Á kayak umhverfis Ísland

01 ágú 2009 16:17 #16 by Sævar H.
1.ágúst 2009

43.róðrarleggur: Þjórsárós- Herdísarvík í Selvogi



Heildarróðrarleið að baki : 1870 km

Eftir eru, áætlað: 112 km

Eftirstöðvar leiðarinnar fara eftir því hvort Gísli
þarf að þræða strandlínuna eða getur þverað fyrir víkur
og flóa...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/08/01 09:23
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2009 02:03 #17 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Skýt inn nokkrum orðum í Gíslasögu. Það eru fá orð sem lýsa upplifun minni af róðri með Gísla undanfarna viku á því tröllalega róðrarsvæði sem Suðurströndin er. Þar ræður ríkjum hin eina sanna úthafsalda sem er engu lík, sem var alvarleg í bragði lengstum eins og vera ber.

Ég varð vitni að glímu Suðurstrandarinnar við afburðamanninn Gísla. Þegar við lentum á Landeyjarsandi eftir Eyjaróðurinn varð mér ljóst að hún var farin að sætta sig við ósigur. En reyndi þó að brjóta hetju vora á bak aftur með síðasta útspili sínu, sandstormi. Hann hreif ekkert á Gísla og á því andartaki gafst sú gamla endanlega upp. Ég var með sannan sigurvegara fyrir augum mér og gleymi þessu andartaki aldrei. Og efast um að maður eigi eftir að upplifa annað eins í þessu blessaða sporti. Vona að félagar okkar geti sett sig inn í þessar pælingar og séð þetta fyrir sér.<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2009/07/31 22:31
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2009 17:36 #18 by Sævar H.
31.júlí 2009

43. róðrarleggur: Þjórsárós- Selvogur ?


Á leið Gísla kayakræðara og Örlygs róðrarfélaga
hans , frá Vestmannaeyjum urðu nokkrar tafir vegna
veðurs.
Skömmu eftir að þeir komu norður fyrir Heimaklett
var orðið hvasst mjög og úfinn sjór.

Þeir lögðust því í var á friðsælu lóni við Faxasker.
Þar biðu þeir þess í 3 klst að veður gengi niður.
Það var síðan um kl 10 að þeir lögðu yfir sundið
milli lands og Eyja.

Og um kl 21.30 náðu þeir að Þjórsárós eftir um 50 km
róður frá Vestmannaeyjum.
Nokkur mótvindur var meginn hluta leiðarinnar.

Þeir félagar létu síðan fyrirberast við Þjórsárós í
nótt.

Ég hef ekki heyrt í þeim nú í morgun þ.31 júlí - en
Spottækið er komið á nokkra hreyfingu þarna við
Þjórsárós - rétt fyrir kl 10- þannig að það er stutt í brottför.

Og nú er Gísli kayakræðari að hefja sinn 43.
róðrarlegg á ferð sinni á kayak umhverfis Ísland.
Gera má ráðfyrir að þeir félagar ,Gísli og Örlygur
rói í Selvog í dag- en við sjáum til síðar með það.

Myndin hér að ofan er af Strandakirkju en hún
stendur skammt ofan sjávarbakka í austanverðum
Selvogi- en þar er vestasta og ysta byggð í
Árnessýslu.
Fyrr á öldum var mikil byggð í Selvogi og útræði
mikið enda stutt á gjöful fiskimið og lending góð.
En á seinni tímum er Selvogur þekktur í hugum
margra vegna Strandakirkju.

Á henni hefur verið meiri átrúnaður en á nokkrum
öðrum stað eða grip hér á landi- á seinni tímum.
Öldum saman hefur verið heitið á Strandakirkju í
lífsnauð og hverskyns öðrum erfiðleikum og enn í dag
streyma peningar til hennar vegna áheita....

Ólíklegt er annað en að þeir félagar Gísli og Örlygur
komi þar við og þakki fyrir velheppnaðan kayakróður-
ekki síst Gísli kayakræðari...en hans einstæða
sjóferð umhverfis Ísland hefur verið einstaklega
farsæl.

Veður og sjólag á dagleið þeirra félaga er um 0.5m
ölduhæð og hægur vindur af landi...

