Ferðir og viðburðir 2010


8. maí – Hringróður um Hestvatn.  

Umsjón Sveinn Axel, gsm: 660-7002, e-mail: sveinnaxel@gmail.com

Mæting er kl. 10:00 að Hestvatni við bæinn Vatnsnes og róður hefst kl. 10:30 stundvíslega.

Við munum róa hring um Hestvatnið. Heildar róðrarlengd er um 11-13 km og  gert er ráð fyrir einu kaffistoppi. Þetta er því auðveldur róður, sem hentar öllum ef vindur er ekki mikill.

 

14.-16. Maí Helgarferð í Reykjanes í Ísafjarðardjúpi. Reykjaneshittingur eru helgarsamkomur áhugafólks um kayakróður. Þar gefst vönum sem óvönum tækifæri til að spreyta sig, læra og miðla af þekkingu sinni í ótrúlega fallegri náttúru, fyrirmyndar aðstöðu og félagsskap skemmtilegs fólks.

 

22.-24. Maí Egill Rauði á Neskaupsstað. Þar verður margt spennandi í boði, fyrirlestrar, myndasýningar, námskeið, veltukeppni og sprettróðrarkeppni sem veitir stig til Íslandsmeistara. Auk leiðbeinenda héðan að heiman þá verða fengnir þeir Dubside og Dan Henderson frá Bandaríkjunum.

29. maí – Hvítá fyrir byrjendur.  

Umsjón Guðmundur Jón Björgvinsson, gsm: 899-7516, e-mail: gummij@hive.is

Mæting klukkan 9:00 við austurenda stúkunar við Laugardalslaug, þar sem útvegaðir verða bátar og búnaður. Þeir sem ekki eiga þurrbúning eða blautbúning geta leigt græjur hjá staðarhöldurum á Drumboddsstöðum, en þar ætlum við að vera mætt fyrir klukkan 11:00.

ATH. Þeim sem ætla að róa í fyrsta skipti í straumvatni í þessari ferð verða að mæta á æfingar í Laugardalslaug og fara a.m.k. eina ferð í félagsróður í sjókayak til að vera gjaldgengir í ferðina.

6. júní Kayakklúbburinn tekur þátt í dagskrá sjómannadagsins í Reykjavík.

12. júní – suður með sjó  

Umsjón Andri Þór Arinbjörnsson, gsm: 699-5449, e-mail: andrita05@ru.is

Mæting er kl. 10:00 við höfnina í Vogum og róður hefst kl. 10:30 stundvíslega.

Lagt verður af stað frá höfninni í Vogum, róið undir Vogastapa og endað við rampinn í smábátahöfninni í Keflavík. Ferðin er u.þ.b. 13 km löng og kaffistopp verður tekið hjá Húsi Íslendings við Víkingaheima í Innri-Njarðvík.

24. júní – Jónsmessuróður.  

Umsjón Gunnar Ingi Gunnarsson, gsm: 899-3055, e-mail: gunnar.ingi@mosverjar.is

Við förum á sjó í Hvammsvík í Hvalfirði kl. 21:30 , en hefð er fyrir því að vera á sjó um miðnætti á Jónsmessu. Mæta þarf tímanlega en nákvæmari tímasetning er háð því hvort við fáum aðstöðu til að grilla á undan róðrinum. Róið verður í Hvítanes og um nágrennið.

 

9.-11. júlí – Snæfellsnes, Arnarstapi.  

Umsjón Gísli H. Friðgeirsson, gsm: 822-0536, e-mail: gislihf@simnet.is

Mæting um eða eftir kvöldmat á föstudeginum í tjaldstæðinu við Langaholt í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Mæting kl. 10:00 á laugardagsmorgni við Hótel Búðir og á sunnudagsmorgni um kl. 10:00 við Arnarstapa. Farið í Grundarfjörð ef veður er erfitt sunnan á nesinu.

17. júlí – Straumfjörður, Knarrarnes.  

