Ferðadagskrá 2024

Ferðadagskrá 2024

 

25. apríl            Álftanes-Hfj.

Erfiðleikastig: 1 ár

Umsjón: Örlygur Sigurjónsson                                     

Mæting 10:00 við Búðaflöt Álftanesi og teknir 10-12 km.

 

4. maí                Akranes

Erfiðleikastig: 2 árar

Umsjón: SPerla Thorsteinson & Natalía Bender

Nánari lýsing þegar nær dregur

 

15.-17. júní               Flatey (útilega)

Erfiðleikastig: 3 ár

Umsjón: Örlygur Sigurjónsson

Nánari lýsing þegar nær dregur. 

Laugard. 15.6. kl. 10.35 

Þetta er 6-8 tíma dagur á sjó. Sjósetning í Stykkishólmi. Áning í Elliðaey og Bjarnareyjum. Áætluð koma í Flatey kl. 19.30.

Tjaldað á góðu tjaldstæði með vatni og WC. Hótel Flatey er opið til  kl. 21 ef fólk vill hraða sér í kvöldmat þar. 

Sunnud. 16.6.:

Þetta er 6-8 tíma dagur á sjó. En - fólk hefur val um að ljúka leiðangri hér. Þá er tekin ferjan til baka á Stykkishólm - en hún fer kl 19.

Hinn kosturinn er að róa norður í Flókalund. Þá er sjósetning kl. 11.30. Áning í Hergilsey, sögufrægri ey. Lent í Vatnsfirði um kvöldmatarleytið og tjaldað. Hægt að fara í heitu laugina stutt frá tjaldstæðinu eftir kvöldmat. Muna sundfötin.

Mánudagur 17. 6.

Sjósett kl. 16 og róið 7 km spotta suður í Brjánslæk og ferjan tekin kl. 18 og leiðangri lokið í Stykkishólmi.

Heildarvegalengd 65-70 km, 2 nætur í tjaldi, krefjandi róður á köflum. Panta þarf í Baldur ferjuna hjá Sæferðum, fram og til baka, hvort sem það er frá Flatey eða Brjánslæk, þannig að í nokkur horn er að líta í svona ferð. Allur viðlegubúnaður nauðsynlegur, kæyak í góðu lagi. Allt er þetta með fyrirvara um veður.

 

28.-30. júní               Kálfshamarsvík eða Norðurfjörður (útilega)

Erfiðleikastig: 2-3 árar

Umsjón: Susanne Möckel & SPerla Thorsteinson

Önnur helgarferð á stuttum tíma fyrir allra hörðustu útilegukindurnar. 
Nánari lýsing þegar nær dregur.

 

20. júlí     Kjalarnes

Erfiðleikastig: 2 árar

Umsjón: Arnar Már Árnason 

Nánari lýsing þegar nær dregur. 

 

27. júlí        Hvalfjörður

Erfiðleikastig: 1-2 árar

Umsjón: SPerla Thorsteinson & Natalía Bender

Nánari lýsing þegar nær dregur.

 

9.-11. ágúst Breiðafjörður

Erfiðleikastig: 3 árar

Umsjón: Lárus Guðmundsson

Nánari lýsing þegar nær dregur.

 

9. október       Friðarsúluróður

Erfiðleikastig: 2 árar

Umsjón: Stjórnin

Árlegur viðburður í dagskrá klúbbsins. Róið út í Viðey og fylgst með þegar friðarsúlan er tendruð. 

 

30. október    Næturróður I

Erfiðleikastig: 2 árar

Umsjón Örlygur Sigurjónsson

Róið um sundin blá frá Geldinganesi. Nánar síðar

 

6. nóvember Næturróður II

Erfiðleikastig: 2 árar

Umsjón Örlygur Sigurjónsson

Róið um sundin blá frá Geldinganesi. Nánar síðar.

 

15. nóvember Næturróður III / tjald

Erfiðleikastig: 2 árar

Umsjón Örlygur Sigurjónsson

Róið frá Geldinganesi út í nærliggjandi eyju og tjaldað þar. Nánar síðar.

 

Nýjung:     Róið á góða spá

Staður og stund fer eftir veðri og vindum. Fyrirvari á þær ferðir getur því orðið mjög stuttur