Dagskrá 2009

DAGSKRÁ 2009 frá ferðanefnd Kayakklúbbsins.

Vinsamlega athugið að dagskráin getur breyst og gott er að fylgjast með umræðum á korkinum þegar nær dregur ferðum og keppnum

 


30. apríl: Elliðaárródeó.  Keppni - straumkayak.

Mæting klukkan 13. Keppni hefst klukkan 13:30. Keppt við holuna í Elliðaám sem er á bak við stóra geymsluhúsið og fyrir neðan Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal. 
Keppt verður í holufimi og almennum fíflagangi sem hægt er að stunda í holu í straumi.

 

2. maí: Reykjavíkurbikar. Keppni - sjókayak.

Ræst klukkan 10:00. Keppt er í tveimur vegalengdum, 10 km og 3 km. Róið er réttsælis umhverfis Geldinganesið og síðan u.þ.b. 3 km hringur, annað hvort út fyrir hólmann í
Blikastaðakrónni eða bauju (fer eftir sjávarhæð) og til baka og er sá leggur um leið styttri brautin í keppninni.

 

9. maí, laugard.: Skorradalsvatn.

Ekið yfir Dragháls og sunnan að vatninu, þaðan inn með vatninu til austurs að ströndinni við Skógargilseyri.
Farið inn vatnið og áð í Klausturskógi sunnan vatnsins, síðan róið til baka með norðanverðri ströndinni.
Umsjón: Ferðanefnd, Sveinn Axel Sveinsson, s. 660 7002, sveinnaxel@gmail.com

 

16. maí, laugard.: Hvítárferð.

Hin sívinsæla ferð þar sem straumvatnsmenn bjóða sjóbátamönnum með áhuga að takast á við straumþunga Hvítánna frá Brúarhlöðum niður að Drumboddsstöðum.
Nýjar straumendur velkomnar en æskilegt er að menn hafi einhverja reynslu af veltu og björgun.
Mæting er kl. 9:00 við útigeymslurnar, austan megin við stúku Laugardalslaugar. Mikilvægt að mæta snemma til að græja sig upp og safnast í bíla.
Umsjón: Ferðanefnd,
Guðmundur Jón Björgvinsson, s. 899 7516, gummij@hive.is og
Heiða Jónsdóttir, s. 867 3755, heijons@hotmail.com

 

20-24 maí: Reykjaneshittingur í Djúpinu

Sæfari hefur staðið fyrir vor og haust hitting í nokkur ár á Reykjanesinu við Ísafjarðardjúp og eins og þeir vita sem hafa mætt, er þetta samkoma kayakræðara sem skemmta sér
og öðrum og kenna eða læra.  Allir velkomnir meðan pláss er laust á hótelinu.  Tekið er við bókunum á Hótel Reykjanesi í síma 456-4844.  Farið verður farið 1-2 á kayak á hverjum degi,
í heita potta, sem sagt afslöppun, slökun og skemmtilegheit.  Vonast er eftir góðum skilyrðum fyrir öldufimi í röstinni við brúnna í Reykjanesi.  Þá er búið að malbika veginn út í Mjóafjörð
sem er ekki langt frá, en þar er enn meiri straumur og þar með tækifæri á enn stærri röst.  Pakkinn kostar kr. 15.900 pr. mann og er innifalið gistingin í 4 nætur í uppábúnu rúmi, og fullt fæði. 
Pakkinn með svefnpokaplássi kostar kr. 14.900.

 

31. maí: Sprettkeppni á Norðfirði. Keppni - sjókayak.

HHaldin í tengslum við Egil Rauða á Norðfirði og kayakklúbbinn Kaj. Stuttur og snarpur sprettur sem gaman er að horfa á. Enn skemmtilegra er að taka þátt. Klukkan 14 hefst sprettkeppnin,
svo veltukeppni og loks björgunarsýning.

 

6. júní, laugard.: „Suður með sjó“.

Vatnsleysuströndin er mjög skemmtileg róðrarleið í nágrenni Reykjavíkur. Þar er mikið dýralíf og skeljasandsstrendur sem gaman er að skoða. Því ætlum við að róa frá Vogum á Vatnsleysuströnd
að Kúagerði um það bil 15 km leið. Ef veðrið verður sæmilegt ætti þetta að verða auðveldur róður sem bæði byrjendur og lengra komnir gætu haft gaman að.
Umsjón: Ferðanefnd, Andri Þór Arinbjörnsson, 699 5449, andrita05@ru.is

 

 

13-14 júní, helgi: Galtaleikarnir

Mæting á tjaldstæðið á Galtalæk (gæti breyst vegna breyttra aðstæðna á Galtalæk) á föstudagskvöldinu. Á laugardagsmorguninn er haldin morgunleikfimi í Leikfangalandi, lítilli flúð í ánni, áin er
svo róin seinna um helgina. Á laugardagskvöld verða hinir sígildu Galtaleikar með óvæntum uppákomum og þrautum. Á sunnudagsmorgun verður farið í léttari róður og reynt að bleyta nýliða sem
mæta í þessa ferð. Lagt er mikið uppúr því að allir finni eitthvað við sitt hæfi bæði reyndir og óreyndir, ungir og aldnir.
Umsjón: Ferðanefnd,
Anna Lára Steingrímsdóttir, s. 824 6245, annalaras@gmail.com
Guðmundur Jón Björgvinsson, s. 899 7516, gummij@hive.is og

 

20. júní: Bessastaðabikar. Keppni - sjókayak.

