Hugmynd að dagskrá námskeiðsins er:
Fimmtudagskvöld: Slást í hóp sjókayakfólks í fimmtudagsróður Kayakklúbbsins.
Eftir róður getum við sest niður og farið yfir helstu atriði er varða námskeiðið, horft á straumkayak myndbönd og skoðað bókleg straumkayakfræði.
Föstudagsmorgun: Hópurinn hittist að morgni og heldur í 3. daga útilegu við góða á sem hentar vel til kennslu og æfinga.
Sunnudagur: Eftir stífar straumkayakæfingar í 3 daga halda allir heim á leið glaðir í bragði.
Einnig má hugsa sér að halda námskeiðið á virkum dögumm, en dagarnir 3 ættu að vera
samliggjandi.
Straumkayaknámskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að læra að róa kayak í
straumvatni. Til að fá sem mest út úr námskeiðinu er best að nemendur kunni að velta
kayak í sundlaug og að allir nemendur hafi svipaða hæfni. Þetta er þó ekkert skilyrði.
Einnig er betra að nemendur hafi róið í straumvatni áður, t.d. hafi farið með í
straumkayakferð á vegum Kayakklúbbsins.
Á námskeiðinu verður farið í róðrartækni fyrir straumvatn, ýmis öryggisatriði eins og
hvernig félagar geta tryggt öryggi hvors annars, hvernig maður velur sér leið niður flúðir,
hvernig vatn í ám hagar sér og fleira. Námsefnið verður sniðið að þörfum nemenda, eftir
getu þeirra og reynslu. Því ætti það að nýtast fólki sem hefur mjög litla reynslu, t.d. hættir
sér niður Hvítánna frá Brúarhlöðum í fylgd vanari ræðara, einnig þeim sem hafa nokkra
reynslu, t.d. róa Tungufljót reglulega og hætta sér í Jökulsá Austari í fylgd vanari ræðara.
Þeir sem hafa áhuga en eiga hvorki bát né búnað geta fengið slíkt að láni hjá
Kayakklúbbnum.
Námskeiðið mun kosta u.þ.b. 30 þús. kr. á mann, miðað við 3 nemendur. Innifalið í
námskeiðsgjaldinu er kennsla og kennslugögn. Því miður fylgir námskeiðinu ekki nein
alþjóðleg viðurkenning um hæfni á straumkayak eða í straumbjörgun. Einnig þurfa
nemendur að útvega sinn eigin útilegubúnað, mat í útilegu og annað tengt útilegu. Í
sameiningu þurfum við að skipuleggja hvernig við flytjum fólk og búnað á
námsskeiðsstaðinn.
Áhugasamir ættu að svara þessum þræði eða senda mér tölvupóst á jsa(hjá)ieee.org. Endilega sendið fyrirspurnir og uppástungur.
Ég er orðinn spenntur og byrjaður að undirbúa á fullu, finna námsefni og gera klárt.
Gott straumkayaknámskeið er víst ekki bara kokkað upp á staðnum.
Góðir straumar
Jón Skírnir