16.apríl - Álftanes (aflýst)
Við að heimsækja Sviða á Álftanesinu og róum út frá aðstöðu þeirra. Mæting hjá þeim kl. 11:00 og áætlað að vera á sjó í ca 3 til 4 tíma. Róðarleið verður ákveðin þegar nær dregur með tilliti til veðurs og stöðu á fallinu, fjara er kl. 11:02.
Þetta verður létt og skemmtileg ferð, tilvalin til að koma sér af stað í sumarróðrana og skoða náttúruna í vorstemmingu. Þessi ferð er gráðuð 1 ár, fyrir alla sem kynnt hafa sér félagabjörgun og helstu öryggisatriði sem varða kayakróður.
Tryggvi Tryggvason tekur á móti okkur í aðstöðu Sviða við Hliðsveg á Álftanesi.
7.maí - Þingvallarvatn
Ræðarar safnast saman á planinu við Valhöll sálugu kl. 10:00. Róið af stað kl. 10:30 út Öxará og róið í austur með vatninu að Arnarfelli. Reyna að taka land þar í kaffistopp.
Þaðan er þverað yfir á Nestá og aftur róið að brottfararstað.
Róðurinn er umþb. 15. km.
14.maí - „Hvítá byrjendur“
(EurÓvissu dagur)
Mæting klukkan 9:00 við austurenda stúkunar við Laugardalslaug, þar sem útvegaðir verða bátar og búnaður. Þeir sem ekki eiga þurrbúning eða blautbúning geta leigt græjur hjá staðarhöldurum á Drumboddsstöðum, en þar ætlum við að vera mætt fyrir klukkan 11:00.
ATH. Þeim sem ætla að róa í fyrsta skipti í straumvatni í þessari ferð verða að mæta á æfingar í Laugardalslaug og fara a.m.k. eina ferð í félagsróður í sjókayak til að vera gjaldgengir í ferðina.
2.júni - Suður með sjó (aflýst)
Fimmtudagurinn 2. júní er Uppstigningardagur og þá er stefnt að því að róa frá Sandgerði, fyrir Garðskagann og inn í Keflavík. Leiðin er ákaflega skemmtileg og strandlengjan fjölbreitt.Þetta eru 16 km alls en um 5 km eru frá Sandgerði að Garðskagavita. Þar getur sjólag getur verið slæmt en restin af leiðinni er á skjólsælla svæði. Ef aðstæður verða slæmar er hægt að hækka erfiðleikastig eða stytta róðurinn. Þá gæti ferðin fengið þriggja ára flokkun fyrir Garðskagann, þeir sem vilja taka þátt í tveggja ára ferð gætu þá hitt hópinn í Garði og róið þaðan 10 km leið inn í Keflavík. Stefnt er að því að leggja af stað frá Sandgerði kl 10 um morguninn, nánari upplýsingar um ferðina verða birtar á heimasíðu kayakklúbbsins þegar nær dregur.
Umsjón: Andri Þór Arinbjörnsson5.Júní - Hörpuróður
Á sjómannadaginn, sunnudaginn 5. Júní, ætlum við í Hörpuróður, kíkja á nýjasta byggingarafrekið Hörpu frá sjó. Í leiðinni verðum við óbeint þáttakendur í dagsskrá sjómannadagsins í höfninni.
Sett verður á sjó frá Skarfabakka kl 11:00 (mæting 10:30), róið þaðan að Hörpu og síðan að Örfirisey. Þar er hægt að enda róðurinn en þau sprækustu róa til baka að Skarfabakka.
Við Skarfabakki er aðstaða Viðeyjaferjunar og gott bílastæði. Við suðvestur hornið bílastæðisins er stigi niður að fallegum kletti og strönd þar sem auðvelt er að koma bátum á sjó.
Ferðin er gráðuð sem ein ár, en hafa þarf í huga að landtaka er ekki góð á milli stoppa. Gerum ráð fyrir að þetta taki 3-4 tíma.
23.júni - Jónsmessuróður
Mæting kl 21:00. Við förum á sjó í Hvammsvík í Hvalfirði kl 21:30, en hefð er fyrir því að vera á sjó um miðnætti á Jónsmessu
Umsjón: Þóra / Ólafía1-3.júlí - Langisjór (aflýst)
Gist á föstudagskvöldi á einhverju góðu tjaldstæði i Skaftártungum sem verður sameinast um á kork klúbbsins. Síðan verður mæting við Langasjó undir Sveinstindi á laugardagsmorgni kl. 10:00. Leiðin eftir vatninu er um 20 km og verður gist í tjöldum við austurenda Fögrufjalla. Róið er til baka á sunnudeginum og haldið heim..