Umsjón Reynir Tómas Geirsson, gsm: 824-5444, e-mail: reynir.steinunn@internet.is

Mæting kl. 10:00 á laugardagsmorgni í Straumfirði og farið á sjó kl. 10:30, annaðhvort norður með eyjum og skerjum að Knarrarnesi og í Hjörsey, eða suður með ströndinni að Kúaldarey og Álftanesi. Hægt að tjalda bæði kvöldið áður eða vera laugardagsnóttina og róa á sunnudeginum. Ströndin er góð hvít sandströnd og í góðu veðri er einstaklega fallegt á svæðinu og fuglalífið mikið.

24.-25. júlí – Skagafjörður, Kayakdagar.  

Umsjón Guðmundur Jón Björgvinsson (?), gsm: 899-7516, e-mail: gummij@hive.is

Ferðin verður skipulögð nánar á kork klúbbsins og hún er ekki fyrir algera byrjendur í straumvatni. Þeir sem eru að taka sín fyrstu skref í straumvatninu eru ekki færir um að róa niður Jökulsá austari en geta þó skemmt sér í Jökulsá vestari og á tjaldstæðinu á kvöldin.

6.-8. ágúst – Breiðafjarðarferðin  

Umsjón Reynir Tómas Geirsson, gsm: 824-5444, e-mail: reynir.steinunn@internet.is

Leið: Kvennhólsvogur-Skáley-Röstin-Kjóey-Hrappsey-Klakkeyjar-Valsey-Kvennhólsvogur.

Mæting kl. 18 á föstudagskvöldi við gömlu bryggjuna í Kvennhólsvogi neðan við bæinn Hnjúka og lagt af stað ekki seinna en um kl 19 og tjaldað í Skáley. Á laugardagsmorgni er farið yfir Breiðasund/ Röstina, að straumnum Knarrarbrjóti og yfir Röstina yfir í Kjóey og þaðan í Hrappsey til náttstaðar, grills og skemmtilegs kvölds í sögufrægri eyju. Sunnudaginn er farið yfir í Klakkeyjar, norður og inn í Kvennhólsvog.

14. ágúst – Hvítá frá Brattholti „Old boys“.  

Umsjón Guðmundur Jón Björgvinsson, gsm: 899-7516, e-mail: gummij@hive.is

Mæting kl 10:00 á Drumboddsstöðum. Róin verður efri hluti Hvítár frá Brattholti með stoppi og almennu orkudrykkjaþambi við „ölduna“ og er tilvalið fyrir gamla hunda og nýliða að mæta í þessa ferð sem verður farin á hverju ári þar til allir gömlu hundarnir eru orðnir of lúnir til að gelta á korknum. Almenn upp-peppun og hvatning fer fram á kork klúbbsins og á aðdáendasíðu „Old Boy´s“ á snjáldurskinnunni

20.-22. ágúst – Langisjór.

Umsjón Guðmundur Jón Björgvinsson, gsm: 899-7516, e-mail: gummij@hive.is

Gist á föstudagskvöldi á einhverju góðu tjaldstæði i Skaftártungum sem verður sameinast um á kork klúbbsins. Síðan verður mæting við Langasjó undir Sveinstindi á laugardagsmorgni kl. 10:00. Ef veðurspá er góð er möguleiki á því að byrjað verði á að ganga á Sveinstind en þá þarf að koma fyrr að Langasjó. Reynt verður að fá lánaða kerru til að draga bátana upp að Langasjó og sameinast í jeppana því það er ekki fólksbílafæri á staðinn. Tjaldað verður nálægt jöklinum um nóttina og er fólk hvatt til að hafa góð tjöld og svefnpoka því það getur læðst frost niður af jöklinum. Róið verður til baka á sunnudagsmorgni eftir göngu á Skaftártind ef veður leyfir. Róið er um 20 km hvorn dag í gríðarlega fallegu umhverfi.