Róið er frá Hliðsnesi, fyrir Álftanes og inn í Lambhúsatjörn. Róðraleiðin er um 12 km. Forseti Íslands afhendir bikarinn.
Haldin í samvinnu við kayakklúbbinn Sviða á Álftanesi. Nánar auglýst síðar.

 

23. júní, þriðjudagskvöld: Jónsmessuróður.

Frá Hvítanesi í Þyrilsnes, kringum Geirshólma og Hádegissker og tilbaka í Hvammsvík þar sem verður grillað og höfð gleði að vanda.
Straumkayakmenn fara í Hvítá eða aðrar nálægar ár eins og Þjórsá eða Ölfusá í flúðaleikfimi.
Umsjón: Ferðanefnd

 

27. júní: Tungufljótskappróður. Keppni - straumkayak.

Á laugardaginn verður farið í Hvítá fyrri part dags.
Tungufljótskappróðurinn hefst kl 18-19 og stendur fram eftir kvöldi. (Mæting ofan við brúna yfir Tungufljót rétt hjá Geysi). Það er stórgóð skemmtun að fylgjast með keppninni í góðra vina hópi
og ekki gleyma myndavélinni heima þetta skiptið. Að keppninni lokinni verður farið á Drumboddsstaði og grillað og verðlaun veitt. Hægt verður að tjalda við Drumboddsstaði og fara í siglingu á
sunnudeginum á svæðinu ef fólk hefur orku í meiri róður þá helgina og best að það verði ákveðið þegar nær dregur hvað verður gert þann daginn, ef aldan í Hvítá verður góð í sumar þá væri það
fínn endir á góðri helgi að leika sér í henni eða í Tungufljótinu.
Umsjón: Ferðanefnd, Guðmundur Jón Björgvinsson, s. 899 7516, gummij@hive.is

 

 

3.-5. júlí, helgi: Arnarstapi, Búðir, Hellnar og Malarrif.

ATH: Þessi ferð fellur niður
Þátttakendur hittast neðan við gistihúsið Langaholt, en þar er tjaldstæði nálægt fjörunni.
Á laugardagsmorgni verður ekið að Búðum (um 15 km) og bátar sjósettir við Búðaós um kl. 10. Róið verður frá Búðum, fyrir Búðahraun sem er friðland, um Breiðavík en þar gnæfir jökullinn yfir
og loks að Arnarstapa, alls um 18 km. Á leiðinni er möguleiki að skoða Grunnasker og Djúpasker ef sjór er stilltur, fyrir þá sem vilja róa aukasprett. Á sunnudegi verður róið frá Arnarstapa gegnum
Gatklett, að Hellnum og Hellnanesi, Þúfubjörgum og Lóndröngum og Malarrifi, um 15 km, eða tilbaka inn í Hellnahöfn, enda kann lending að vera erfið við Malarrif.
Róa má gagnstæðar leiðir eftir vindátt. Bílar verða ferjaðir til þess að sækja fólk og báta.
Þetta getur verið góð helgarferð fyrir fjölskyldufólk, en þess ber að geta að sjólag á þessum slóðum er slæmt í suð- og vestlægum áttum og til vara verður höfð áætlun um róður norðan á Snæfellsnesi.
Hafa þarf viðlegubúnað og nesti og allan búnað til sjóróðurs.
Þeir sem vilja meiri þægindi geta gist hjá þjónustuaðilum en þeir helstu á svæðinu eru:
Gistihúsið Langaholt, Görðum, www.langaholt.is, símar 435 6789 og 898 8823
Hótel Búðir, www.budir.is, sími 435 6700
Ferðaþjónustan Snjófell Arnarstapa, www.snjofell.is, sími 435 6783
Umsjón: Ferðanefnd, Gísli H. Friðgeirsson, 822 0536, gislihf@simnet.is

 

11. júlí: 10 km keppni á Suðureyri.  Keppni - sjókayak.

Sæludagar á Suðureyri eru haldnir sömu helgi. Þegar keppendur róa af stað og koma í mark eru þeir hvattir áfram af 500 öskrandi áhorfendum. Strax í kjölfar 10 km keppninnar er keppt um Jarlsbikarinn
sem er sprettróður milli Suðureyrar og Norðureyrar í Súgandafirði. Jarlsbikarinn er til minningar um Þorleif Guðnason sem bjó á Norðureyri á árunum 1918 -1971 og reri næstum daglega árabáti sínum þarna
á milli. Haldin í samvinnu við Sæfara á Ísafirði. Nánar auglýst síðar.

 

24-26 júlí, helgi: Kayakdagar Skagafirði.