Kl. 12.30

Var að heyra í Örlygi róðrarfélaga Gísla. Þeir voru
þá staddir við Knarrarósvita sem er skammt austan
Stokkseyrar. Nokkuð var samtalið slitrótt milli okkar
Örlygs. Hann var á sjó og óvænt kom stór brotalda
sem hann þurfti á takast á við með \&quot;háárartaki\&quot; til
að forðast veltu.
En samtalinu lauk með því að hann upplýsti að nú væru
þeir orðnir þrír -róðrarfélagarnir, Gísli, Örlygur og GummiJ.

En GummiJ kom róandi frá Stokkseyri og ætlar dagleið
með Gísla, en Örlygur yfirgefur þá á Stokkseyri.

Ekki er fullljóst hversu langt Gísli stefnir á að róa
í dag...Grindavík er draumurinn... en það rætast ekki
allir draumar...

Kl. 20.45 lentu þeir róðrarfélagar Gísli og
Gummi J í fjörunni neðan við Strandakirkju í Selvogi<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:35
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2009 16:26 #19 by Sævar H.
31.júlí 2009

42. róðrarleggur: Vestmannaeyjar- Þjórsárós



Heildarróður að baki : 1812 km

Eftir eru ca : 170 km

Leið Gísla hefur lengst vegna róðra til Eyja og minni þverana með ströndum- frá fyrri áætlun.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/31 09:30
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2009 06:58 #20 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Ég var að ræða við Gísla fyrir stuttri stund og tjáði hann mér að þeir Örlygur væru búnir að tjalda austan við Þjórsá og ætluðu þeir sér að sofa þar í nótt. Ég fer síðan austur í fyrramálið og hitti á þá einhverstaðar milli Þjórsár og Stokkseyrar. Ég ætla síðan að taka eina dagleið með kappanum á morgun. Ég veit ekki alveg hvað hann er með í huga að róa langt en það kemur bara í ljós.
Sævar kemur örugglega með eina létta lýsingu fljótlega B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2009 03:38 #21 by Sævar H.
29.júlí 2009

42. róðrarleggur: Vestmannaeyjar- Þjórsárós


Kl.12.30 þ. 30 júlí

Þeir kayakfélagar Gísli og Örlygur ýttu úr vör í
Vestmannaeyjahöfn um kl 6 30 í morgun. Þegar þeir
voru komnir að Faxaskeri sem er skammt norðan
Heimakletts hafði bætt allhressilega í vind .
Meðalvindhraði var um 15 m/sek en fór í hviðum í 20
m/sek af norðan auk þess sem straumar við Eyjarnar
æsa ölduna mjög upp. Þeir félagar lögðust því í var
við Faxaskerið um kl 7.30.

Þá hafði Gísli samband við mig og fékk nákvæma
veðurspá fyrir sjóleið þeirra.
Spáin gerði ráð fyrir að læga myndi upp úr kl 9. og
yrði orðið þolanleg um kl 10. Það hefur gengið eftir.

Þeir félagar lögðu frá Faxaskeri um kl 10 og eru nú
að nálgast fastalandið vestan við Landeyjarsand. Það
hefur verið barningur hjá þeim þangað á móti
vindöldunni frá norðri. En nú eru þeir komnir í góðar
aðstæður og verða alla sjóleiðina í dag...

Núna kl 12.30 er 14 km róður að baki frá
Vestmannaeyjum og eftir eru 50 km til Stokkseyri.
Þeir eru um 2km frá ströndinni og eru þvíí mjög góðum
málum - framundan... Þeir sýnast ætla að splæsa á sig
landtöku og hvíldarpásu innan tíðar... enda orðið
friðsælt öldugjálfur við sandinn ....

Kl 22 - 30 júlí
Ég var að heyra í þeim róðrarfélögum Gísla og Örlygi
þar sem þeir sátu við borðhald við Þjórsárós. Þeir
létu vel af sér . Báðir hressir. Nokkuð hafði verið
um leikaraskap í öldunum í dag- einkum hjá Örlygi.
Þeir hafa lent í nokkrum mótvindi. Þeir stefna á að
ná til Stokkseyri seint í kvöld...




Nú þegar Gísli kayakræðari er kominn til
Vestmannaeyja má segja að baráttu hans við “Sandana
miklu” sé lokið.
Þeirri baráttu lauk þegar þeir félagar hann og
Örlygur beindu kayakökum sínum mót brimöldunum við
Eyjafjallasand að morgni 29 júlí á haf út og
hófu róðurinn til Vestmannaeyja.

Gísli lenti síðast innan hafnar austur á Hornafirði-
þar til hann kom inná Friðarhöfn í Vestmannaeyjum.

