr en hann kemur nær mínu svæði. Ég sendi Gísla hins vegar baráttukveðjur og hvet félaga sem nær búa að taka nú fram bátinn og róa með honum. Vona að það séu fleiri en ég og Sævar sem eru að fylgjast með honum. Vona líka að það sé einhver sem ætlar að róa með honum út í Flatey. Það hef ég róið og það er langur leggur (um 40 km) og fáir áningarstaðir á leiðinni og því ágætt, tel ég, að hafa félagsskap.
Með kveðju
Halldór Björnsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2009 03:12 #159 by Sævar H.
06.júní 2009 kl 20.10

Ég spjallaði við Gísla kayakræðara um kl 19 og þá var hann staddur í Melrakkaey útaf Grundarfirði eftir 14 km róður frá Klettsvík vestan undir Búlandstindi á Snæfellsnesi. Hann er nú í fínu veðri innan um skarfana þarna á Melrakkaey- ég þekki suma þeirra vel eftir heimsókn þangað í fyrrasumar. Þeir görguðu svolítið í símann hjá Gísla.

Frá Melrakkaey Grundarfjörður og Kirkjufell í baksýn


Nú er komin ákvörðun hjá mér að fara vestur snemma í fyrramálið og vera kominn á tjaldstað Gísla fyrir fótaferð hjá honum. Síðan er planið að við róum saman inn til Stykkishólms- með bravúr. Ekki er enn ljóst hvar Gísli tekur sér bólfestu í kvöld- það skýrist fyrir miðnætti. Sennilega verður þetta 20 km róður hjá okkur á morgun. Ef fleiri vilja slást í för- þá er að upplýsa það á þessum vef.
Þreytan sem var að angra Gísla í morgun er rokin burt og hann var eldhress þarna innanum skarfana í Melrakkaey. Nú er SPOT tækið farið að senda upplýsingar... það var áður of mikið skermað af- merkin urðu öll eftir í dekktöskunni...smápróblem

Gísli tjaldaði á smáeyju utan við Bjarnarhöfn í nótt.
Nú í morgunsárið er ég að leggja í síðasta spölinn með honum í Stykkishólm- 15-20 km
Meira seinna í kvöld þ. 7.júní....<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/07 07:07
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2009 16:19 #160 by Sævar H.
6.Júní 2009

Eins og fram kom hjá Palla formanni hér að framan þá lauk 5. legg hringróðurs Gísla kl. 01 aðfararnótt 6. júní eftir róðurinn frá Dritvík . Og vegalengdin sem Gísli réri var um 45 km. Heildar róðrarleiðin er því um 215 km. Gísli er nú á næturstað í Klettsvik vestan við Búlandshöfða.


Leið Gísla frá Dritvík og fyrir Jökul lá með Svörtuloftum sem er 4 km langt hamrabelti og leiðin afar erfið þegar hreyfir sjó. En Gísli var í góðu veðri þegar hann fór þarna um.
Kl. 12:
Var að heyra í Gísla þar sem hann er nú í Klettsvík.
Róðurinn í gær gekk vel en hann lenti stundum í þoku og reyndi á siglingatækin. GPS tækið missti oft samband þannig að kompásinn varð aðaltækið. Á leið frá Dritvík og fyrir Önverðarnesið naut hann sunnan vinds og öldu (lens)ásamt milklum straum með sér.
Nú skiptir hann lokaáfanganum í Stykkishólm á laugardg og sunnudag. Það verða því um 20 km leggir hvorn dag. Þreyta er farin að segja til sín eftir þennan langa róður sem er að baki. Við tekur nokkra daga hvíld eftir að Stykkishólmi er náð.
Meira síðar....<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 22:59
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2009 16:03 #161 by Sævar H.
Kortið sýnir róna leið þann 5.júní 2009

<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/06 09:11
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2009 08:19 #162 by palli
Replied by palli on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Skv. spot þá lenti Gísli núna áðan (kl. 1) í Klettsvík, u.þ.b. 8km austan Ólafsvíkur og hefur þar líklega næturstað. Heyrði í honum áðan þar sem hann var á ferð í þoku og blankalogni og lét kompásinn ráða för. Lét hann vel af sér, enda ekki annað hægt við aðstæður sem þessar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2009 03:37 #163 by Sævar H.
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/05 20:42
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2009 16:40 #164 by Sævar H.
5.júní 2009 kl. 09.40

Eftir liðlegan 42 km róður í gær í góðu veðri og sjó lenti Gísli kayakræðari í Dritvík á Snæfellsnesi.

Erfitt var um símasamband þar þannig að Gísli kom boðum um talstöð til Landhelgisgæslunnar um stöðu sína. Landhelgisgæslan hafði síðan samband við eiginkonu Gísla, Lilju, og fréttir bárust til okkar hinna.

Þannig að fjarskiptatæknin er í góðu lagi . Þó einn þáttur bregðist tekur annar við. Nú er SPOT gpstækið aftur farið að sýna með eðlilegum hætti staðsetningu og framvindu róðursins í beinni útsendingu.

Nú hefur Gísli kayakræðari lagt að baki rúmlega 170 km . leið af sínum hringróðri .
Nokkuð er fjallað um hringferð Gísla í Mogganum í dag 5. Júní og ferðinni gerð góð skil í stuttu yfirliti.
Og nú er fimmti leggur ferðarinnar að hefjast. Nú er það lokaáfanginn fyrir Jökul. Veðurspáin fyrir svæðið er góð ,sunnan 5 m/sek og sjólítið.
Það verður því ágætt að róa með Svörtuloftum og fyrir Öndverðarnes en það er erfiðasta sjóleiðin fyrir Jökul. Ástæða þess er að þarna er mjög þverhnípt neðansjávar , en við Svöruloft snardýpkar niður í Kolluál þar sem dýpið er um 300 metrar . Þessvegna skapast þarna erfitt sjólag sé á annað borð ólga á hafinu . Þessi erfiði hluti leiðarinnar með Svörtuloftum og fyrir Önverðarnes er um 4 km.kafli

Þegar komið er fyrir Önverðanes er stutt í Skarðsvíkina og góða skeljasandsfjöru til landtöku og hvíldar.
Eins og Eymi fjallar um hér að framan með að jörðin nötri undir fótum þegar staðið er þarna á Neshrauninu nálægt hafinu þá er það þekkt á svona hraunsvæðum að hellar og neðanjarðarsvelgir ná langt undir hraunið frá sjó og því miklir kraftar að ryðjast um og hraunið nötrar.
Í Straumsvík við Hafnafjörð er einn svona neðasjávarhellir undir verksmiðjusvæðinu og þurfti að fjarlægja einn af þremur stóru súrálsgeymunum vegna þess að það lenti óvart hálft yfir hellinum og fór að halla... (smá fróðleiks útúrdúr)
En nú er beðið frétta frá Gísla sjálfum ...

Samkvæmt staðfestum fréttum er Gísli kayaræðari nú á Rifi á Snæfellsnesi eftir róðurinn frá Dritvík.

Ekkert símasamband var fyrr en hann kom norður fyrir nesið. Einnig var síminn orðinn orkulítill- alveg öfugt við Gísla- næg orka þar.

Ferðin gekk mjög vel en skuggaleg þóttu honum björgin miklu á leiðnni einkum Svörtuloft- enda bera þau nafn við hæfi

Ekki hef ég heyrt frá Gísla í kvöld- en ljóst er að hann er farinn frá Rifi og er núna kl 23.40 á róðri innan við Ólafsvík,djúpt úti og stefnir á Búlandshöfða.
Nú er harður aðfallstraumur inn Breiðafjörðinn og Gísli er að nýta hann...:P
Meira á morgun...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/06 09:41
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2009 06:01 #165 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Hef alið manninn þó nokkuð á utanverðu Snæfellsnesinu, en þar bera menn mikla virðingu fyrir Svörtuloftum og nágrenni, enda varhugaverð siglingaleið ef eitthvað ber útaf. Spáin á morgun virðist hins vegar bara fín þannig að allt ætti að ganga vel hjá Gísla.
Ég gleymi aldrei þeirri stundu þegar ég stóð í fyrsta skiptið yst á Öndverðarnesi, hvergi hef ég fundið eins sterkt fyrir ógnarafli hafsins. Þrátt fyrir rólyndisveður heyrði maður ólýsanlegar lágtíðni drunur og fann jörðina nötra undir fótum sér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum