Ferða dagskrá 2012

Skýringar á "árum"/erfiðleikastigi ferða er að finna hér.

21. Apríl - Geldingarnes - Nauthólsvík

Eyjahopp á sundunum að Gróttu og í Nauthólsvík.

Umsjón: Gunnar Ingi

19. Maí - Geldingarnes - Hvammsvík

Maraþon í rólegheitum.

Umsjón: Gunnar Ingi

2. Júní - Straumur Hvítá

Straumkayakferð með nýliða og sjókayak fólk.
"Það er fátt sem bætir meltinguna betur og eykur sjálfstraustið meira en hressandi dagsferð niður Hvítánna í fylgd vanra straumvatnsræðara."

Umsjón:  Jóhann Geir Hjartarson

3. Júní -  Hörpuróður (Sjómannadagur)

Róið frá Skarfabakka inn til Reykjavíkurhafnar til að sýna okkur og sjá aðra, í tilefni Sjómannadagsins.

Umsjón: Ólafía Aðalsteinsdóttir / Bjarni Kristinsson

16. Júní - Suðurnes

Mæting í Höfnum við bryggju kl. 9:45 Róið fyrir Sandvík að virkjun og til baka. Vegalengd 20 - 30 km Róður endi um kl. 16. Til vara ef veður og sjólag hentar betur: Garður - Vogar, um 20 km.

Umsjón: Gísli H. Friðgeirsson

23. Júní  - Jónsmessuróður

Jónsmessuróður með útilegu ívafi. Nánarilýsing þegar landslögum og reglugerðum hefur verið breytt.

Umsjón: Þóra Atladóttir

30. Júní - Rauðanes-Álftanes

Til að komast að Rauðanesi er keyrt í gegnum Borgarnes, beygt inn á veg 54 (Snæfellsnes) og síðan fyrsta veg til vinstri inn á veg 532 sem endar á Rauðanesi 2, en þaðan verður lagt á stað. Leiðarlok eru við Álftanes og þar munum við geyma 2-3 bíla svo við komust til baka. Frá Borgarnesi að vegi 532 eru 4,5 km og vegur 532 eru aðrir 4,5 km, sem sagt við erum í nágrenni Borgarnes.

Þetta er dagsferð, róðraleiðin verður með landi, ca 17 km löng. Munum stoppa amk tvisvar sinnum. Ætlunin er að róa þetta laugardaginn 30. júní, og höfum sunnudaginn til vara ef veður verður okkur óhagstætt á laugardeginum.

Umsjón: Sveinn Axel Sveinsson

8. Júlí - Vatnsfjörður (útilega)

Áætlunin er að hittast í Flókalundi á föstudag 6. júlí. Hægt væri að róa eitthvað stutt um Vatnsfjörðinn seinni part föstudagsins eða skoða sig um í Vatnsdalnum. Ein hugmynd er að hafa bækistöð í Flókalundi og róa á laugardegi vestur með landi að Hagavaðli (15-20 km), jafnvel að Haukabergsvaðli (ca 30 km) ef stuð er á mönnum. Sunnudaginn yrði haldið austur frá Brjánslæk/Flókalundi að Skálmarnesi. Á þeirri leið eru margar smáeyjar og sker til að skoða og hægt að haga vegalengd nokkuð eftir veðri og vindum (15-30 km). Enda mætti t.d. í Haugsnesvík yst á Skálmarnesinu. Í góðviðri væri einnig kjörið að teygja dvölina fram á mánudag. Tjalda þá einhvers staðar vestan megin á Skálmarnesinu og nota mánudaginn til skoðunar í Kerlingarfirði og enda aftur við Brjánslæk. Auðvitað væri hægt að umsnúa þessu og byrja róður í Skálmarnes eða Kerlingarfjörð og nota mánudaginn til róðurs að Hagavaðli. Þetta gæti þýtt fjögurra daga skrens fyrir áhugasama, en góður möguleiki er taka hluta ferðarinnar

Umsjón: Páll Reynisson

10-12 Ágúst Breiðafjörður (Rauðseyjar)

Planið fyrir Breiðafjarðarferð verður að hittast í Skarðsstöð, höfninni fyrir neðan Skarð á Skarðsströnd, föstudag 10. ágúst, tjalda (þ.m.t. klúbbtjaldinu), skoða kirkjuna á Skarði um kvöldið (sögufrægur staður), róa svo næsta morgun á laugardegi 11. ágúst beint út í Rauðseyjar, tjalda, og fara svo í róður síðla eftirmiðdags út í Rúfeyjar, tilbaka í Rauðseyjar í grill og kvöldvöku með varðeldi, róa næsta dag tilbaka um Djúpeyjar og eyjuna Klofrifur að ströndinni og inn með ströndinni inn í Skarðsstöð á sunnudeginum. Alls um 10 + 5 + 15 km á tveim dögum, = 30 km alls.

Umsjón: Reynir Tómas Geirsson

26. Ágúst Þingvellir

Frestað til 22.sept (staðfesting kemur síðar)

Skundum á Þingvöll og þræðum vatnið...

Umsjón: Þóra Atladóttir

08. September - Róið fyrir Akranes

Með fyrirvara um veðurspá, róið fyrir Akranes, frá Blautósi norðan við Akranes, út með ströndinni, með pásu í Höfðavík norðantil í bænum, svo fyrir Vesturflös og Suðurflös, framhjá Akraneshöfn og á Langasand þar sem við lendum. Áætlað 4-5 klst. ferð. Til vara: - Sunnudagurinn 9. - eða næsta helgi á eftir.

Umsjón: Reynir Tómas Geirsson