Og nú er næsti róðrarleggur áætlaður frá
Vestmannaeyjum og til Stokkseyrar um 63 km sjóleið.

Nafnið Stokkseyri er þannig til komið segir Landnáma:
Hásteinn Atlason frá Gaulum í Noregi kom að
Hásteinssundi austan Stokkseyri og braut þar skip sitt.
Áður hafði hann skotið setskokkum sínum fyrir
borð í hafi til heilla sér að hætti landnámsmanna.

Setstokkana rak á land þar sem nú heitir Stokkseyri-
þaðan er nafnið komið.
Fyrr á öldum var Stokkseyri mikil hafskipahöfn þeirra
tíma og útgerðabær mikill.
En hafnarskilyrði voru erfið þó skerjagarðurinn
veitti mikið skjól fyrir haföldunni þegar inn fyrir
sker var komið.
Nú er höfnin á Stokkseyri ekki lengur notuð- Þorlákshöfn tók við.

Og þeir félagar Gísli kayakræðari og Örlygur Steinn
róðrarfélagi hans ætla að enda 42. róðrarlegg Gísla
í hinni gömlu höfn á Stokkseyri--- en kannski nota
þeir bara þá nýju- Þorlákshöfn

Við sjáum til og bíðum spennt…<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:34
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2009 23:25 #22 by Sævar H.
29.júlí 2009

41.róðraleggur: Eyjafjallasandur neðan Miðbælis- Vestmannaeyjahöfn



Heildarróðrarleið að baki: 1762 km

Eftir eru: 191 km<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/29 16:26
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2009 20:12 #23 by Sævar H.
29.júlí 2009

41. róðarleggur: Eyjafjallasandur við Miðbæli- Vestmannaeyjar


Ég hef ekkert heyrt frá þeim félögum Gísla og Örlygi
frá því gærkvöldi-þá nýlentir á Eyjafjallasandi. En
samkvæmt Spottækinu virðast þeir hafa lagt af stað
frá Eyjafjallasandi neðan Miðbælis um kl 10.10 í morgun.

Þeir eru nú staddir um 4,5 km frá Bakkafjöru og stefna
á Vestmannaeyjar. Meðfylgjandi mynd er af því svæði
sem þeir eru nú að róa á. Þeir hafa lagt að baki um
20 km um kl 13.15 og eiga eftir um 6 km í Elliðaey.

Veður er gott - breytileg átt og hægur vindur.
Ölduhæð er núna um 0.8 m og sjór allur að sléttast.

Ekki er vitað um framhaldið í dag eftir dvöl í Eyjum.
Það skýrist væntanlega þegar til Eyja er komið.

Kl 15.15
Núna kl 15.10 í dag þ. 29 júlí eru þeir félagar Gísli og
Örlygur að lenda ínni í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum.
Að baki er 32 km róður frá Eyjafjallafjöru- án
landtöku-fyrr en nú í Eyjum. Þeir hafa verið 5 klst
að róa þessa sjóleið. Vel af sér vikið...

Kl. 15.40

Var að tala við Örlyg þar sem hann var staddur á
hafnarbakkanum í Vestmanneyjahöfn. Hann lét vel yfir
róðri þeirra félaga.

Gísli kayakræðari fékk höfðinglegar móttökur þegar
hann steig á land.

Eyjamenn kunna vel að meta sína afreksmenn.

Gísli bjó í Vestmannaeyjum frá því skömmu eftir gos
og í 10 ár.

Hann gegndi þar m.a. stöðu skólastjóra
framhaldsskólans í Eyjum .

Fréttamaður átti viðtal við Gísla .

Við fáum væntanlega að sjá það innan tíðar á
einhverjum ljósvakamiðli-kannski í kvöld..?

Allavega Eyjamönnum er ljóst það einstaka afrek sem
Gísli kayakræðari er að vinna með kayakróðri sínum
umhverfis Ísland...

Þeir félagar Gísli og Örlygur munu láta fyrirberast í
Vestmannaeyjum í nótt.