Umsjón : Gísli21-24.júlí - Skagafjörður (aflýst)
Ferðin verður skipulögð nánar á kork klúbbsins og hún er ekki fyrir algera byrjendur í straumvatni. Þeir sem eru að taka sín fyrstu skref í straumvatninu eru ekki færir um að róa niður Jökulsá austari en geta þó skemmt sér í Jökulsá vestari og á tjaldstæðinu á kvöldin.
Umsjón: Haraldur Njálsson21-24.júlí - Kolgrafafjörður-Grundarfjörður
Hugmyndin er tveggja til fjögurra daga róður um veturstöðvar síldarinnar í Breiðafirði.
Ferðaþyrstir geta hafið ferðina frá Arnarstaðavogi þann 21. júlí og róa vestur í Hraunsvík. Í Hraunsvík er hægur vandi að taka við fleiri þátttakendum að morgni 22. júlí. Þaðan verður róið um 15 km yfir í Kolgrafafjörð og náttað, t.d. nálægt eyðibýlinu Hrafnkelsstöðum. Daginn eftir verður róið í Grundarfjörð, um 25 km. Gista má á tjaldstæði bæjarins en aðrir möguleikar eru fyrir hendi. Þeir sem tímabundnir eru geta hér horfið til síns heima.
Þann 24. júlí, er möguleiki á róðri um Grundarfjörð, t.d. að Kvíabryggju og jafnvel fyrir Krossnes að Lárvaðli (8-15 km).
Ekki er fullkannað hvert aðgengi er að sjó í Hraunsvík eða hverjir gistimöguleikar eru í Kolgrafafirði, en nánari upplýsingar verða birtar er nær dregur.
5-7.ágúst - Breiðafjörður
Við leggjum í hann frá bænum Ósi sem er við norðanverðan Álftafjörðinn.
Möguleiki er á að fara af stað á föstudagskvöldinu en líklegra er að við förum af stað milli 9 og 10 á laugardagsmorgninum. Róum að Gvendareyjum og Brattastraum að Öxney þar sem við tjöldum í heimavoginum nálægt 130 ára gömlu húsinu.
Skoðum Eiríksvog þar sem Eiríkur Rauði bjó skip sitt til Grænlandsferðar. Líklega náum við að róa í kringum Öxney og jafnvel að Rifgriðingum.
Á sunnudag leggjum við snemma af stað og róum inn í Brokey. Þar er gaman að taka pásu, skoða sig um og ganga upp á útsýnisturninn sem þeir byggðu þar (líka gott vatn að fá) og fylgja svo innflæði og liggjanda inn milli Norðureyjar og Brokeyjar, mjótt sund, beygja kringum Brokeyna og fylgja útflæðisstraumnum sem hefst um kl. 14 út Ólafseyjarsundið tilbaka inn í Ós, sem gengur býsna hratt. Yrðum kominn um kl. 15 -16 að Ósi aftur.
13.ágúst - Akrar-Hvalseyjar
Farið frá Ökrum á Mýrum og út í Hvalseyjar og þær hringaðar. Þetta er dagsferð, brottför úr bænum að morgni.
Hafalda og vindátt ráða miklu um erfiðleikastig ferðarinnar, en á Ökrum getur hafaldan náð sér upp við landið. Við góðar aðstæður er þetta auðveldur róður, ca 15 km í heildina.
Við Akranes er oft mjög skemmtilega surfalda, sem brotnar á sandströnd, sem er mjög skemmtilegt „leiksvæði“, sem gaman væri að skoða í lok ferðar.
Nánari upplýsingar um ferðina þegar nær dregur.
2-4.sept - Laxárferð (aflýst)
Umsjón: Heiða Jónsdóttir3.sept - Kleifarvatn
Umsjón: Sveinn AxelHittumst að morgni, laugardaginn 3 .september við Kleifarvatn og róum hringróður um vatnið. Þetta er 15-16 km langur róður og mun taka allan daginn. Áætluð róðrarlengd 15-16 km
Nánari upplýsingar um ferðina þegar nær dregur.