Við hittumst í Skagafirði á tjaldstæðinu við Steinsstaðaskóla.
Straummenn fara í Austari Jökulsá á laugardeginum, annað hvort í rafti eða á kayak. Á sunnudeginum verður Vestar Jökulsáin róin en hún er í svipuðum erfiðleikaflokki og Hvítá en með meira af krefjandi beygjum.
Sjómenn sigla niður lygnuna í Vestari Héraðsvötnum frá Varmahlíð út í sjó til að skoða frábært fuglalíf (plastbátar ráðlegir), eða sigla frá Reykjaströnd í Glerhallavík og Sævarlandsvíkina fyrir Tindastól (6 km).
Grill og góð kvöldstemning að loknum róðri á föstudags og laugardagskvöldi.
Umsjón: Ferðanefnd,
Anna Lára Steingrímsdóttir, s. 824 6245, annalaras@gmail.com
Reynir Tómas Geirsson, 824 5444, reynir.steinunn@internet.is

 

 

7.-9. ágúst, helgi: Króksfjörður – Reykhólar - Akureyjar.

Þetta er Breiðafjarðarferðin vinsæla, nú með enn betra öryggisskipulagi. Farið af höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi á föstudegi í Króksfjarðarnes og rétt norður fyrir staðinn að ósum Geiradalsár.
Bílar (2-3) ferjaðir að Fagradal á Skarðsströnd. Svo er lagt af stað og farnir 6 km í léttum kvöldróðri inn aðeins inn Króksfjörðinn og yfir að Borgareyri og Pjattarsteini og tjaldað þar. Næsta dag er
farið inn milli Hríseyjar og lands að Reykhólaströndinni og þörungavinnslunni í Karlsey (11 km), en svo yfir Hrúteyjarröst í Akureyjar (8 km), gamlan frægðarstað frá 19. öld með menjum og sögnum.
Áð yfir nótt til sunnudags. Þá verður róið með flóði inn að Fagradal (um 8 km) og bílar sóttir. Hér er lygna og straumur sem taka þarf tillit til. Bað í Sælingsdalslaug á sunnudagseftirmiðdegi á heimleið
Umsjón: Ferðanefnd, Reynir Tómas Geirsson, 824 5444, reynir.steinunn@internet.is

 

 

15. ágúst, laugard.: Hvítá.

Farið er ofar í Hvítána og sett út í við Brattholt. Á þessum kafla bætast við nokkrar skemmtilegar flúðir. 
Ferðin hentar mjög vel þeim sem voru að byrja fyrr um sumarið og eru tilbúin til að róa meira en Hvítána frá Brúarhlöðum.
Mæting við Olísstöðina við Norðlingaholt kl. 10
Umsjón: Ferðanefnd,
Anna Lára Steingrímsdóttir, s. 824 6245, annalaras@gmail.com
Guðmundur Jón Björgvinsson, s. 899 7516, gummij@hive.is og
Heiða Jónsdóttir, s. 867 3755, heijons@hotmail.com

 

5. september: Haustródeó.  Keppni - straumkayak

Síðasta straumkeppni sumarsins. Staðsetning er ákveðin með tiltölulega skömmum fyrirvara með tillits til aðstæðna hverju sinni.
Nánar auglýst síðar.

 

5. september: Hvammsvíkurmaraþon.  Keppni - sjókayak

Róið er frá Geldinganesi að Hvammsvík í Hvalfirði. Sannarlega erfið keppni enda réttnefnt maraþon, um 42 km. Ræst klukkan 10.

 

27. sept., sunnud.: Þingvallavatn. - ATH: Breyttur tími frá upphafl. dagskrá !

Haustferð á Þingavallavatn . Róið verður frá Hestvíkinni og um hellana í Klumbu. Þaðan verður haldið að Nesjaey og róið með henni. Því næst verður róið í Sandey og áð þar.
Gengið á hátind eyjarinnar og mikilfenglegt umhverfi Þingvallavatns og stórbrotinn fjallahringurinn greindur. Því næst verður róið  Þorsteinsvík og þaðan með Stapa í Stapavík .
Og að lokum verður róið utan við Klumbu og inn Hestvíkina – þar sem bílarnir bíða okkar. Þetta verður róleg og innihaldsrík náttúruskoðunarferð á kayak. Nánar upplýst í september.
Umsjón: Ferðanefnd, Gísli H. Friðgeirsson, 822 0536, gislihf@simnet.is

 

Í ferðanefnd eru:
Andri Þór Arinbjörnsson 699 5449 andrita05@ru.is
Anna Lára Steingrímsdóttir 824 6245 annalaras@gmail.com
Gísli H. Friðgeirsson (form.) 822 0536 gislihf@simnet.is
Guðmundur Jón Björgvinsson 899 7516 gummij@hive.is
Heiða Jónsdóttir 867 3755 heijons@hotmail.com
Reynir Tómas Geirsson 824 5444 reynir.steinunn@internet.is
Sveinn Axel Sveinsson 660 7002 sveinnaxel@gmail.com