Sýnishorn af róðrinum til Eyja:


Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:33
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2009 16:41 #24 by Sævar H.
29.júlí 2009

40. róðrarleggur : Dyrhólaey-Eyjafjallasandur við Miðbæli



40. róðrarleið Gísla kayakræðara var frá Dyrhólaey og að Miðbæli á Eyjafjallasandi - alls 30 km róður

Heildarróður að baki : 1730 km

Eftir eru: 223 km<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/29 09:44
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2009 05:06 #25 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Ég var að tala við Gísla rétt í þessu og er ætlunin að renna á Efstu Grund með Kalla og sofa þar í nótt og heyra sögur af fyrstu kayakræðurunum sem réru hringinn, halda síðan til eyja í fyrramálið.
Ég veit að það á ekki eftir að væsa um þá félaga á Grundini því ég er svo heppin að eiga þetta ágæta fólk fyrir tengdaforeldra. Stefna er sett á að lenda undir bænum Ystabæli þar sem Kalli sækir þá.
Kalli er borin og barnfæddur Eyfellingur og fæddist á bænum Núpakoti fyrir einum 73 árum og hefur margt upplifað þarna undir fjöllunum.

Punkturinn sem þeir félagar stefna á er 63°30.757 N 19°39.692 W

Sævar segir ykkur síðan restina af söguni hvernig þetta gengur allt saman.

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2009 01:34 #26 by Sævar H.
28.júlí 2009

40. róðrarleggur Gísla kayakræðara hafinn: Dyrhólaey- Eyjafjallasandur við Miðbæli


Núna kl. 18.30 eru þeir róðrarfélagar Gísli og
Örlygur Steinn að leggja upp í 40. róðrarlegg Gísla
kayakræðara.

Þeir leggja upp vestan Dyrhólaeyjar en taka samt
róðrarsveiflu gegnum dyrnar frægu sem Dyrhólaey
dregur nafn sitt af.

Veður er þokkalegt og brimið orðið viðráðanlegt.
Sjór er að ganga niður og það er lens. Fyrst er
róðrinum heitið inní Holtsós sem er um 41 km róður
frá Dyrhólaey.

Þar taka þeir félagar hvíldarpásu og heimsækja
væntanlega Karl og Önnu á Efstu Grund- en þar á Gísli
heimboð.

Síðan halda þeir för áfram og væntanlega verður látið
fyrirberast í Vestmannaeyjum í nótt.(ekki staðf.)

Frá Holtsós til Vestmannaeyja eru um 23 km.
Þannig að róðrarvegalengd þeirra félaga gæti orðið um
64 km á þessum 40. róðralegg Gísla kayakræðara á
kayak umhverfis Ísland...

Nú er sumri tekið að halla og miðnæturbirtan horfin.
Þeir félagar munu því eiga nokkuð langan róður fyrir
höndum í myrkri.
Þeir eru velbúnir siglingaljósum og hafa báðir tveir
mikla reynslu af næturróðrum.

Aðstæður eru því breyttar frá miðnætursólar róðrum
Gísla kayakræðara fyrir Norðurlandinu á fyrrihluta ferðarinnar....

Kl. 20

Nú eru þeir félagar staddir suður af Pétursey á
Sólheimasandi. Ljóst er að þeim hefur gengið vel
gegnum brimið við Dyrhólaey. þeir hafa lagt að baki
um 8 km...

Kl 23.10

Þeir félagar virðast lentir núna nálægt þeim stað sem
GummiJ gefur upp hér að neðan með lendingu.
Það er 10.5 km austan við Holtsós.
Þarna liggur slóði niður að sjó.
Þeir félagar hafa því róið um 30 km á þessum 40.
róðrarlegg Gísla.
Þetta mun vera stysti róðrarleggur Gísla til
þessa.... Nýtt met.

KL 23.30
Var að tala við Örlyg. Þetta var hörku sjóferð hjá
þeim félögum . Mestan hluta leiðarinnar frá Dyrhólaey
var bullandi lens. Hraðinn á þeim skaust uppí 18
km/klst þegar mest gekk á. Þetta var því erfiður
róður þó stuttur væri á mælikvarða Gísla kayakræðara

Það var síðan brimlending í meters hárri öldu þar sem
Karl bóndi á Efstu-Grund beið þeirra á sandinum.

Örlygur var heppinn með sína öldu -hún skilaði honum
hátt upp í fjöru ,mjúklega og hratt.
En alda Gísla var knappari og bar hann styttra upp.
Hann þurfti því að koma sér eldsnöggt úr bátnum -
sjávarmegin við hann-og með það sama kom önnur alda
og þeytti bátnum langt uppá sand- en bleytti vel í Gísla.

Allt fór þetta vel.
Og nú eru þeir félagar á leiðinni með Karli bónda til
hans heima og þar munu þeir dvelja fram yfir morgun
mjaltir.

Væntanlega fá þeir spenvolga mjólk áður en þeir
leggja í Vestmannaeyjaför -á morgun

Frá heimsókn til Karls og Önnu á Efstu-Grund :
picasaweb.google.com/lh/sredir?uname=hap...mhswP&feat=email

Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:33
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2009 19:49 #27 by Sævar H.
28.júlí 2009 Kl 12.45

Fréttir af Gísla kayakræðara

Ég var nú í þessu að heyra í Gísla kayakræðara þar
sem hann er staddur í Vík í Mýrdal.

Nú er þess bara beðið að brimöldurnar við Dyrhólaeyna
verði viðráðanlegar.

Langvarandi NA strekkingur langt austur í haf hefur
byggt upp öldurót sem tekur sinn tíma að dvína þó
vindinn hafi lægt.

En nú er Gísli ekki lengur einskipa.

Örlygur Steinn kayakræðari er kominn til Víkur í
Mýrdal og ætlar að róa með Gísla næstu róðrarleggi-
þar á meðal til Vestmannaeyja.

Nú á næstu 4-5 klst ræðast hvort þeir leggja af stað
í dag eða fresta för til fyrramáls.

Meira síðar...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/28 15:02
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2009 16:55 #28 by Sævar H.
23.júlí 2009

40. róðrarleggur: Dyrhólaós- Holtsós


27.júlí kl 22

Nú bíður Gísli kayakræðari þess í Vík í Mýrdal að
ölduna lægi á sjónum. Ölduhæðin er núna um 3 m við
Surtsey og tíðnin 8,4 sek. Við Bakkafjöru er
ölduhæðin 1,5 m og tíðnin 6,5 sek. Og við Hornafjörð
er ölduhæðin 1,4 m og tíðnin 7,1 sek. Þannig að sjór
er að stillast- en það er brimið við Dyrhólaósinn sem
ræður brottför Gísla

Við vitum meira í fyrramálið....

26.júlí 2009 kl 20

Samkvæmt samtali við Gísla kayakræðara ráðgerir hann
að hefja næsta róðrarlegg mánudaginn 27. julí. Og
róa þá fremur stutt eða inní Holtsós undir
Eyjafjöllum.

Gísli á heimboð til Karls og Önnu á Efstu Grund sem
hann hyggst þiggja. En það er eins og oft - veður
ræður. Nú að kvöldi sunnudags 26 júlí er
mjög hvasst af austan þarna og mikill sjór. það
skýrist því fyrramálið 27. júlí hverjar róðraraðstæður verða...

Suðurströndin ,lendingar og sjósetningar:

Í hinu stórmerka riti „Íslenskir sjávarhættir“ eftir
Lúðvík Kristjánsson er m.a fjallað um suðurströndina
og sjósókn þaðan. Allt frá Hornafirði að ósum
Þjórsár er samfelld sandströnd ,utan örstuttra kafla
við Ingólfshöfða, Reynisfjall og Dyrhólaey. Þessar
aðstæður gerðu sjósókn við sandana miklu
,einstæða,hættulega og erfiða.

Lendingar og framsetningar skipa voru aldrei með
föstum og þekktum vörum. Sandurinn var á sífelldri
hreyfingu og aðstæður því síbreytilegar. Sandspildan
upp af ströndinni stundum margra km. breið , en þótt
svo sé flæðir sjórinn í brimróti upp í gróin grös.

Mismunandi straumur ber sandinn saman í eyrar ,
fyrir ströndinni . Á þeim verða látlaus brot þó
annars sé stilltur sjór. Eyrar þessar geta verið mjög
langar og í miklu brimróti opnuðust oft skörð í þessi
rif þannig að frá lónunum innan rifja mynduðust
„hlið“ út til sjávar. Það voru þessi hlið sem
sjómenn hagnýttu til sjósetninga og lendinga á
þessari annars hafnlausu strönd. En hlið þessi stóðu
oft ekki lengi við- þau hurfu í næsta stórbrimi en
önnur komu í staðinn. Ef stórbrim stefnir skáhallt á
hlið getur það lokast á einum degi. Aðstæður til
sjósóknar frá söndunum miklu voru aldrei eins.

Sjávarlagið við sandana er mjög breytilegt. Sumstaðar
eru grunn og eyrar sem ná langt út svo hvergi flýtur
að landi. Annar staðar er svo djúpt að aldan myndar
lítið brim.

Þar sem grunn eru myndast hættulegar brimöldur sem
ná oft langt út og fellur landsjórinn í „lykkju“ sem
kallað er. Þessháttar holskeflur eru mjög hættulegar
Þær bera hvorki skip né lyfta þeim – heldur vaða yfir
þau –kæfa eða hvolfa, en þá er voðinn vís. Sé aðdjúpt
upp að marbakka eða sandinum verður landsjórinn betri
viðureignar – svokallaður múgasjór. Síðan voru það
svokallaðar hvalfjörur. Hafði hval rekið á land á
sandinum og hræið lengi að grotna niður – þá
mynduðust oft góð lendingaskilyrði þar um kring.
Hvallýsið lægði öldurótið.

Þegar Gísli lenti við Kúðafljótið kynntist hann í
raun öllum þessum aðstæðum- utan þess að ekki var
hvalshræ í ósnum til að lægja öldurnar og brotin.

Nú eru erfiðustu sandarnir að baki hjá Gísla
kayakræðara. Framundan eru betri skilyrði til
landtöku....<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:32
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2009 04:23 #29 by Sævar H.
22.júlí 2009

39. róðaraleggur: Kúðafljót - Dyrhólaós




Heildarróðrarleið að baki : 1700 km

Eftir eru : 253

Heyrði í Gísla kayakræðara áðan , þ. 22.júlí. Hann er
búinn að róa frá Kúðafljóti til Dyrhólaóss nú í dag.

Honum var ráðlagt að geyma ekki bátinn þarna við
Kúðafljótið- vegna mikilla og stöðugra breytinga á
farvegi Kúðafljóts . Báturinn gæti hæglega farið í
fljótið.

Gísli fékk góða aðstoð bænda þarna í Álftaveri til að
hjálpa sér með bátinn til sjávar. Ekki dugði minna
til en tveir traktorar- m.a vegna sandbleytu.

Gísli ákvað síðan að róa núna í morgun þann 22.júli
frá Kúðafljóti og yfir í Dyrhólaós- þar
sem skilyrði til sjávarins höfðu batnað mjög.

Auk þess naut Gísli aðstoðar við að ýta sér á flot-
móti brotöldunum við sandinn.

Það tókst allt vel til.

Ekki var lendandi í Vík í Mýrdal vegna brims en
Gísli fékk góða leiðsögn úr land með að Dyrhólaós
væri fær.

Þegar þangað kom hafði bætt í vind og öldu.
Það var því nokkuð skrautleg lending hjá Gísla þarna
í Dyrhólaós.

Allt náðist það á mynd- sem væntanlega birtist innan
tíðar í Morgunblaðinu ásamt grein...

Næsti leggur verður ekki fyrr en um helgi ...ef veður og brim leyfir...

Heildarlengd róðurs var um 46 km.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/22 22:00
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2009 20:46 #30 by Sævar H.
21.júlí 2009

Frábært hjá Gísla kayakræðara að segja söguna alla um viðureignina við sandana miklu og brimið við Suðurströndina. Þó svo ég hafi verið upplýstur um baráttu Gísla við óblíð náttúruöflin á þessari löngu og mögnuðu ferð hans á kayak umhverfis Ísland- þá hef ég sneytt að mestu hjá frásögnum af þeim erfiðleikum sem hafa hent hann á hinum ýmsu stöðum . Það er Gísla að segja söguna alla. En það skal viðurkennt að verulegar áhyggjur voru farnar að gera vart við sig á þessum síðasta róðrarlegg að Kúðafljótinu. 58 km án landtöku og sterkur grunur um að brim við ströndina væri ástæðan-gerði nálgun hans að Kúðafljótinu að kaflaskilum. Ef hann færi framhjá Kúðafljóti- væri alvara á ferðinni... það var mitt mat. Við Guðm. Breiðdal vorum í sambandi. En Gísli komst í landi og með þeim hætti sem hann lýsir...

Sjálfur bý ég að áratugareynslu - einn á ferð um óbyggðir - oft margar dagleiðir frá mannabyggðum. Og án nokkurs fjarskiptabúnaðar (á fyrri árum). Sú reynsla hefur auðveldað daglega fjar-samfylgd með Gísla á þessu einstæða ferðalagi hans og koma fréttum af gangi mála á þennan vef...

En nú bíðum við þess að Gísli kayakræðari-taki lokaáratogið inn við Geldinganes í Reykjavík...smá spölur eftir...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/21 19:17

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum